Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 7.–10. ágúst 201512 Fréttir V A R M A D Æ L U R 19 dBA *Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. sen dum frÍ tt Út Á l and * Dópaður og ekki í belti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið á Hringbraut á tíunda tímanum á miðvikudags- kvöld. Í ljós kom að ökumaðurinn var ekki í öryggisbelti og auk þess undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni í fórum sínum. Þá stöðv- aði lögregla einnig ökumann á Vesturlandsvegi síðar sama kvöld en sá er grunaður um akstur und- ir áhrifum fíkniefna. Loks hafði lögregla afskipti af manni á Aust- urvelli á miðvikudagskvöld vegna vörslu fíkniefna. Fann á sér að hann myndi vinna Þrjátíu og sjö ára fjölskyldufað- ir varð 45,2 milljónum króna rík- ari á laugardag eftir að hafa setið einn að fyrsta vinningi í lottóinu. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að maðurinn hafi stofnað áskrift sína fyrir ekki svo löngu síðan og hann hefði fundið á sér að hann væri að fara að vinna í lottóinu. Hann hefði þó aldrei grunað að rúmar 45 milljónir biðu handan við hornið. Maðurinn kíkti morguninn eftir útdráttinn á netið og athug- aði hvort hann hefði fengið tölvu- póst vegna vinnings. Hann sá þó ekkert frá Íslenskri getspá og hugsaði því með sér að vinn- ingurinn kæmi bara næst. Stuttu síðar fékk hann hið örlagaríka símtal frá framkvæmdastjóra Ís- lenskrar getspár um að hann hefði unnið þann stóra. Þ rír starfsmenn úr fyrir- tækjaráðgjöf MP banka hafa hætt þar störfum og ráðið sig til orkufyrirtæk- isins Arctic Green Energy Corporation, áður Orka Energy, sem sérhæfir sig í uppbyggingu og rekstri á hitaveitum og jarðhita- virkjunum í Asíu, einkum í Kína. Í þeim hópi er Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri fjár- festingafélagsins Milestone, en hann hefur nýlega tekið við starfi forstjóra Arctic Green Energy. Þá hafa Jón Óttar Birgisson, sem hef- ur gegnt stöðu forstöðumanns fyr- irtækjaráðgjafar MP banka síðustu ár, og Guðjón Kjartansson einnig gengið til liðs við orkufyrirtækið. Áður höfðu þremenningarnir jafn- framt starfað saman í fyrirtækjaráð- gjöf Saga fjárfestingabanka en fóru yfir til MP banka undir árslok 2011 þegar bankinn keypti fyrirtækjaráð- gjöf Saga. Brotthvarf þeirra frá MP banka kemur á sama tíma og bankinn sameinaðist Straumi fjárfestinga- banka undir lok júnímánaðar. Við þá sameiningu var tólf starfsmönn- um sagt upp störfum í hagræðingar- skyni. Guðmundur tekur við forstjóra- starfinu í kjölfar þess að breytingar urðu á eignarhaldi Orku Energy í lok maí og nafni þess breytt í Arct- ic Green Energy Corporation (AGEC). Þá var nafni félagsins Orka Energy China, dótturfélag AGEC, sömuleiðis breytt í Arctic Green Energy China (AGE China). Eins og greint var frá í frétt DV þann 12. júní sl. þá hafði Guðmund- ur tekið sæti í stjórn AGE China í maí. Á sama tíma settist Jóhann- es Sigurðsson, hæstaréttarlögmað- ur hjá lögmannsstofunni Fjeldsted & Blöndal, í stjórn AGEC og AGE China, auk þess sem Fanglu Wang, framkvæmdastjóri kínverska fjár- festingarsjóðsins CITIC Capital, tók sæti í stjórn AGE China. Jóhannes, sem var um tíma aðstoðarforstjóri Milestone, sagði þá í samtali við DV að hvorki hann né Guðmundur væru hluti af nýja eigendahópnum. Samstarf við orkurisa Orka Energy, sem í dag heitir Arctic Green Energy, var stofnað 2011 og hefur verið í