Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 25
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Umræða 25
Sykurlausar nýjungar
frá Läkerol!
Hefur þú smakkað?
beita hermönnum til að sölsa undir
sig Austur-Prússland á ný? Það má
bóka að þá yrði ekki látið sitja við
einhverjar viðskiptaþvinganir, held-
ur myndi brjótast út stríð. Sá hluti
Eystrasaltsstrandarinnar sem er á
milli núverandi landamæra Þýska-
lands og Kaliningrad, með borg-
um sem nú eru pólskar og heita til
dæmis Gdansk og Gdynia (á þýsku:
Danzig og Gotensburg) tilheyrði
áður Prússum og var á millistríðsár-
unum kallað „Pólska hliðið“. Og vel
að merkja hófst seinni heimsstyrj-
öldin þann 1. september 1939 þegar
Berlínarstjórnin ákvað að leggja
umrætt landsvæði með hernaðar-
valdi undir Þýskaland á ný.
Eða griðasamningur Hitlers og
Stalín?
Ef við skoðum fleiri ríki sem gætu
átt landakröfur á Úkraínu út frá
sömu röksemdum og þeir nota sem
telja eðlilegt að Rússar tækju Krím-
skagann á ný, þá er rétt að líta til
þess svæðis sem nú er vestur-Úkra-
ína. En það svæði hernámu Sovét-
menn árið 1939, og var það hernám
partur af griðasáttmála Hitlers og
Stalín. Fram að því hafði þetta ver-
ið austurhluti Póllands. Og Pólverj-
ar voru aldrei spurðir, og hafa fyr-
ir vikið auðvitað aldrei samþykkt að
hernaðarstórveldin í vestri og austri
gætu á þann hátt lagt undir sig þeirra
land. Sá partur sem Þjóðverjar tóku
af Póllandi í kjölfar hins alræmda
griðasáttmála sem utanríkisráð-
herrarnir Ribbentropf og Mólotov
undirrituðu í Moskvu árið ´39 varð
auðvitað pólskur á ný þegar Hitler
hafði tapað stríðinu. En það var ann-
að með austurhluta Póllands; hann
hélt áfram að tilheyra Sovétríkjun-
um, ekki ætlaði sigurvegarinn Stalín
að fara að skila einu eða neinu. Og
það landsvæði tilheyrir nú hinu sjálf-
stæða ríki Úkraínu. Þetta var Pól-
verjum bætt upp í stríðslok með því
að láta þá fá í staðinn ámóta land-
svæði sem áður höfðu verið í austur-
hluta Þýskalands; þótt fáir hugsi út í
það nú færðist Pólland miklu vestar í
stríðslok en það hafði verið fyrir stríð.
En engum dytti auðvitað í hug núna
að fara að hringla með þessi landa-
mæri, það myndi einfaldlega kosta
upplausn og stríðsástand í Evrópu,
og auðvitað eiga Rússar ekkert að fá
að komast upp með að ráðskast með
slíkt frekar en aðrir, og allra síst með
hervaldi.
Meint ásælni vesturveldanna
Það heyrist stundum eða má lesa,
t.d. á íslenskum bloggsíðum, að
Vesturveldin, þá Nató eða hið hroða-
lega Evrópusamband, séu að ásæl-
ast lönd Austur-Evrópu, reyna að
lokka þau í sitt fang, og þá jafnvel
sem beina ögrun við Rússa. Þannig
viðhorf mátti lesa á dögunum bæði
hjá Ögmundi Jónassyni og Páli Vil-
hjálmssyni, sem maður hefði annars
giskað á að væru hvor á sínum enda
stjórnmálaviðhorfanna. En það sýnir
kannski eins og maður hefur oft fyrr
orðið var við að sá ás er ekki línulegur
heldur nær því að vera hringlaga. En
sannleikurinn er auðvitað sá að þjóð-
ir sem lokuðust austan járntjaldsins
í stríðslok og máttu búa við ófrelsi
og stöðnun áratugum saman und-
ir hæl Sovétkommúnismans þráðu
auðvitað að fá að njóta frelsis og vel-
megunar á borð við íbúa vesturhluta
álfunnar. Og lýðræðislega kjörin
stjórnvöld í þessum ríkjum, eftir að
þau sluppu úr frystikistu Stalínism-
ans, hafa auðvitað sóst eftir að kom-
ast í félagsskap Vestur-Evrópubúa;
þannig hafa t.d. Pólverjar, Ungverj-
ar, Tékkar og Eystrasaltslöndin geng-
ið í Evrópusambandið. Og væri erfitt
að bjóða íbúum þessara landa upp á
þá speki að það hafi verið vegna þess
þeir hafi verið ginntir eða þvingaðir í
það kompaní.
