Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 24
Helgarblað 7.–10. ágúst 201524 Fólk Viðtal
V
ið ákváðum að kúp-
la okkur út, kláruðum
Druslugönguna og fórum
svo bara út úr bænum. Þetta
er fyrsta sumarfrí lífs okkar,“
segir María Rut Kristinsdóttir, mark-
aðsstjóri GOmobile, varaformað-
ur stjórnar Samtaka '78 og einn af
skipuleggjendum Druslugöngunn-
ar, en hún og Ingileif Friðriksdótt-
ir blaðamaður eru á hringferð um
landið og fallast á að hitta blaða-
mann á Bláu könnunni á Akureyri.
Sonur Maríu Rutar, Þorgeir Atli, sjö
ára, er með í för en situr niðursokk-
inn að spila tölvuleik á meðan við
spjöllum.
Harkar ekki allt af þér
Ingileif er Reykvíkingur en María Rut
ólst upp á Flateyri en þar dvöldu þær
Ingileif um tíma á hringferð sinni.
„Ég er Vestfirðingur í húð og hár og
verð alltaf móðguð þegar fólk segist
hafa farið hringinn en sleppt Vest-
fjörðum. Ég elska Flateyri meira en
allt enda staðurinn sem ég ólst upp á
og þarna á ég bæði góðar og slæmar
minningar. Ég var sex ára þegar snjó-
flóðið féll og Flateyri var ein sárar-
úst. Það var svo margt sem gerðist,
mörg áföll og þú harkar ekki bara
allt af þér. Það er ekki mannlegt. Það
var enginn sálfræðingur á Flateyri og
fólk leitaði að leiðum til að deyfa sig.
Það var því mikið um fyllerí.“
Enginn eltingarleikur
Margir muna eftir því þegar María
Rut steig fram í viðtali í Fréttablað-
inu árið 2013 þar sem hún sagði frá
kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í
æsku. Sama ár og hún kom fram með
sína sögu fann hún ástina í fyrsta
skiptið. „Ég var formaður Stúdenta-
ráðs á þessum tíma og við höfðum
unnið hið svokallaða LÍN-mál og það
var því mikil gleði. Ég hitti Ingileif
um kvöldið svo þetta var sannkall-
að sigurkvöld hjá mér. Við vörðum
öllum deginum saman og svo var
hún á undan að senda mér skilaboð
daginn eftir og við höfum ekki ver-
ið í sundur síðan. Við deituðum því
eiginlega aldrei, það var aldrei neinn
aðdragandi né eltingarleikur,“ segir
María Rut sem hafði áhyggjur af því
að vera of mikill „pakki“ fyrir hina
ungu Ingileif þar sem María var ein-
stæð mamma.
Rólegar og heimakærar
„En svo kom í ljós að Ingileif er líka
mikil fjölskyldumanneskja, heima-
kær og róleg týpa. Þótt hún sé yngri
hef ég aldrei fundið neinn mun.
Ingileif er heilsteypt og ég hef alltaf
upplifað hana á jafningjavelli.
En kannski er það bara ég sem er
svona óþroskuð,“ segir hún bros-
andi. Ingileif bætir við að hún hafi
alltaf verið týpan sem vilji frekar vera
heima en úti á djamminu að athafn-
ast eitthvað misjafnt. „María byrj-
aði snemma að segja að þetta væri
örugglega of mikill pakki; að ég ætti
frekar að vera í heimsreisu og lifa líf-
inu. En það er auðvitað lítið mál að
lifa lífinu og eiga svona snáða líka.
Enda erum við miklir félagar,“ segir
hún og tekur utan um annars hugar
strákinn sem situr við hlið henn-
ar, sem brosir við þessi orð og lík-
lega að fylgjast meira með spjallinu
en hann gefur upp. „Fjölskylda mín
elskar Maríu og Þorgeir og tók þeim
strax opnum örmum. Þetta small
bara allt einhvern veginn. Við erum
með Þorgeir aðra hvora viku og þær
vikur sem hann er hjá pabba sínum
eru oftast hlaðnar verkefnum svo
við getum gert eitthvað skemmtilegt
þegar hann er hjá okkur.“
Hættar í þykjustuleik
Ingileif er fjórum árum yngri en Mar-
ía og því aðeins 22 ára. „Ég heillað-
ist strax af henni og fannst ótrúlegt
að kona með alla þessa sögu væri
komin svona langt en væri samt með
fæturna svona vel niðri á jörðinni,“
segir Ingileif, sem hafði áttað sig á
kynhneigð sinni stuttu áður en þær
hittust. „Loksins meikuðu hlutirnir
einhvern sens. Ég hafði lengi reynt
að vera með strákum, því það var
eitthvað sem samfélagið sagði mér
að gera, en það var alltaf eitthvað
sem stoppaði mig af. Mér hafði alltaf
reynst svo erfitt að opna mig en svo
sprungu allar þessar tilfinningar
sem höfðu verið bældar niður og ég
komst að því að ég var ekkert lokuð
– ég bara kunni ekki að opna á til-
finningarnar.“ María tekur undir og
segist hafa ætlað sér að fá kærustuna
til að opna sig. „Þú varst mjög lokuð
en ég var ákveðin í að ná að opna þig.