eigu innlendra og er- lendra fjárfesta, þar á meðal Hauks Harðarsonar, stofnanda fyrirtækis- ins, og Harðar Harðarsonar, bróð- ur Hauks, og Orku Energy Pte Ltd, félags með skráð heimilisfesti í Singapúr. Haukur er í dag stjórnar- formaður AGEC og AGE China. Arctic Green Energy China hét upphaflega Enex-Kína og var til ársins 2011 í eigu Orku- veitu Reykjavíkur og Geysis Green Energy. Nokkrum mánuðum eft- ir stofnun Orku Energy keypti fé- lagið Enex-Kína. Kaupverðið var ekki gefið upp en fram kom í um- fjöllun Kjarnans í apríl sl. að verðið hafi verið 1,6 milljarðar miðað við það verð sem Orkuveitan fékk fyr- ir tæplega fimmtungshlut sinn. Var hluturinn ekki seldur í opnu sölu- ferli. Samkvæmt síðasta birta árs- reikningi AGE China hagnaðist fé- lagið um 476 milljónir króna árið 2013 og námu eignir þess 4,3 millj- örðum. AGE China á 49% hlut í kín- versku félagi sem heitir Sinopec Green Energy Geothermal Development (SGE) og vinnur að þróun og rekstri jarðvarmaorku- verka í Kína. Kínverska orkufyrir- tækið Sinopec, stærsta fyrirtæki landsins og eitt hið stærsta í heim- inum, heldur hins vegar á 51% hlut í félaginu. Tekjur Sinopec voru yfir 450 milljarðar Bandaríkjadala á síðasta ári. Tengsl við ráðherra Í umfjöllun DV í júní síðastliðn- um kom fram að fjölmiðlaumfjöll- un um tengsl fyrirtækisins við Ill- uga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi ekki verið ástæða þess að ráðist var í fyrrnefndar nafnabreytingar. Samskipti Illuga og Orku Energy komust í hámæli í apríl síðastliðn- um eftir að fjölmiðlar greindu frá þátttöku nokkurra fulltrúa fyrir- tækisins í opin- berri heimsókn menntamála- ráðherrans til Kína. Illugi sagðist í kjöl- farið engra fjár- hagslegra hags- muna eiga að gæta í tengsl- um við starfsemi orkufyrirtækis- ins en benti á að hann hefði starfað fyrir það eftir að hann vék af þingi í apríl 2010. Í við- tali við fréttastofu RÚV í lok apríl greindi Illugi frá því að hann hefði selt Hauki íbúð sína við Ránar- götu vegna fjárhagserfiðleika. Síð- ar var sagt frá því að Illugi hefði selt íbúðina, sem hann leigir nú af Hauki, eftir að hann var skipaður menntamálaráðherra. Illugi hef- ur ávallt fullyrt að hann hafi hætt störfum fyrir Orku Energy eftir að hann settist aftur á þing í lok árs 2011 og ítrekað hafnað því að um óeðlileg hagsmunatengsl hans við fyrirtækið sé að ræða. Sýknaður af ákæru Guðmundur Ólason, ásamt bræðr- unum Karli og Steingrími Wern- erssyni, fyrrverandi aðaleigendum Milestone, var undir lok síðasta árs sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum ákæruliðum sérstaks sak- sóknara vegna meintra umboðs- svika. Höfðu þeir verið ákærðir fyrir að hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að greiða Ingunni Werners- dóttur, systur Karls og Steingríms, um 4,8 milljarða króna út úr Mile- stone á árunum 2006 og 2007 til að losa hana undan eign sinni í fé- laginu. Í janúar á þessu ári var greint frá því að ríkissaksóknari hefði áfrýj- að dómnum til Hæstaréttar. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Jón Óttar Birgisson Guðjón Kjartansson Nýr forstjóri Guðmundur Ólason hefur hætt í fyrirtækja- ráðgjöf MP banka og tekið við Arctic Green Energy. Guðmundur Ólason og tveir aðrir úr fyrirtækjaráðgjöf MP banka til orkufélagsins Fyrrverandi forstjóri Milestone stýrir Arctic Green Energy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.