Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Side 31
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Lífsstíll 31 Dalshrauni 13 220 Hafnarfirði Sími 565 2292 Settu fókusinn á Þýsk gæði í gegn Sumarútsalan hafin í Hjólaspretti 20 - 50% afsláttur af völdum hjólum M argir ganga með hug- mynd að veitingastað í kollinum þó ekki komi alltaf til framkvæmda. Hvers vegna er ekki til veitinga- staður sem selur lasagnað henn- ar ömmu? Nú, eða fiskibollurnar hans pabba? Veitingarekstur í vögnum býður upp á einfaldan og sér- hæfðan rekstur þar sem slíkar hugmyndir gætu átt heima. Ef þig vantar innblástur gæti kvik- myndin The Chef mögulega skil- ið eftir sig örlagaríkar hugmyndir í kollinum þínum. The Chef fjallar um kokk sem missir vinnuna en deyr ekki ráðalaus heldur opnar matar- trukk í viðleitni sinni til að uppfylla áður efnd loforð og um leið tjasla saman tvístraðri fjölskyldu sinni. Myndin hefur fengið frábærar við- tökur og góða dóma! n Áttu þér draum um að opna veitingastað? Kannski myndi matartrukkur henta Hvatvís og ævintýragjörn P arið Hulda Björg Jónsdóttir og Arnþór Stefánsson tóku nýlega u-beygju í daglegu lífi sínu. Arnþór sagði upp sínu fasta starfi og settu þau krafta sína í að byggja upp fyrirtæki sem nú hefur hafið veitingarekstur í litlum vagni við Lækjargötu. Það þarf hugrekki, og er sannar- lega stórt skref fyrir ungt barna- fólk í föstum störfum, að henda sér út í djúpu laugina og ráðast í áður óþekktan rekstur. „Já, ætli ég myndi ekki telja okk- ur frekar hvatvís og ævintýragjörn. Við sáum einfaldlega ákveðinn möguleika sem við ákváðum að grípa, það er, að bjóða fólki upp á ferskt handgert sushi á lægra verði en þekkist annars staðar. Arn- þór hefur starfað lengi við sushi- gerð og er þaulreyndur í því en ég er sjálf menntuð sem lögfræðingur og fannst okkur því tilvalið að sam- eina þetta tvennt í góðum rekstri, þar sem ég sæi þá aðallega um rekstrar- hliðina og hann sushiið.“ Vilja auka fiskneyslu þjóðarinnar Shirokuma sushi heitir veitinga- staðurinn sem parið rekur á tæpum tveimur fermetrum í fallegum vagni við Lækjargötu. Lögð er áhersla á ferskt og íslenskt hráefni en eitt helsta markmið þeirra er að auka fiskneyslu þjóðarinnar. „Samkvæmt könnunum borða Ís- lendingar ekki mikinn fisk og ef þeir gera það þá er það einna helst fisk- ur í sushi. Yfirleitt fær fólk sér bara sushi til hátíðabrigða og því langaði okkur að breyta. Við viljum stuðla að frekari fiskneyslu þjóðarinnar og skapa aðstæður þannig að fólk borði sushi oftar og dagsdaglega. Sem dæmi má nefna að hægt er að grípa með sér sushibakka í hádeginu eða eftir vinnu. Mikilvægur liður í þess- um pælingum er að lækka verðið. Þannig fengum við hugmyndina að vagninum. Hann býður upp á lágan húsnæðiskostnað og hagræðingu og þannig náum við að lækka verðið á sushi fyrir viðskiptavini okkar,“ seg- ir Hulda Björg sem stendur vaktina með manninum sínum í vagninum á álagstímum. Parið neitar því ekki að upp- bygging fyrirtækisins hafi verið þrautaganga enda alls konar leyfi og þættir tengdir rekstrinum sem erfitt var að sjá fyrirfram. „Við höfum fengið mikla hjálp frá vinum og fjölskyldu við að koma á fót Shirokuma sushi. Arnþór hætti að vinna og lagði allt í þetta. Því er þó ekki að neita að þetta hefur ver- ið smá basl. Við ætluðum upphaf- lega að opna í júní en það dróst með- al annars vegna þeirra leyfa sem nauðsynleg eru fyrir svona rekstur. Við sölu á sushi og hráum fisk eru settar sérstaklega stífar reglur en það er auðvitað bara gott og gerir okkur ennþá stoltari af því að vagninn sé opinn í dag enda merkir það að við uppfyllum allar ströngustu kröfur um gæði og hreinlæti.“ Smáauglýsing á sænsku Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvar fólk kaupir vagna til veitinga- reksturs og hvort þeir séu auðfengn- ir þar sem hérlendis hefur ekki verið mikil hefð fyrir slíkum rekstri hing- að til. „Vagninn keyptum við glænýjan í Svíþjóð eftir langa leit og tilraun- ir til að kaupa notaða vagna annars staðar, eins og til dæmis í Danmörku. Sem betur fer gekk það þó ekki eft- ir og við duttum inn á sænska síðu þar sem við rákumst á smáauglýs- ingu á sænsku þar sem svona vagn- ar voru boðnir til sölu; glænýir. Við prófuðum bara að hringja og þá kom í ljós sú fyndna staðreynd að annar Íslendingur var nýbúinn að kaupa svona vagn hjá honum tveimur vik- um áður, en hann hafði aldrei selt slíka vagna til Íslands fyrr.“ Það er því greinilegt að vagna- veitingastaðabisnessinn fer ört stækkandi á Íslandi en rík hefð er fyrir slíkum veitingahúsum til dæmis á meginlandi Evrópu og í Bandaríkj- unum. Spennandi verður að fylgj- ast með rekstri hjónanna sem og annarra frumkvöðla á þessu sviði á komandi misserum. n n Opnuðu fyrsta sushi-vagninn á Íslandi n Tóku hvatvísa ákvörðun saman Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar „Yfirleitt fær fólk sér bara sushi til hátíðabrigða og því langaði okkur að breyta. Shirokuma sushi Sushivagninn í sumrinu. Shirokuma-parið Hulda Björg og Arnþór eru komin á fullt í sushiið. mynd SigTryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.