Pólland og Úkraína eru eins og
áður sagði nágrannaríki, með mikla
sameiginlega sögu og svipaða tungu.
Það má alveg kalla þetta bræðra-
þjóðir, enda engin tilviljun að þær
héldu sameiginlega Evrópumót í
knattspyrnu fyrir nokkrum árum.
Pólverjar gengu í Evrópusambandið
og síðan hafa verið þar stöðugar
framfarir, öll lífskjör tekið stórstíg-
um framförum, á meðan allt hefur
verið frosið og staðnað í Úkraínu. Og
kannski ekki undarlegt að Úkraínu-
menn geti hugsað sér að fá að njóta
þess sama og nágrannarnir; það
heyrði maður mjög á tali fólks í höf-
uðborginni, Kiev.
Kænugarður
Kiev eða Kænugarður er stórbrotin
borg og glæsileg. Var auðvitað ein af
helstu borgum Sovétríkjanna og ber
þess nokkurn svip, með göllum en
líka kostum; þarna eru margar sov-
éskar glæsibyggingar í nýklassískum
stíl, neðanjarðarbrautarstöðvarnar
eru með hinu sovéska íburðarsniði,
þarna eru líka gamlar kirkjur og
trúarhof, og svo mikilfengleg úthverfi
með endalausum háhýsum. Borgin
er frábærlega í sveit sett við móðuna
miklu, Dnépr, meða ávölum brekk-
um og hæðum. Þetta er miðhluti
landsins, en bæði austanvið og vest-
anvið er ýmislegt mjög frábrugðið,
og þó á ólíkan hátt.
Austur og vestur
Austuhluti landsins er mun frum-
stæðari, það blasir við þeim sem
fara þar um, með fátækum sveitum
og niðurníddum iðnaðarborgum og
yfirgefnum sovéskum verksmiðjum.
Þangað er maður eiginlega kom-
inn í „gamla Sovétið“ eins og góð-
ur maður orðaði það. En vesturhluti
Úkraínu er með allt öðru sniði, þetta
land sem Sovétmenn hernámu af
Pólverjum eins og áður er nefnt. Þó
er ekki þar með sagt að það sé meira
pólskt land heldur en eitthvað ann-
að, því að Evrópusagan er svo flókin:
þar til fyrir tæpri öld, eða þar til við
lok fyrri heimsstyrjaldar, hét megn-
ið að því sem er nú Vestur-Úkraína,
Slesía, og tilheyrði Habsborgara-
veldinu, eða því ríki sem kallaðist
Austurríki-Ungverjaland; sá sem
réð fyrir Slesíu var semsé keisarinn í
Vín. Og þetta svæði, Slesía, sem náði
einnig yfir það sem nú er austurhluti
Póllands, ber mikinn svip af Habs-
borgarastílnum, með byggingarlist
sem minnir jafnt á Prag, Vín, Búda-
pest og þannig borgir.
Þar var góði dátinn Svejk
Ein af þessum Slesíuborgum er
Krakow, sem nú er í Póllandi og
þykir ægifögur eins og flestir vita.
Slés ísk systurborg hennar sem nú
er í vesturhluta Úkraínu heitir Lviv,
og þar rekur íslenski skákmeistar-
inn Margeir Pétursson banka, sem
kennir sig við borgina. Hún hefur
þennan sama þokka og glæsileik og
fyrrnefndar Habsborgaraborgir. Á
pólsku heitir hún Lvov, en á Habs-
borgaratímanum hét hún Lem-
berg. Þangað voru hersveitir Habs-
borgaraveldisins sendar í byrjun
fyrra stríðs, eftir að erkihertoginn og
ríkisarfinn hafði verið skotinn, eins
og er sagt frá í því fræga snilldar-
verki „Góði dátinn Svejk“ eftir Tékk-
ann Jaroslav Hasek. Og góði dát-
inn Svejk kom til Lemberg, sem nú
heitir Lviv, eins og segir frá í bókinni
frægu, og fékk sér ölkollu á veitinga-
húsi sem enn er rekið á sama stað.
Að sjálfsögðu hefur verið sett upp
stytta af Svejk við eitt af útiborðun-
um tilheyrandi veitingastaðnum,
og ég gat að sjálfsögðu ekki neitað
mér um að setjast hjá honum, enda
hann einn af best teiknuðu persón-
um samanlagðrar bókmennta-
sögunnar. n
Höfundur í félagsskap góða
dátans Svejks Í Lviv í Úkraínu
er stytta af Svejk hjá krá sem sagt
er að hann hafi heimsótt í bókinni
um Góða dátann. Greinarhöfundur
gat ekki stillt sig um að setjast hjá
honum. Á borðinu er flaska með
úkraínska koníakinu „Karpata“.