Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 7.–10. ágúst 201510 Fréttir Gríðarlegir hagsmunir í húfi Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka smábátaeigenda, segir að nú séu afleiðingar af stuðningsyfirlýsingu Íslands fyrir refsiaðgerðum gagnvart Rússum, vegna ástandsins í Úkraínu, farnar að hafa veruleg áhrif á íslenskan sjávarútveg, þá sérstaklega smá- bátaútgerðir. Fyrir tæplega ári síðan skrif- aði Örn grein í Fiskifréttir þar sem hann sagðist hafa áhyggjur af því að stuðningur Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við refsiaðgerðir gagnvart Rússum gæti haft skaðleg áhrif fyrir sjávar- útveginn. „Sumir mundu kalla slíkt ögrun við rússneska björninn,“ sagði Örn meðal annars í greininni. Þar gerði Örn einnig ítarlega grein fyrir því hvaða hagsmun- ir væru í húfi. Hann segir að nú sé spá hans, um að illa gæti farið fyrir íslenskum sjávarútvegi, að rætast. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ég taldi að utanríkisráð- herra hefði farið offari í málinu og það hefði þurft að hugsa það til enda. Við erum örþjóð og það má ekki gleyma því að við eigum allt undir því að geta selt okkar afurð- ir,“ segir Örn í samtali við DV. Eins og DV greindi frá er Ísland nú á lista yfir þjóðir sem rússnesk stjórnvöld segja að til greina komi að beita viðskiptaþvingunum. Haukur Þór Hauksson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS), sagði í samtali við DV fyrir skemmstu að gríðarlegir hagsmunir væru í húfi ef rússnesk stjórnvöld ákveða að beita viðskiptaþvingunum á Ís- lendinga enda sé Rússland stærsti markaðurinn fyrir íslenskar upp- sjávarvörur. Píratar fengu Jóns Gnarr-áhrifin n Á miklu flugi í skoðanakönnunum n Gott gengi mögulega komið til að vera Þ að er eins og Jóns Gnarr- áhrifin frá 2010 hafi færst svo- lítið yfir á Pírata. Nýjungin, hreinleikinn og það að vera algjörlega laus við gömlu pólitíkina,“ segir Grétar Þór Eyþórs- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, spurður út í gott gengi Pírata í skoðanakönnun- um að undanförnu. Hann segir þetta vitaskuld vera tilgátu en finnst eins og þessi áhrif hafi ómeðvitað færst frá Bjartri fram- tíð yfir til Pírata þó að Jón Gnarr hafi hvergi komið þar nærri. Píratar hafi nánast stolið áhrifunum frá Bjartri framtíð. Píratar mældust með 35% fylgi í nýlegri skoðanakönnun MMR og hafa síðan í apríl verið með yfir 30% fylgi, langt á undan Sjálfstæðisflokkn- um sem er næststærsti flokkur lands- ins með 23,1% fylgi. Þar á eftir koma framsóknarmenn með 12,2%, Vinstri grænir með 10,2%, Samfylkingin með 9,6% og Björt framtíð með 4,4%. Komið til að vera? „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður, svona langvarandi vel- gengni hjá litlum flokki. Það fara að vakna þær spurningar hvort þetta sé komið til að vera,“ segir Grétar Þór um Pírata. „Menn hafa fram að þessu talið Pírata vera geymslustað fyrir óá- nægju með fjórflokkana. En svona langvarandi óánægjutjáningu höfum við kannski ekki séð áður. Við hljót- um að fara að velta fyrir okkur hvort við séum að fara að sjá varanlegar breytingar á mynstrinu í pólitíkinni.“ Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur langlíklegast að fólk fylki sér á bak við Pírata núna vegna óánægju með hina flokkana og telur prófíl Pírata ekkert sérstaklega skýr- an ef stefna þeirra er skoðuð. „Að svo miklu leyti sem hann er skýr þá er hann frekar þröngur á ýmis atriði sem tengjast upplýsingabyltingunni og fleiru slíku, sem er kannski ekk- ert mjög líklegt að gríðarlega stórir hópar kjósenda séu mjög uppteknir af akkúrat á þessum punkti,“ útskýrir Gunnar Helgi. Eins og síld í landhelgi Hann telur að fólk sem sé einfaldlega á móti kerfinu kjósi Pírata. „Það er