Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Qupperneq 10
Helgarblað 21.–24. ágúst 201510 Fréttir M ikil umræða hefur skapast um ójafnt kynjahlutfall í kvikmyndagerð en mark- mið námskeiðisins er að takast á við vandann á frumstigi,“ segir Dögg Mósesdótt- ir, kvikmyndagerðarkona og ann- ar aðstandenda sumarnámskeiðs í kvikmyndun, fyrir stelpur á fram- haldsskólaaldri, sem ber yfirskriftina Stelpur skjóta. Síðustu misseri hefur mikið verið rætt um hvort setja skuli kynjakvóta á úthlutanir úr Kvikmyndasjóði. Leik- stjórinn Baltasar Kormákur hefur meðal annars talað fyrir því að hlutur kvenna verði aukinn í íslenskri kvik- myndagerð, framlög til sjóðsins verði meiri og aukningin fari til kvennanna. Bæði Dögg og Laufey Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar, telja umræðuna nauðsynlega en slá þó báðar varnagla við kynjakvóta sem eina úrræðinu við ástandinu. Ekki sé síður mikilvægt að hvetja stelpur á mikilvægum mótun- arárum til að segja sögur sínar í gegn- um kvikmyndun og íhuga þannig kvikmyndagerð sem framtíðarstarf. Stelpur fái áhuga á kvikmynda- gerð „Við viljum efla stelpur á þessum aldri þannig að þær fái áhuga á kvikmynda- gerð og finni fyrir því að þær tilheyri þessum heimi, sem þær virðast oft ekki gera,“ segir Dögg. Síðustu vikur hafa átján stelpur unnið hörðum höndum við að vinna að gerð stuttmynda á námskeiðinu sem sýndar verða við hátíðlega athöfn á kvikmyndahátíðinni RIFF. „Hugmyndin er sprottin út frá skýrslu menntamálaráðuneytisins þar sem fram kom að strákar í framhalds- skólum séu yfirgnæfandi meirihluti í kvikmyndaklúbbum,“ segir Dögg og bætir því við að þegar skoðuð eru myndbönd sem gerð eru af krökkum í nemendafélögum framhaldsskóla séu það yfirleitt strákar sem að gerð þeirra standa og þau verði í kjölfarið fremur karllæg. „Stelpurnar eru hafðar með í myndunum til að styðja við hlutverk strákanna og það sendir slæm skila- boð, oft frekar kynferðisleg.“ Karlarnir hleypi konum að „Það þarf að hvetja stelpur og ungar konur til að vera með. Stelpur geta verið viðkvæmir listamenn og því getur maður þurft að nálgast þær með öðrum hætti. Konur þurfa meiri hvatningu en karlarnir,“ segir Dögg. „Það má segja að konur hafi ver- ið hálfgerðar boðflennur í þessum heimi enda hafa þær verið í minni- hluta. Því er mikilvægt að hafa kven- fyrirmyndir. Skilaboð kvikmyndasam- félagsins eru þau að konur eru ekkert mjög sýnilegar í þessum heimi og því eiga konur erfiðara með að spegla sig í honum.“ Það mikilvægasta sé að kon- ur fái hvatningu og karlarnir hleypi þeim að. Kynjakvóti væri neyðarúrræði „Það er jákvætt hve mikið hefur ver- ið rætt um stöðu mála en hins vegar finnst mér kynjakvóti vera algjört neyðarúrræði. Við erum öll sammála um að það þurfi að verða einhverj- ar breytingar, hvor sem það yrði með kynkvóta eða einhverri aðgerðaáætl- un, eitthvað þarfa allavega að gera. Þá er ekki síður mikilvægt að búa til hvata fyrir stelpur til að taka þátt, þar á með- al með námskeiðum á borð við Stelp- ur skjóta.“ Fáar konur sækja um styrki „Kvikmyndamiðstöð glímir við þann vanda að fá færri umsóknir frá konum en körlum. Vandamálið er því ekki að verkefni karla séu valin fram yfir verk kvenna,“ segir Laufey. Hlutfallslega séu fleiri konur en karlar sem fá styrk frá Kvikmyndamiðstöð miðað við um- sóknir. „Vandinn er ekki bara körlunum að kenna, konur hafa ekki verið nógu framsæknar.“ Hún segir að ef til kynjakvóta kæmi í kvikmyndagerð yrði hrist upp í ákveðinni vanahugsun. „Kynjakvóti er hins vegar ekki eina leiðin held- ur er það möguleiki sem hægt væri að skoða. Það sem er ekki síður mik- ilvægt er að konur séu hvattar áfram. Hvatningin þarf að koma bæði inn- an og utan frá geiranum. Til dæmis úr skólakerfinu eða námskeiðum.“ Stelpur skjóta mikilvægt fram- tak Verkefni á borð við Stelpur skjóta séu því nauðsynleg til að breyta núverandi ástandi. „Stelpur skjóta er mjög þarft verkefni og uppbyggilegt. Það verður að ýta stelpum út í kvikmyndagerð. Einhvers staðar myndast þetta ójafn- vægi.“ Hún segir þó nokkrar konur hafa haslað sér völl í kvikmyndagerð fyr- ir nokkrum áratugum síðan. „Síð- an kom ákveðið hlé og loks núna eru konur farnar að sækja í sig veðrið aft- ur, fara í leikstjóranám eins og Dögg til dæmis. Það eru margir góðir sprotar í bransanum og þar mun konum von- andi fjölga áfram,“ segir Laufey. Kvik- myndamiðstöð styrkir einungis þá sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu. „Stelpur skjóta er mikilvægt fram- tak á vandanum.“ n „Það verður að ýta stelpum út í kvikmyndagerð“ n Kynjakvóti í kvikmyndagerð neyðarúrræði n Takast á við vandann á frumstigi„Vandinn er ekki bara körlunum að kenna, konur hafa ekki verið nógu framsæknar. Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Dögg Mósesdóttir Heldur sumarnámskeið fyrir stelpur í kvikmyndagerð. MynD ÞorMar ViGnir GunnarSSon Stelpur vinna að gerð kvikmyndar Myndirnar verða sýndar við hátíðlega athöfn á kvikmyndahátíðinni RIFF. Hvatning nauðsynleg Konur þurfa að vera framsæknari þegar kemur að kvikmyndagerð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.