Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 23
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Umræða 23 Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Menningardagur í Gallerí Fold laugardaginn 22. ágúst 11–19 Unnur Ýrr Sýningaropnun kl. 14-15 Listamannaspjall kl. 17 Döfnun Ratleikur fyrir börn og fullorðna kl. 11–19 Leikurinn felst í að finna listaverk sem sýnd eru í galleríinu. Við hvert þeirra er lítil frásögn og í henni bókstafur sem er hluti af orði sem gestir eiga að finna út. Finndu myndina og skrifaðu niður titil eða hvaða sögu þér finnst myndin segja. Hvaða saga er í myndinni? kl. 11–19 Skapað af list kl. 14-16 Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir kl. 16-18 Þorgrímur Andri Einarsson Listamenn vinna að verkum sínum og spjalla við gesti Opið til kl. 19 á Menningarnótt og 14–16 á sunnudag Gunnella og Lulu Sögur Listamannaspjall með Gunnellu kl. 11 og 15 Ljósmyndasamkeppni kl. 11–19 Taktu mynd í eða við Gallerí Fold þar sem uppáhaldsverkið þitt kemur við sögu. Sendu myndina á Instagram og merktu hana með #gallerifold. Veitt verða verðlaun fyrir listrænustu myndina, fyndnustu myndina og bestu myndina. kjarnorkuvá. Þar sagði með- al annars: „Lítið undan og verjið augun sem allra bezt. HORFIÐ EKKI Í LJÓSIÐ ... Kvikni í fötum yðar skuluð þér reyna að slökkva eldinn með því að velta yður á þann líkamshluta, sem er í hættu. Liggið kyrr, unz högg- bylgjan hefur gengið yfir. Leitið síð- an strax betra skýlis.“ Upplýsingar um varnir gegn kjarnorkuvá var að finna í símaskránni allt til ársins 1989. Ef kæmi til kjarnorkuárás- ar skyldi fólk halda sig innan dyra og helst í múruðum kjöllurum, þar sem geislunar gætti síður. Um miðbik sjötta áratugarins var talið óhætt að yfirgefa hús að sjö dögum liðnum „með varúð“. Við svo búið skyldi hreinsunarstarf hefjast, götur sópaðar og vatni dælt á hús og vegi til að skola á burt hið banvæna geislavirka ryk. Af hér- lendum blöðum að dæma var al- menn vitneskja um langtímaáhrif geislunar þegar komið var fram á sjötta áratuginn. Kjarnorkubyrgi á Bessastöðum Árið 2003 var fyrst sagt opinberlega frá skýrslum sem Almannavarnir ríkisins sendu dómsmálaráðherra í byrjun árs 1966 og fjalla um mögu- lega kjarnorkuárás á varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli. Skýrslurnar eru merktar sem trúnaðarmál og í þeim kemur meðal annars fram að lítið sem ekkert skjól var á helstu stjórnarstofnunum fyrir geisla- virku úrfalli kæmi til þess að atóm- sprengju yrði varpað á Keflavíkur- flugvöll. Þó var á það bent að með nokkuð einföldum úrbótum mætti útbúa hentugt loftvarnarbyrgi í kjallara Arnarhvols. Þar kæmust 200 manns fyrir og hækka mætti svokallaðan verndarstuðul vegna geislunar verulega með því að byrgja glugga á kaffistofu með 20 cm þykkri steinsteypu. Forsetasetrið á Bessastöðum var tekið út með tilliti til þess að eins megatonns atómsprengja yrði sprengd nálægt jörðu á Keflavíkur- svæðinu og að geislavirkt úrfall bærist frá henni til Bessastaða. Talið var að kjallari undir þvotta- og geymsluhúsi staðarins gæti hentað sem „geislunarskýli“. Þar væri fyr- ir hendi vatnslögn og niðurfall, en gera þyrfti gólfplötu 10 cm til 20 cm þykkari og ráðast í frekari steypu- vinnu til að hindra að geislun bær- ist inn. Til að vernda stjórnvöld lands- ins var kannaður möguleiki á að flytja æðstu embættismenn út fyrir Reykjavík, en ekki hefur verið gefið upp hvaða staður var hafður í huga í því efni. Mögulegt mannfall reiknað út Í skýrslunni frá 1966 eru ýmsar frek- ari úrbætur nefndar, en að sögn Guðjóns Petersens, sem starfaði hjá Almannavörnum frá 1971 til 1996, var ekki ráðist í neinar þeirra. Viðamikil úttekt á öllu húsnæði í landinu sem hugsanlega gæti var- ið fólk gegn geislavirku úrfalli hefði leitt í ljós að hægt væri að verja alla Íslendinga í því húsnæði sem þegar væri til staðar. Almannavarnir létu gera ýmsar frekari úttektir á áhrif- um atómsprengju. Þar á meðal var mögulegt mannfall reiknað út með tilliti til ólíkra vindátta. Hljóðviðvörunarkerfi Almanna- varna var komið upp í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratugnum en frá 1980 var ekki unnið frekar að uppbyggingu þess vegna fjár- skorts. Lúðrarnir voru þeyttir árs- fjórðungslega í könnunarskyni og þá átti fólk að fletta upp í síma- skránni til að kynna hvað hvert hljóðmerki táknaði. Merkin voru þrjú og táknuðu „áríðandi tilkynn- ing í útvarpi“, „hætta yfirvofandi“ og „hætta liðin hjá“. Hljóðmerki Al- mannavarna voru prófuð reglulega allt fram til ársins 1997. Árið 1988 var þess getið í Degi að Sovétmenn, Svisslendingar og Sví- ar verðu hlutfallslega nífallt meiri fjármunum til almannavarna en Ís- lendingar og Danir og Norðmenn sexfallt meira. Um líkt leyti fékk ríkissjónvarpið leyfi til að mynda neðanjarðarbyrgi undir Lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu sem átti að vera stjórnstöð ef landið yrði fyrir kjarnorkuárás. Þar var útvarps- sendir og hægt hefði verið að senda út upplýsingar á miðbylgju. Geisl- un af úrfellinu dvínar hratt og ekki var gert ráð fyrir að menn þyrftu að hafast við í byrginu lengur en 72 klukkustundir. Flauturnar eru þagnaðar Hættan af kjarnorkusprengjum var enn talin vera til staðar árið 1985 þegar Almannavarnir æfðu stjórn- un brottflutnings allra íbúa úr Aust- ur-Skaftafellssýslu með tilliti til þess að atómsprengju hefði verið varpað á ratsjárstöðina á Stokksnesi. Í æf- ingunni var gert ráð fyrir að um 120 kílótonna sprengju væri að ræða. Í fréttum af æfingunni kom fram að fyrsta aðgerð í ófriði yrði að flytja fólk burt af svæðum nærri ratsjár- stöðvum. En þess var skammt að bíða að Sovétríkin féllu og þar með var hættan á kjarnorkustyrjöld liðin hjá. Flautur Almannavarna eru þagnað- ar. Vonandi fyrir fullt og allt. n „Nefndin lagði að auki til að útbúið yrði stórt loftvarnarbyrgi undir Arnarhóli. Þá voru keyptar rafknúnar loft- varnarflautur frá Dan- mörku. Keflavíkurstöðin Ein helsta röksemd herstöðvaandstæðinga gegn veru varnarliðsins var sú árásarhætta sem það skapaði kæmi til styrjaldar. Forsíða Frjálsrar þjóðar Stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir sinnuleysi gagnvart kjarnorkuvá. „HORFIÐ EKKI Í LJÓSIГ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.