Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 39
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Fólk 39 PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr. Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal okkar að Draghálsi 14-16. Gæði fara aldrei úr tísku Hipsteramarkaður sumarsins Árni Sveins selur góss Á rni Sveinsson, sem vill ekki kannast við að vera æðsti- prestur íslenskra hipstera, stendur fyrir spennandi úti- markaði á laugardaginn. Hann segist vera hálfgerður „hoarder“ og er búinn að sanka að sér ýmiss konar drasli gegnum tíðina. „Hug- myndin kviknaði í vorhreingerningu sem ég gerði í geymslunni. Ég fann að ég þurfti að losa út. Af hverju þarf ég til dæmis þrjú bollastell?“ Árni ætlar líka að selja utan af sér spjarirnar en nágrannar hans í 101 þurfa þó ekki að óttast að hann sé að fara að ganga í jakkafötum dags dag- lega. „Ég á svo mikið af fínum föt- um sem ég nenni ekki að nota. Ég vil frekar deila þessum gersemum en að vera stöðugt að þvo og brjóta saman föt.“ Plöturnar eru samt sérgrein Árna hvað söfnunaráráttuna varðar. Hann áætlar að hann eigi um 8.000 plötur, enda var hann vinsæll plötusnúður í 15 ár. „Ferillinn er löngu á enda en plöturnar hafa hlaðist upp hjá mér og ég á jafnvel nokkur eintök af sömu plötunum.“ Ýmsir gripir með söfnunargildi munu leynast á markaðnum sem verður til húsa í portinu á Bergstaða- stræti 7, við hliðina á Kramhúsinu. „Þarna verður alls konar gúmmilaði í boði. Ég get til dæmis nefnt tvöfalda VHS-pakkann Leiðin að gullinu, sem er í óopnuðum umbúðum og fjallar um B-heimsmeistaramótið í hand- bolta árið 1989, þar sem Ísland vann gull. Svo verða þarna til sölu forláta inniskór frá Doha, sem gætu hæg- lega verið gæddir töframætti, plakat frá Sovétríkjunum sálugu sem fjall- ar um komu Nixons þangað 1972, og ekki má gleyma Motown-safninu sem gefið var út 1970 og inniheld- ur fimm plötur í kassa – þann pakka getur enginn plötusafnari með sjálfs- virðingu látið fram hjá sér fara. Ekki má svo gleyma alvöru flugmanna- búningnum í anda Catch me if you can, fyrir þá allra ævin týraþyrstustu.“ Mikill markaðshugur er í Árna, en hann segir að verði verði stillt í hóf og að prútt og tilboð séu kærkomin. n Nauðsyn í VHS-safnið Tveggja spólu safn um handboltaafrek íslenska karlalandsliðsins 1989. Rimlarokk Goðsagnakennd plata sem verður til sölu á laugardaginn. Hipsterabúningur Þennan jakka kannast miðbæjarbúar eflaust við! Árni og framtíðar-Árni í Ikea Um daginn hitti Árni framtíðarútgáfu af sjálfum sér í Ikea. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.