Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 25
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Fólk Viðtal 25 dk Viðskiptahugbúnaður - Þróaður fyrir íslenskar aðstæður - Öruggur, einfaldur í notkun og veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins - Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu okkar dk POS afgreiðslukerfið - Hraðvirkt og einfalt í notkun - Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag - Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt dk Vistun - Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna - Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta dk hugbúnaður Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is Íslenskur hugbúnaður í 16 ár Veldu íslenskan hugbúnað úr skóla og gefast upp en þess í stað setti ég mér háleit markmið og ein- blíndi á að klára stúdentinn. Auðvit- að var það gríðarlegt sjokk að vera ófrísk og hvað þá að hafa svona lítinn tíma til að undirbúa komu barnsins þar sem ég var komin svona langt á leið. Ég var engan veginn tilbúin en við svona aðstæður er það sjálfs- bjargarviðleitnin sem grípur inn í. Ég varð að vera tilbúin.“ Þrjár mömmur Samband Maríu við barnsföðurinn slitnaði árið 2011. „Þorgeir á yndis- legan pabba og við áttum saman mjög góðan tíma þótt ég hafi ver- ið ótrúlega erfið og ekki á besta stað í lífinu. Að hætta saman var besta ákvörðunin fyrir okkur enda er hann í dag mjög hamingjusamur og á von á öðru barni. Og svo er ég bara lesbía ofan á allt saman,“ segir hún og bros- ir snöggt. „Að koma út úr skápnum var annar vendipunktur í mínu lífi, rétt eins og að segja frá brotinu. Það er mikill léttir að hætta að reyna að vera einhver sem maður er ekki og fyrir vikið koma fram margs kon- ar púsl sem maður þarf á að halda til að ná að skilja sjálfan sig. Þorgeir er mjög ríkur, á einn pabba og þrjár mömmur. Ég held að maður geti ekki kvartað yfir slíku hlutskipti.“ Orðin mjög þunglynd Hún segir fjölskylduna hafa splundr- ast þegar hún sagði frá ofbeldinu. „Mamma hefur alltaf staðið með mér en samband mitt við systkini mín hefur verið erfitt. Við erum núna fyrst saman í fjölskylduráðgjöf svo við get- um talað saman. Okkar verkefni er að eiga góð og falleg samskipti án þess að hann stjórni skömminni hjá mér eða þeim. Við erum með okk- ar leikreglur og tölum ekki um hann þegar við hittumst heldur reynum að búa til okkar líf burtséð frá honum. Það tók mig fjögur góð ár að ná mér en í dag lifi ég góðu lífi og gæti ekki hugsað mér að vera enn að þykjast; að verða fertug en vera enn í leikriti og mamma ennþá gift honum. Þess vegna verð ég svo sorgmædd þegar ég veit af fólki sem er enn að byrgja svona inni. Skömmin er ekki þeirra. Ég er alveg viss um að ég væri ekki á lífi í dag ef ég hefði ekki sagt frá. Ég var orðin mjög þunglynd. Ég var komin á þann stað að mér fannst til- vera mín minna virði en að segja frá og skemma þannig fjölskylduna.“ Hún segir gerandann hafa farið að gráta þegar hún bar ásakanirnar upp á hann. „Hann var fullur og segir mér að ég megi ekki segja mömmu og segist ætla að ganga frá sér en mér tekst að hátta hann og svæfa. Ég gat ekki lengur haft þetta á bakinu og var komin á þann stað að það var ann- aðhvort hann eða ég. Það er óbæri- legt til þess að hugsa að það að deyja var raunverulegur valkostur. Í fyrsta skiptið á ævinni hugsaði ég um mig, sagði frá og þá var ekki aftur snúið.