til- tölulega almenn óánægja með stöðu stjórnmála á Íslandi. Sérstaða Pírata er að þeir hafa engin tengsl við gamla flokkakerfið á meðan Samfylkingin og Vinstri græn voru í ríkisstjórn á mjög erfiðum tíma. Svo hefur Björt framtíð ekki alveg sama slagkraft eins og er,“ segir hann. „Þetta er svolítið eins og síldin sem siglir stundum inn í landhelgi hjá ein- hverjum flokki og út úr henni annað. Það er svolítið tilviljunum háð hvar fylgið endar. Ég myndi ekki þora að lesa mikið inn í þetta hvernig næstu kosningar eru líklegar til að fara. Þetta breytist of hratt.“ Helgi Hrafn höfðar til fólks Spurður hvað Píratarnir séu að gera rétt svarar Grétar Þór að skeleggur málflutningur varðandi gegnsæi og hreinlegri vinnubrögð í pólitík hafi haft mikið að segja. Einnig skipt- ir máli að þeir tengjast ekki gamla fjórflokknum. „Ég held að Píratarn- ir fljóti svolítið á þessari vantrú á gömlu pólitíkinni og gömlu vinnu- brögðunum eftir hrunið,“ segir hann og nefnir einnig þátt Helga Hrafns Gunnarssonar. „Hann hefur ekkert verið að fela veikleika og hefur kom- ið fram heiðarlega. Ég held að það sé að höfða til fólks. Hann er ekkert að reyna að láta fólk halda að hann sé snjallastur í heimi heldur.“ Leiðréttingin breytti engu Grétar Þór segist ekki koma auga á neitt sem muni breyta þessu góða gengi Pírata, þó svo að auðvitað geti allt gerst í pólitík. „Maður hélt að það myndi eitthvað breytast í mynstrinu í fyrra þegar ríkisstjórnin tilkynnti niðurstöður leiðréttingarinnar en það gerðist ekki. Skömmu síðar fóru Pírat- ar að rísa. Ég sé ekkert í kortunum sem getur breytt þessu, nema eitt- hvað óvænt gerist. Að óbreyttu gæti þetta haldist út kjörtímabilið.“ Gunnar Helgi segir hið góð fylgi Pírata að sjálfsögðu ánægjulegt fyr- ir flokkinn en telur aftur á móti ólík- legt að það haldist óbreytt. „Þetta gef- ur þeim aukið „platform“, gerir þá að virðulegri flokki og gefur þeim tæki- færi sem þeir geta byggt á. En það er ekki hægt að gera ráð fyrir að þetta muni halda sér. Það hafa mjög oft orðið svona sveiflur á milli kosninga í íslenskri stjórnmálasögu.“ Ekki afskrifa Bjarta framtíð Grétar Þór er ekki viss um að kenna megi „foringjakrísu“ um lítið fylgi hinna flokkanna. Skýringin er frekar sú að þeir eru hluti af gamla kerfinu. „Einhvern veginn situr Björt fram- tíð uppi með það. Að vera að hluta til tengd þessari fortíð. Maður klór- ar sér í höfðinu yfir því að það er ekki nema rúmt ár síðan Björt framtíð vann ágætis sigur í sveitarstjórnar- kosningunum. Flokkurinn hefur náð fótfestu hér og þar um landið á sveit- arstjórnarstiginu og það gæti orðið honum drjúgt í næstu kosningabar- áttu. Við skulum ekki afskrifa Bjarta framtíð.“ Búnir að spila út trompunum Fylgi ríkisstjórnarflokkanna tveggja er aðeins um 33% samkvæmt könnuninni. „Þeir eru komnir á sama stað og fyrri ríkisstjórn var lengi vel á. Það hélt sér inn í kosningarnar,“ seg- ir Grétar og bætir við að þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé búin að spila út stóru trompunum sínum sé hún enn með lítið fylgi. „Þeir eru búnir með ásana á hendinni, alla vega í bili. Maður veit ekki hvað kemur upp úr hattinum rétt fyrir kosningar.“ n Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður, svona langvar- andi velgengni hjá litlum flokki. Það fara að vakna þær spurningar hvort þetta sé komið til að vera. Grétar Þór Eyþórsson Býst við því að gott gengi Pírata muni halda áfram. „Þetta er svolítið eins og síldin sem siglir stundum inn í landhelgi hjá einhverjum flokki og út úr henni annað. Það er svolítið tilviljunum háð hvar fylgið endar. Gunnar Helgi Kristinsson Segir gott fylgi Pírata gera þá að virðulegri flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.