Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 18
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Ég tilkynni hér með að ég er á
móti kynjakvóta í styrkveitingu
Dagur Kári kvikmyndaleikstjóri, sem blandaði sér í umræðu um styrkveitingar kynjanna nýverið. - DV
D
V er í sparifötunum í dag. Það
þarf mikið að ganga á svo að
DV hrófli við „lógóinu“ sem er
andlit fjölmiðilsins okkar. En
nú gengur einmitt mikið á. Nú eru
Hinsegin dagar og þá fer DV í spari-
fötin eins og flest allir Íslendingar.
Meira að segja Loki snýr upp á sig í
dag.
Hinsegin dagar eru orðin viðtekin
íslensk hátíð. Upphaflega var um að
ræða baráttudaga þar sem homm-
ar og lesbíur lögðu áherslu á kröfur
sínar um aukin réttindi. Þessir dagar
eru ekki lengur einkaeign samkyn-
hneigðra. Þeir eru orðnir miklu
stærri. Hinsegin dagar eru að verða
þjóðareign, eins konar sambland
af 17. júní, 1. maí og degi íslenskrar
tungu. Eins konar jafnréttisdagar eða
jafnvel mannréttindadagar.
Allir sem taka þátt í Hinsegin dög-
um með einhverjum hætti eru í raun
að segja; það eru engir hópar á Ís-
landi. Það eru engir hommar á Ís-
landi. Það eru engar lesbíur á Íslandi.
Á Íslandi eru bara Íslendingar og það
í öllum regnbogans litum.
Það er ánægjuefni að sjá opinbera
aðila taka svo eindregna afstöðu á
þessum dögum. Skólavörðustígurinn
hefur aldrei verið flottari. Regnbog-
inn sem rennur frá kirkju Hallgríms
niður að hjarta borgarinnar er falleg
og afgerandi stuðningsyfirlýsing.
Hvað vantar upp á að Íslendingar
geti verið einn hópur – ein þjóð í einu
landi í þessu samhengi? Eru það
ekki einhverjar sára einfaldar laga-
breytingar sem þarf að gera? Má ekki
bara drífa í því á næsta þingi? Það er
verðugt fyrir stjórnmálamenn að hafa
í huga að allir sem taka þátt í þessum
dögum eru kjósendur að biðja um
jafnrétti. Ef menn vilja vera alvöru
popúlistar þá er þetta kjörið mál.
Umburðarlyndi fæst ekki úti í búð
enda er það ókeypis. Nú er rétti tím-
inn að deila því með náunganum,
hvort sem hann er svona eða hinseg-
in. Kannski bara af því að hann er
Íslendingur og það undir regnbog-
anum. Það er hátíð í bæ. Njótum
hennar og gerum hana að okkar há-
tíð. Til hamingju með hinsegin! n
Hátíð í bæVill Össur forsetastólinn?Það heyrist nú hvíslað að hópur í kringum Össur Skarphéðinsson
þrýsti á um að hann taki slaginn
í forsetakjöri á
næsta ári og verið
sé að kanna jarð-
veginn fyrir því.
Athygli vakti að
Andrés Jónsson,
almannateng-
ill og fyrrverandi
formaður Ungra jafnaðarmanna,
birti í fyrradag mikla lofræðu um
Össur á Facebook-síðu sinni.
Andrés segir að Össur elski fólk og
tali við alla, hann sé dálítill refur,
hann hafi verið fljótur að tileinka
sér Facebook, hann hafi farið frá
því að vera umdeildur í að vera
feikivinsæll og að hann hafi þrosk-
ast. Andrés lýkur svo skrifum sín-
um á því að segja að hann sé ekki
að hvetja Össur til framboðs í neitt
embætti. Ýmsir telja þó að hann
sé einmitt að því.
Þjóðviljinn endurvakinn?
Frá því að fjölmiðillinn Stundin
hóf starfsemi sína fyrir fáeinum
mánuðum hefur miðlinum tek-
ist að marka sér algjöra sérstöðu
þegar kemur að pólitískri slag-
síðu í efnistökum sínum. Andr-
és Magnússon, blaðamaður og
fjölmiðlarýnir á Viðskiptablað-
inu, bendir þannig á í vikulegum
pistli sínum að „enginn miðill á
Íslandi [reki] jafngrimma pólitík á
fréttasíðum sínum og Stundin og
sennilegast þarf að leita aftur til
Þjóðviljans til þess að finna ann-
að eins“.