“ Kölluð lygari og hóra Tveimur dögum eftir að María hafði sagt mömmu sinni frá ofbeldinu sátu þau þrjú heima hjá ömmu Maríu. „Mamma var búin að bera þetta upp á hann þegar ég kom og hann hafði játað og það fyrsta sem hann gerði var að spyrja hágrátandi hvort hann geti ekki gert eitthvað til að laga þetta. Ég bara fraus. Ég vildi að ég hefði get- að sagt eitthvað, að hann yrði að átta sig á því sem hann hefði gert og að það yrðu afleiðingar. Daginn eftir var hann svo farinn. Ég hef tvisvar rekist á hann síðan, einu sinni í Ikea og svo á flugvellinum. Tilfinningar mínar gagnvart honum eru flóknar. Ég leyfi mér að þykja vænt um góðu hliðarn- ar en hann hefur ekki komið vel fram, hvorki gagnvart mér, mömmu eða fleirum. Hann hefur aldrei borið ábyrgð nema í þetta eina skipti. Eft- ir það fór hann að neita. Ég hef lent í því að fólk hefur ráðist á mig og kall- að mig lygara, hóru og ógeð og slíkt er erfitt að lifa við en í hjarta mínu veit ég hvað er satt. Stundum finn ég fyrir ótta gagnvart honum og það er leiðinlegt að hann geti haft þau áhrif á mig en ég mun líklega alltaf díla við það. Ég hef samt ákveðið að þessi maður fái aldrei að taka annan dag frá mér. Fyrir mér er hann bara dáinn; ekki til. En hins vegar fór ég aldrei í neina jarðarför né fékk að syrgja, hann bara hvarf. Ég er tilbúin að fyrirgefa fólki sem virkilega sýn- ir iðrun og gengst við gjörðum sín- um. Ég get fyrirgefið sjálfri mér fyrir að hafa þagað og fengið þannig frið inni í mér. Ég er búin að því. Ég get líka fyrirgefið systkinum mínum og mömmu fyrir að hafa einhvern tím- ann tekið rangar ákvarðanir. Sumir eru bara búnir að fyrirgera rétti sín- um. Ef þú sýnir ekki iðrun er erfitt að fyrirgefa.“ Vaknar grátandi og öskrandi Ingileif segir ótrúlegt að fylgjast með breytingunni á Maríu frá því að þær kynntust fyrst. „Við kynntumst stuttu eftir að ég sagði frá. Þá var ég föl og grá. Svona ábyrgð sogar úr manni líf- ið. Það var erfiðast að segja frá í fyrsta skiptið. Þá fór ég á leynistaðinn minn og öskraði þetta, ein með sjálfri mér. Svo æfir maður sig, segir einum og einum vini og fattar að það er í lagi. Svo hafði ég sagt öllum vinahópn- um og í dag get ég alveg eins verið að tala um veðrið. Ég á ekkert erfiðan dag þótt ég tali um þetta.“ Hún viður- kennir þó að það sé ekki langt síðan hún hafi reglulega vaknað öskrandi og grátandi eftir að hafa rifjað þetta upp en í dag hafi hún Ingileif til að róa sig eftir slíkar martraðir. „Sem betur fer hafa þessir draumar næst- um alveg hætt. Eftir fyrstu svona nótt sem hún upplifði með mér og þurfti að halda utan um mig opnaði ég mig fyrir henni. Ég hafði nefnilega ekki verið alveg opin sjálf þótt ég hafi alltaf verið að segja henni að opna sig. Það er nefnilega allt í lagi að vera lítill í sér af og til.