Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 34
Helgarblað 7.–10. ágúst 201534 Menning
Allt á einum stað:
Prentun, merkingar og frágangur.
Inni- og útimerkingar.
Segl- og límmiðaprentun.
Ljósmynda-, striga- og segulprentun.
Textaskraut, sandblástur,
GSM hulstur og margt fleira...
Púttað fyrir pari
Dómur um tölvuleikinn Rory McIlroy PGA Tour á PS4
G
olfþyrstir tölvuleikjaspilar-
ar hafa þurft að bíða í nokk-
uð langa stund eftir nýjum
golfleik frá EA Sports. Sú bið
tók enda á dögunum þegar Rory
McIlroy PGA Tour kom út og tók
norður-írski kylfingurinn þar með
við keflinu af Tiger Woods sem andlit
PGA-leikja EA.
Sem fyrr geta leikmenn brugðið
sér í hlutverk margra af þekktustu og
bestu kylfingum heims og spreytt sig
á flottum golfvöllum beggja vegna
Atlantsála. Þá geta leikmenn byrjað
eigin atvinnuferil, bætt sig hægt og
rólega og keppt á stórmótum. Night
Club Challenge er nýjung í leiknum
en þar er hægt að spreyta sig á ýms-
um þrautum í skjóli nætur á neon-
lýstum völlum. Þá er að sjálfsögðu
hægt að spila í gegnum netið.
Rory McIlroy PGA Tour hefur sína
stóru kosti en einnig stóru galla. Fyrir
það fyrsta er spilun leiksins fumlaus
og grafíkin flott. Leikurinn er býsna
raunverulegur og vellíðunartilfinn-
ingin þegar þú sérð boltann þjóta í
gegnum loftið eftir upphafshöggið
er jafnvel enn betri en í fyrri leikjum.
Þó svo að spilunin sé flott veldur
leikurinn talsverðum vonbrigðum
á öðrum sviðum. Aðeins átta alvöru
vellir eru í boði og fjórir fantasíu-
vellir, þar á meðal einn sem byggir á
Battlefield-byssuleik EA Sports eins
furðulega og það hljómar. Í síðasta
leik fylgdu 20 vellir með í kaupunum.
Fleiri vellir verða í boði með tíð og
tíma en þá þarf að kaupa aukalega.
Þá eru nokkrir fítusar sem voru í
boði í síðasta leik ekki lengur til stað-
ar, fyrir utan þá staðreynd að vellirnir
og kylfingarnir sem hægt er að spila
eru færri en í síðasta leik. Pakkinn er
skemmtilegur og lítur vel út en inni-
haldið gæti verið svo miklu, miklu
meira. Hér er í besta falli púttað fyr-
ir pari. n
Flott grafík Pakkinn er flottur en inni-
haldið er heldur rýrt.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Tölvuleikur
Rory McIlroy PGA
Tour
Tegund: golfleikur
Spilast á: Playstation 4
Listin að selja plötur, listin að selja stelpur
Japanska stúlknasveitin AKB48 er eitt áhugaverðasta menningarfyrirbæri 21. aldarinnar:
S
túlknasveitir hafa verið smíð-
aðar af popptónlistarmógúl-
um og toppað vinsældalista
allt frá The Supremes til Nylon
(eða The Charlies), frá Three
X sisters til Spice Girls – en Japanir hafa
opnað nýjar víddir í slíkri menningar-
framleiðslu með popphersingunni
AKB48. Hljómsveitin er ekki bara fjöl-
mennasta poppsveit heims – sam-
kvæmt heimsmetabók Guinness
– heldur hefur tekist, með óvenjuleg-
um og umdeildum markaðsaðferðum
(sem hafa leitt af sér ásakanir um ein-
okunartilburði og jafnvel barnaklám)
að gera sveitina eina þá allra sölu-
hæstu í heiminum.
AKB48 seldi fleiri plötur en nokk-
ur hljómsveit í Japan árið 2013, er
söluhæsta kvenhljómsveit allra tíma
í landinu og síðustu tuttugu og sjö
smáskífur sveitarinnar hafa farið
beint á topp japanska vinsældalist-
ans. Tónlistin er fjöldaframleitt og
formúlukennt tyggjókúlupopp en
með ótrúlegum markaðsbrellum hef-
ur hugmyndasmiðurinn, Yasushi
Akimoto, skapað nýja tegund menn-
ingarframleiðslu og eitt sérstæðasta
poppmenningarfyrirbæri 21. aldar-
innar.
Stjörnur sem þú getur snert
AKB48 er sprottin úr kolli tónlistar-
mógúlsins og textasmiðsins Yasushi
Akimoto sem hafði áður verið á bakvið
stúlknasveitina Onyanko Club. Þegar
sveitin var stofnuð árið 2005 var hug-
myndin að minnka fjarlægðina milli
poppstjarna og aðdáendanna – skapa
„átrúnaðargoð sem þú getur hitt“.