Þá skrifar Andrés: „Pólitíkin
er þó bara eins og hún er, en hitt
er verra hvað Stundin getur verið
skrýtin, beisk og beinlínis biluð í
sumum málum. Eins og varðandi
DV,“ og vísar þar til fréttaflutn-
ings Stundarinnar um að Jón Ótt-
ar Ragnarsson skuldi blómabúð
peninga á sama tíma og hann hafi
fjárfest í DV fyrr á árinu.
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
Hafið samband og fáið verðtilboð.
Dráttarbeisli á flestar gerðir bíla.
Saltfiskur og Geysir
É
g hef oft velt því fyrir mér
hvað það er heppilegt hversu
vel okkur Íslendingum er við
útlendinga. Ég man t.d. eftir að
hafa heyrt fólk, sem var tengt
sjávarútvegi, tala svo afskaplega
fallega um Afríkufólk sem keypti af
okkur skreið og hausa, eða Spán-
verja sem keyptu af okkur saltfisk
og svo má lengi telja. Meira að segja
þegar bræðslulyktina lagði yfir bæi
og sveitir urðu menn sposkir á svip
og töluðu um peningalykt því að
þetta væri nú lyktin af úrgangsfiski
og afurðina keyptu útlendingar og
legðu okkur þannig til gjaldeyri.
Mér fannst peningalykt vond og
ég fann aldrei viðlíka vonda lykt fyrr
en ég fann lykt af skúnki. Það var í
Kanada. Þegar ég var barn lögðu
útlendingar okkur til gjaldeyri með
því að kaupa fisk í hvaða formi sem
var. Núna hugsum við hlýlega til
útlendinga því þeir eru hér á landi
og strauja kortin sín svo hressilega
að Seðlabankinn gleðst. Þeir eyða
milljörðum líklega í uppstoppaða
lunda og lopapeysur og Iceland
Airwaves. Þá er ekki verra að hafa
vaxandi atvinnuveg, nú þegar störf-
um fækkar til sjós og lands. Loks er
ferðamannaiðnaðurinn kröfuharð-
ur um menntun. Menn þurfa t.d. að
kunna útlensku. Og jafnvel fleira.
Þegar ég var orðinn sigldur og
uppgötvaði að hinn stóri heimur
umlyki Ísland en ekki öfugt þá játa
ég að mér fannst þessi fiskigjaldeyr-
isviðhorf heldur heimóttarleg.
Mér líður satt að segja svolítið
eins og heimóttarlegheitin séu að
leggjast á okkur aftur. Núna eru fjöl-
miðlar fullir af fréttum um túrista.
Þeir flæða svo um allt að við erum
farin að óttast að þeir þvælist hver
fyrir öðrum og hitti enga Íslendinga.
En þó tók steininn úr og loks
var fréttin af John Travolta topp-
uð. Fréttin þar sem hann var spurð-
ur hvernig honum líkaði landið á
sama augnabliki og hann steig út úr
flugvélinni.
Það var þegar ágætur fréttamað-
ur ágætrar fréttastofu, stillti sér upp
við horn Pósthússtrætis og Austur-
strætis og spurði fólk hvort það væri
útlenskt eða íslenskt.
Eins og lítil frænka mín sagði um
daginn: Oh my god ... n
Magnús Þorkelsson
skólameistari Flensborgarskóla
Kjallari „Mér líður satt
að segja svolítið
eins og heimóttarleg-
heitin séu að leggjast á
okkur aftur.
„Hinsegin dagar eru
að verða þjóðar-
eign, eins konar sambland
af 17. júní, 1. maí og degi ís-
lenskrar tungu. Eins konar
jafnréttisdagar eða jafn-
vel mannréttindadagar.
MynD MAgnúS HelgASon
Leiðari
eggert Skúlason
eggert@dv.is
Ísland varð hluti af
alþjóðasamfélaginu
Sigga Kling í stjörnuspá vatnsberans fyrir ágústmánuð. - visir.is
Bíddu, hvaða
rugl er þetta?
Helgi Seljan um umfjöllun Eyjafrétta um umfjöllun Vikuloka um ummæli Páleyjar í Eyjum. - visir.is