“ Ekki þessi harði töffari Frá Maríu streymir einhver óumræð- anlegur kraftur sem hún gengst við en segist hafa tekist að beisla bet- ur eftir að hún skilaði skömminni. „Það hefur alltaf verið innbyggð skynsemisrödd í mér þótt ég geti líka alveg verið flippuð. Ég var aldrei uppreisnargjörn og aldrei í rugli og kannski stundum of góð. Líklega vantaði mig festu svo ég bjó hana bara til sjálf. Ég held að ég sé mjög hógvær að eðlisfari þótt það hljómi ekki hógvært að segja það. Það skipt- ir mig máli að deila og ég tel mig til að mynda ekki eiga Druslugönguna þótt ég sé talskona hennar. Ég bara elska Druslugönguna og legg á mig vinnuna fyrir málstaðinn. Eins hef ég aldrei velt því fyrir mér hvort ég sé eitthvað merkilegur pappír, líf mitt snýst ekki um það heldur hvort ég geti látið gott af mér leiða. Kannski er ég bara léleg að hygla sjálfri mér,“ segir hún og Ingileif grípur fram í og segist vera að vinna í þessu. „Mar- ía er ekki þessi harði töffari sem fólk heldur að hún sé og þótt það geti ver- ið kostur og því fylgi ákveðinn sjarmi að vera hógvær þá mætti hún hafa meira sjálfstraust. Ég er að reyna að fá hana til að eigna sér þann heiður sem hún á skilið.“ Teknar sem tvíburar María Rut og Ingileif eru glæsi- legar konur með bein í nefinu og án vafa mikilvægar fyrirmyndir ungra kvenna sem eru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum. „Við lendum oft í því að fólk taki okkur sem systr- um og höfum meira að segja ver- ið spurðar hvort við séum tvíburar. Við erum jafn háar og notum sömu fatastærð, talandi um „the perks of being a lesbian“,“ segja þær hlæjandi og bæta svo við að það séu ótrúlega margir sem trúi ekki að þær séu par. „Við höfum oft verið beðnar um að kyssast til að sanna það. Einhvern veginn virðist vera meira leyfi til að segja hluti við samkynheigða, hluti sem engum dytti í hug að segja við gagnkynhneigt par.“ Ást við fyrstu sýn Þótt María og Ingileif séu ungar hafa þær skipulagt framtíðina. Og þar eru frekari barneignir meðal annars á dagskrá. „Okkur langar hiklaust í fleiri börn en það gerist ekki af sjálfu sér hjá okkur,“ segir María. „Það er víst enginn möguleiki á slysi. Við værum alveg til í nokkur í viðbót en ætlum að gifta okkur fyrst og klára námið. Í fyrsta skiptið á ævinni hef ég fundið öryggi, mína fjölskyldu og minn kjarna. Við erum afskap- lega duglegar að skapa okkar hefð- ir og búa til góðar minningar sem er ómetanlegt. Hjá Ingileif fann ég strax öryggi, ég vissi strax að hún myndi aldrei meiða mig eða koma illa fram við mig. Mig vantaði svo heila mann- eskju sem ég gæti heilað mig með. Svo er hún líka svo fáránlega sæt og heillandi. Augnablikið þegar hún sendi mér fyrstu skilaboðin var mesta „YES“ móment lífs míns. Hún hafði aldrei verið með stelpu áður en var samt svo töff og kúl. Þetta var í alvöru ást við fyrstu sýn og mig langaði að segja henni að ég elskaði hana frá fyrsta degi en beið aðeins með það því það er það sem bíómyndirnar kenna manni. Það er ekki slæmt að vera í ástarsambandi með bestu vinkonu sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er raunverulega ástfangin og í fyrsta skipti sem ég hef fundið ró í hjartanu,“ og bætir aðspurð við að nú sé komið að Ingileif að vera ófrísk. „Kannski verðum við það bara báðar í einu. Nei, líklega væri það versta hugmynd í heimi, alveg hræðileg hugmynd, hormónaflæðið úti um allt,“ segir hún og þær hlæja báðar, kveðja og halda hringferðinni áfram. n Kærustupar, ekki systur María og Ingileif lenda oft í því að fólk trúi ekki að þær séu par. Druslur María Rut og Ingileif eru hluti af hópnum sem skipuleggja Druslugönguna. „Ég reyndi samt lengi að réttlæta þetta, að hann hefði rugl- ast á mér og mömmu og hann hefði verið fullur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.