Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 8
Helgarblað 21.–24. ágúst 20158 Fréttir Þ órir Karlsson er Íslending- ur búsettur í Bretlandi en hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Coventry fyrir rúmu ári síðan, eða þegar eigin- kona hans hóf doktorsnám þar ytra. Til að sjá fyrir fjölskyldunni, en þau hjón eiga þrjú börn sem öll eru yngri en tíu ára, ákvað Þórir að hefja störf í vöruskemmu en starfið fékk Þórir í gegnum vinnumiðlun. Starfið, sem átti að gera fjölskyldunni lífið auð- veldara, reyndist þó vera þungbært og framkoma yfirmanna gagnvart starfsmönnum var með ólíkindum. Þórir setti sig í samband við DV eftir að grein birtist á dv.is um slæma meðferð á starfsmönnum í vöru- skemmum Amazon í Bretlandi. Þór- ir starfaði að vísu ekki hjá Amazon en segir sögu sína svipa mikið til þeirra sem starfsmenn Amazon sögðu frá. „Fréttin heggur ótrúlega nærri þeirri lífsreynslu sem ég er búinn að ganga í gegnum síðasta árið,“ segir Þórir. Starfsfólki hótað daglega Þórir fékk starf nálægt heimili fjöl- skyldunnar hjá fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í sölu á ýmsum útvistarbúnaði, reiðhjólabúnaði og aukahlutum fyrir bíla. Hann taldi sig í fyrstu hafa verið heppinn að fá vinnuna, sem var átta tíma vaktavinna. „Ég réð mig á næturvaktir til að geta komið börnunum í skólann á morgnana. Þetta var erfitt fyrstu dag- ana og ég var eiginlega í sjokki yfir því hvernig komið var fram við starfs- menn. Á hverju einasta kvöldi var haldinn starfsmannafundur, með yfir 100 starfsmönnum, þar sem verkstjór- ar hreinlega helltu sér yfir starfsfólk. „Ef þið reynið að fara fimm mín- útum fyrr í kaffi þá verðið þið rekin,“ var sagt á mínum fyrsta starfsmanna- fundi,“ segir Þórir en hver fundur var um tíu mínútur. „Svona var þetta í þá átta mánuði sem ég starfaði þarna. Á hverju einasta kvöldi var hótað að reka fólk og menn látnir fara fyrir litlar sem engar sakir.“ „Horft á mig eins og ég væri glæpamaður“ Þórir hafði áður starfað sem yfirmað- ur í vöruhúsi hér á landi í fimm ár og lét hann yfirmenn sína í Bretlandi vita af því og spurði hvort að þeir vildu nýta sér þekkingu hans. „Nú var ég kominn á gólfið og það var horft á mig eins og ég væri glæpa- maður. Ég þurfti að vinna í fimm klukkutíma stanslaust frá því að ég mætti. Mér var sagt að ef ég sett- ist niður þá yrði ég rekinn. Það voru engar pásur fyrir utan hálftíma mat- arhlé. Það er ætlast til þess að starfs- fólk vinni í átta tíma en þeir fá þó að- eins borgaða sjö og hálfan tíma, þar sem matartíminn er dreginn frá og hann er ekki borgaður.“ Á þeim tíma sem Þórir starf- aði í vöruskemmunni vann hann meðal annars á föstudaginn langa, páskadag, aðfangadag og annan í jól- um. Hann fékk ekki borgað aukalega fyrir þá daga. Verkalýðsfélög bannorð í eyrum alvaldsins Að lokum var Þóri sagt upp, en það var eftir að hann gat ekki lagað sig að breyttu vaktafyrirkomulagi sem boð- að var með mjög stuttum fyrirvara. „Einn daginn komu yfirmenn og tilkynntu að það yrðu vaktabreytingar. Planið breyttist úr átta tíma vöktum yfir í tólf tíma vaktir þar sem unnið yrði í lengri lotum og á móti myndi starfs- fólk fá lengri frí. Ég sagði þeim að þetta myndi ekki henta og benti á ýmsa galla sem ég sá við þetta nýja vaktaplan. Ég var kallaður fífl og var svo rekinn ásamt mörgum öðrum.