Og núna þegar það hefur tekist flæða
tilfinningarnar um allt,“ segir hún
brosandi en bætir svo alvarlegri við:
„Í grunninn snýst þetta um lífsham-
ingju. Við höfum báðar verið í þykju-
stuleik í langan tíma, til að passa
inn í þennan kassa, þetta gagnkyn-
hneigða norm. Maður getur alveg
feikað það en þannig upplifir mað-
ur ekki lífshamingju. Ég vissi ekki að
svona hamingja væri til.“
Átta ára í dag
Aðspurð segist María Rut ekki hafa
gert sér grein fyrir viðbrögðunum við
viðtalinu á sínum tíma en þá hafði
hún verið áberandi í háskólalífinu
og meðal annars formaður Stúd-
entaráðs. „Viðbragðanna vegna varð
þetta allt þess virði. Ég hef kynnst
ótrúlega mörgum og finnst ég eiga
smá í þeim einstaklingum sem hafa
komið til mín og sagt mér að þeir hafi
sagt frá sinni reynslu eftir að hafa les-
ið viðtalið. Þess vegna er ég tilbúin í
að tala um þetta og vera berskjölduð
og leggja hvern einasta júlí undir
Druslugönguna.
Ég er að þessu af hugsjón. Ég væri
ekki hér ef ég hefði ekki sagt frá. Ég
var gjörsamlega að bugast. Ég hef
aldrei séð eftir því að hafa sagt frá.
Það gaf mér líf. Í dag er ég átta ára,
jafngömul syni mínum, sem er fá-
ránlegt að segja. Líf mitt hófst þegar
ég sagði frá,“ segir María, sem var
tólf ára gömul þegar brotin hófust. „Í
fyrsta skipti sem ég upplifði eitthvað
kynferðislegt var þegar ég var mis-
notuð. Öll mín unglingsár vakti ég til
að reyna að koma í veg fyrir að hann
gæti gert þetta við mig. Það er ekk-
ert líf fyrir ungling að fá ekki að sofa.
Ég vissi að þetta væri rangt og þess
vegna fór ég að vaka. Ég reyndi samt
lengi að réttlæta þetta, að hann hefði
ruglast á mér og mömmu og hann
hefði verið fullur. Fyrir mér var kynlíf
lengi eitthvað ógeðslegt.“
Sonurinn bjargaði henni
Eftir þessa ömurlegu lífsreynslu var
kynlíf lengi vel eitthvað ógeðslegt í
huga Maríu. Það er því kraftaverki
líkast að hún varð ófrísk eftir fyrsta
skiptið sem hún svaf hjá þáverandi
kærastanum sínum. „Ég hafði enga
trú á að ég gæti verið ófrísk enda kom
það ekki í ljós fyrr en ég var komin 18
vikur á leið. Þá kom þetta kraftaverk í
ljós. Þorgeir er algjör ljósberi og hans
koma gerði það að verkum að mér
tókst að halda mér uppi þrátt fyr-
ir bullandi áfallastreituröskun fyrstu
tvö árin í hans lífi. Ég hugsaði um
hann og reyndi að vera góð mamma
en átti lítið eftir fyrir sjálfa mig. Ég
man lítið eftir þessum tíma og það
er sárt því við fáum hann ekki aftur.
Þorgeir hefur verið festan í lífi mínu.
Það hefði verið auðvelt að flosna upp
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir eru ungar
og ástfangnar. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við þær um erfiða fortíðina,
skömmina sem fylgir kynferðisbrotum, Druslugönguna, fyrirgefninguna, flóknar
fjölskyldur og ástina sem þær fundu hjá hvor annarri.
„Þetta var ást
við fyrstu sýn“
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is