Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Qupperneq 15
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Fréttir 15 Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Erfitt að aðlagast íslEnsku samfélagi n Deila reynslu sinni af því hvernig er að vera ungur innflytjandi í íslensku samfélagi n Ekki alltaf auðvelt n Íslenskukunnáttan mikilvæg M agdalena Marta Rad- wanska er á fimmtánda aldursári en hún fluttist hingað til lands þegar hún var eins árs. Foreldrar hennar eru bæði frá Póllandi og starfar móðir hennar á elliheimili en faðir henn- ar er pípulagningamaður. Madgdalena er nemandi í Háaleitisskóla en þar hefur hún verið frá fyrsta bekk fram að þeim síðasta. Hún segist ekki muna eft- ir öðru en að hafa alltaf búið á Ís- landi en minnist þess að hafa kviðið því að fara í leikskóla sem barn. „Þegar ég var lítil kveið ég því mikið að fara í leikskólann því ég kunni ekki mikla íslensku. Hins vegar lærði ég íslensku þar og kynntist krökkunum í hverfinu sem fóru flest öll í Háaleitisskóla.“ Hötuð fyrir að vera Pólverji Magdalena segir það hafa verið auðveldara að byrja í grunnskóla enda hafi hún þá verið búin að læra tungumálið og þekkti krakkana. Þá varð hún hins vegar fyrst vör við ákveðna neikvæðni í sinn garð. „Ég var kannski ekki beint lögð í einelti í skólanum en mér var strítt mikið fyrir að vera pólsk og ég var hunsuð. Krakkarnir létu eins og ég væri ekki þarna. Það var dag- legt að ég heyrði einhvern segja „helvítis Pólverji“. Sumir krakkar hötuðu mig bara og ég var stund- um lamin.“ Fótbrotnaði fyrir að svara fyrir sig „Ástandið var verst frá 10 til 12 ára aldurs. Verst var það þegar ég var 12 ára en þá fannst mér ég bara stöðugt hunsuð. Einn daginn fót- braut svo einn strákurinn mig fyrir að hafa staðið upp fyrir sjálfri mér og svarað fyrir mig. Hann átti að biðjast afsökunar en hann gerði það aldrei.“ Þegar Magdalena varð 13 ára kynntist hún síðan nokkrum pólskum unglingum í Pólska skól- anum og í fermingarfræðslu. „Þá varð allt betra. Ég varð hluti af mjög góðum hópi en sá hópur samanstendur bara af pólskum krökkum.“ Magdalena segir pólsku vini sína alla tala góða íslensku en mis- jafnt sé hvort þeir eigi góða ís- lenska vini eða ekki. „Við erum öll misjöfn en pössum saman sem hópur og þess vegna erum við svona góðir vinir.“ „Það er samt alveg undarlegt að bestu vinir mínir séu allir pólsk- ir þegar ég hef búið hér frá fyrsta aldursári.“ Íslenskukunnáttan hjálpar Magdalenda segir það skipta miklu máli að kunna íslensku. „Það skiptir máli að geta talað við íslenskt fólk. Þeir pólsku krakkar sem ég þekki og tala ekki íslensku vilja fara aftur til Póllands.“ Aðspurð segir hún misjafnlega vel tekið á móti ungum innflytj- endum á Íslandi. „Það fer eftir því hvernig þau koma inn í umhverfið. Ég er feimin og á því kannski erf- iðara uppdráttar. Ef maður er mjög opinn reyna allir að hjálpa manni en það fer líka eftir því með hverj- um maður er í skóla. Ég hef alltaf verið í sama skóla. Á heildina litið finnst mér að það mætti taka betur á móti innflytjendum. Það er ekki auðvelt að koma til nýs lands þar sem tungumálið er erfitt og á sama tíma reyna að aðlagast endalaust.“ É g flutti frá Varsjá til Breið- dalsvíkur þegar ég var 9 ára, úr stórborg í sjávarþorp,“ seg- ir hin tvítuga Patrycja Natalía Urbańska þegar blaðamaður hittir hana í skartgripaversluninni Pandora í Kringlunni þar sem hún vinnur. Faðir Patrycju er raf- virki og hóf að vinna á Breiðdals- vík þó nokkrum árum áður en öll fjölskyldan fluttist búferlum til Ís- lands. Móðir Patrycju er sauma- kona. Ósátt við að flytja „Breiðdalsvík var öðruvísi enda hafði ég alltaf búið í stórborg,“ seg- ir Patrycja, sem kunni hvorki ensku né íslensku þegar hún kom hingað til lands. „Ég var ekki sátt við að koma hingað, mér fannst hörmulegt að fara frá Póllandi, úr skólanum og frá vinum mínum.“ Hún segir það þó hafa haft sína kosti að flytja fyrst í jafn lítið bæjar- félag og Breiðdalsvík enda hafi hún átt frekar auðvelt með að aðlagast. „Það var svo fátt fólk og fáir krakk- ar á Breiðdalsvík að ég held að það hafi verið miklu betra fyrir níu ára krakka að koma inn í það litla sam- félag heldur en öfugt.“ Patrtycja hafði búið á Breiðdals- vík í tvö ár þegar fjölskyldan ákvað að flytja aftur og þá til Keflavík- ur. „Aftur varð ég ósátt við að flytja enda aðeins byrjuð að skjóta rót- um á Breiðdalsvík, eignast vini og annað.“ „Pólverjar eru þjófóttir og drepa“ „Við bjuggum í Keflavík í sjö ár en fyrstu árin þar voru mjög erfið. Margir krakkar voru illkvittnir og ekki beint sáttir með að allt í einu væri pólsk stelpa með þeim í bekk. Þeir létu mig alveg vita af því og ég fann fyrir fordómum; Pólverj- ar væru þjófóttir, dræpu og væru hræðilegar manneskjur.“ Þegar Patrycaj byrjaði á ung- lingastigi var sem krakkarnir hefðu gleymt því að hún væri pólsk, það virtist allavega ekki trufla neinn. „Þá kunni ég íslensku og gat talað við íslensku krakkana. Ég lenti reyndar í einu frekar slæmu atviki með íslenskum strák sem gerði það að verkum að ég fór bara að vera með pólskum krökkum.“ Pólland er ekki „heima“ „Síðan breyttist allt þegar ég fór í menntaskóla. Mér var alveg sama hvað fólk hugsaði um mig. Þegar maður er unglingur er maður öðruvísi, manni er ekki sama, svo bara þroskast maður.“ Patrycja eignaðist marga góða íslenska vini í menntaskóla. „Ég veit fyrir víst að það hjálpaði mér mikið að kunna íslensku þegar ég fór aftur að vera með íslenskum krökkum í menntaskóla. Auk þess held ég að eftir því sem krakkarnir eru eldri taki þeir manni betur. Nýverið flutti Patrycja með kærasta sínum til Reykjavíkur og vinnur í téðri skartgripaverslun. „Mig langar samt að flytja eitthvert annað. Það er ekki nóg að gera fyr- ir ungt fólk á Íslandi, við getum far- ið í útilegu eða sund en svo er það komið. Mig langar að fara á vit æv- intýranna, til Spánar til dæmis,“ segir hún dreymin. „Mig langar ekki til Póllands strax. Ég fór þangað í frí um daginn og mér leið ekki eins og ég væri heima. „Heima“ er frekar á Íslandi.“ Úr stórborg í sjávarþorp Lamin fyrir að vera pólsk„Það er samt alveg undarlegt að bestu vinir mínir séu allir pólskir þegar ég hef búið hér frá fyrsta aldursári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.