Í stað þess að skapa poppstjörn-
ur sem héldu stórtónleika endrum og
sinnum vildi hann að fólk gæti séð þær
spila daglega, en það gerir AKB48 á
eigin 200 gesta leikhússviði í tækni- og
teiknimyndanördahverfinu Akihabara
í Tókíó (þaðan kemur fyrri hluti nafns-
ins AKB). Þá skyldu vera haldnir tíðir
handabandsfundir þar sem aðdáend-
ur gætu komið, hitt og tekið í höndina
á uppáhaldsmeðlimum sínum.
Upphaflega áttu stelpurnar að vera
48 (seinni hluti nafnsins) en sveitin
hefur vaxið og eru nú yfir hundrað
unglingsstelpur viðriðnar AKB og
systursveitir. Þær skiptast upp í nokkur
teymi – hvert með sín einkenni og stíl
– sem skiptast á að skemmta á sviðinu
í Akihabara, syngja inn á plötur og
koma fram í myndböndum.
Ekki endilega hæfileikaríkar
Akimoto sagði í viðtali við CNN (því
eina sem hann hefur gefið vestræn-
um fjölmiðlum) tilganginn ekki vera
að finna óuppgötvaðar stjörnur eins
og í American Idol heldur að sjá þær
verða til. Þannig séu stelpurnar ekki
endilega sérstaklega hæfileikaríkar,
heldur einfaldlega venjulegar stelp-
ur. AKB48 er stærra fyrirbæri en ein-
staka meðlimir. Stelpurnar eru valdar
inn í áheyrnarprufum og fá þá stöðu
„lærlinga“ en verða svo fullgildir með-
limir ef þær sanna sig. Þær sem eru
orðnar of fullorðinslegar „útskrifast“
svo með pomp og prakt.
Rúmlega eitt þúsund lög hafa ver-
ið á lagalista hljómsveitarinnar á þeim
áratug sem hún hefur verið starfandi.
Þetta er formúlukennt tyggjókúlu-
popp, næstum alltaf hresst með háum
skrækum stúlknaröddum sem syngja
í kór. Oft á tíðum eru kynferðislegir
undirtónar í textum og tónlistarmynd-
böndum. Í myndböndum og á sviði
eru stór fjöldadansatriði og skóla-
stelpubúningarnir aldrei langt undan.
Listin að selja plötur
Snilldin við AKB48 er ekki listræns eðl-
is, það er ekki tónlistin eða hæfileikar
stúlknanna sem gerir það að verkum
að skrifað er um sveitina á menningar-
síðu DV heldur viðskiptamódelið.
Hvernig tekst AKB48 að selja svo mik-
ið af plötum þegar almennri plötusölu
hrakar í Japan líkt og annars staðar í
heiminum?
Svarið er að sveitin býður upp á
meiri og fjölbreyttari – og þar með
sterkari – tengsl aðdáenda (sem kalla
sig yfirleitt frekar „stuðningsmenn“)
og átrúnaðargoðanna.
Eitt herbragðið hefur verið að gefa
út plötur í fjölmörgum ólíkum útgáf-
um, til að höfða til safnara sem vilja
eignast allt, og enn fremur að bjóða
upp á óvænta glaðninga í hulstrum
diskanna. Í geisladiskahulstrum leyn-
ast þannig aðgangsmiðar á bæði tón-
leika og viðburði þar sem aðdáend-
ur fá að hitta og spjalla við stelpurnar
í eigin persónu – því fleiri diska sem þú
kaupir því fleiri stelpur færðu að hitta
og því oftar. Þetta eru stjörnur sem þú
færð að komast í snertingu við.
Árið 2008 leyndust 44 mismunandi
plaköt af sveitinni í hulstrum smáskíf-
unnar Sakura no Hanabiratachi, eitt í
„Vegna þess hversu
sætar stelpurnar
eru, felst aðdráttaraflið
fyrir suma að ímynda sér
þær sem kærustur sínar
eða átrúnaðargoð.
Stærsta poppsveit heims AKB48 er
fjölmennasta poppsveit heims en einnig ein
sú söluhæsta á undanförnum áratug.
Metsölulisti
Eymundsson
29. júlí–4. ágúst 2015
Íslenskar bækur
1 Konan í lestinniPaula Hawkins
2 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson
3 Íslenski vegaatlasinn Ýmsir
4 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante
5 Blóð í snjónumJo Nesbø
6 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson
7 NicelandKristján Ingi Einarsson
8 Hamingjuvegur Liza Marklund
9 Ljós af hafiM.L.Stedman
10 Krakkaskrattar Anne Cathrine Riebnitzsky