“ Þórir segist furða sig á hversu stutt verkalýðsbaráttan sé komin í Bret- landi. Yfirmenn séu hreinlega alvald- ar og er réttur þeirra verndaður með lögum. Það að kjósa um breytingar yrði aldrei í boði enda segir Þór- ir að slíkar ákvarðanir hafi komið starfsmönnum á gólfi ekki við. „Mér var sagt að ef ég nefndi orðið verkalýðsfélag við þá yrði ég rekinn á staðnum,“ segir hann. Vinnumiðlun veitir vinnu en engin réttindi Eins og fyrr segir réði Þórir sig til vinnu hjá vöruskemmunni í gegn- um vinnumiðlun. Hann segir að flestir sem komi til landsins í leit að vinnu nýti sér slíka þjónustu til að fá sitt fyrsta starf. Þórir segir að þótt slík þjónusta finni starf fyrir viðkomandi sé afar vafasamt að þiggja það, eins og hann komst sjálfur að. „Ef þú færð starf í gegnum vinnu- miðlun þá ertu í raun lánaður frá þeim. Af þeim sökum fara 20 prósent af launum þínum til vinnumiðlun- arinnar auk þess sem þú ert algjör- lega réttindalaus og það má reka þig hvenær sem er. Ef starfsmenn veikjast eru þeir bara reknir, sem dæmi. Yfir- menn sjá að það eru margir að leita að vinnu, sérstaklega að láglauna- vinnu, og nýta sér það,“ segir Þórir en hann var með um rúmlega sjö pund á tímann í laun, sem gerðu um 1.100 pund á mánuði í heildarlaun. Annar sirkus í kringum vel launuð störf Þórir segir að eiginkona hans, sem er háskólamenntuð, hafi einnig átt erfitt með að finna starf og á endanum, eftir að doktorsnáminu lauk, tók hún starfi sem hæfir ekki hennar menntun. Þór- ir segir að eiginkona hans hafi fengið að kynnast annarri, furðulegri hlið af breskum vinnumarkaði. „Að sækja um vinnu hérna í Bret- landi er grín. Konan mín fór í fjölda viðtala fyrir störf sem voru auglýst sem vel launuð yfirmannsstörf en svo þegar hún var boðuð í viðtal kom hins vegar allt annað í ljós. Í einu tilfelli átti hún að ganga á milli húsa og safna pening fyrir hundaathvarfi í sjö tíma á dag og það fyrir mun minni laun en var auglýst. Hún fékk þau svör að hún þyrfti að byrja í þessu og svo eftir nokkur ár gæti henni verið boðin yf- irmannsstaðan sem var auglýst. Þetta gerðist trekk í trekk,“ segir Þórir. Þórir er nú heimavinnandi með börnin og segist ekki ætla aftur út á vinnumarkaðinn fyrr en eftir að skól- ar hefjast hjá börnunum í haust. Þótt vinnumarkaðurinn hafi reynst hon- um og eiginkonu hans erfiður fyrsta árið segir hann þó ýmsa kosti við bú- setuna í Bretlandi. „Breska samfélagið er ágætt fyrir barnafjölskyldu, barnabætur eru sem dæmi betri en heima. Þá fengum við aldrei húsaleigubætur á Íslandi þar sem við vorum með ágætis tekjur. Hér fáum við hins vegar allt að 75 til 80 pró- sent af allri leigunni í húsaleigubætur en eftir því sem launin hækka lækka bæturnar,“ segir Þórir að lokum en hann hefur þegar fengið boð um nýja vinnu sem hann segist vera að íhuga. n dk Viðskiptahugbúnaður - Þróaður fyrir íslenskar aðstæður - Öruggur, einfaldur í notkun og veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins - Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér þjónustu okkar dk POS afgreiðslukerfið - Hraðvirkt og einfalt í notkun - Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag - Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt dk Vistun - Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna - Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta dk hugbúnaður Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is Íslenskur hugbúnaður í 16 ár Veldu íslenskan hugbúnað „Kallaður fífl og var reKinn“ n Íslendingur í breskri þrælakistu n Í líkingu við sögu starfsmanna Amazon Johann Skúli Björnsson johannskuli@dv.is „Ef þið reynið að fara fimm mínút- um fyrr í kaffi þá verðið þið rekin Þórir Karlsson Flutti með fjölskyldu sinni til Bretlands fyrir rúmu ári þegar eiginkona hans (á mynd), Patience, fór í doktorsnám til Coventry.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.