Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 31
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Fólk Viðtal 31
verða ófrísk og hef talið mér trú um
að ég sé ekki gerð til að ganga með
barn. Ég veit ekkert af hverju en mig
langar það bara ekki. Það hafa hins
vegar verið forréttindi að fá að fylgj-
ast með Pálínu ganga í gegnum þetta
og vonandi hef ég verið góður stuðn-
ingur. Ég held að ég hafi staðið mig
vel. Það gekk ekki þrautalaust fyrir
sig að koma þessum börnum í heim-
inn og í það fóru nokkrar milljónir en
það skiptir engu máli í dag. Þetta tók
virkilega á andlega á tímabili, sér-
staklega þegar hlutirnir virtust ekki
ætla að ganga upp. Þá var gott að
vera hætt í boltanum og geta einbeitt
sér alveg að þessu verkefni. Þetta
ferli getur nefnilega reynt verulega á,
eins og fólk sem hefur gengið í gegn-
um þetta þekkir.“
Var hrædd við börn
Hún segist elska móðurhlutverkið.
„Við Pálína finnum okkur svo 100
prósent í þessu. Persónulega var
ég alltaf svolítil barnafæla því það
sem maður þekkir ekki getur hrætt
mann. Ég var enn svolítið hrædd
við börn þegar sú elsta kom en það
breyttist á einu augabragði; þegar ég
fékk pínulítið barn í hendurnar sem
ég vissi að treysti á mig. Og núna
með þá þriðju þykist maður vita allt
um börn – og það manna best,“ seg-
ir hún hlæjandi en bætir alvarlegri
við: „Þetta eru algjörir gullmolar
sem við eigum og ég vildi ekki hafa
neitt öðruvísi. Ég á svo mikla ást að
gefa þessum börnum og þetta var
nákvæmlega rétti tímapunkturinn
fyrir okkur. Eflaust þykjum við gaml-
ar í þessu en okkur finnst við bara
þroskaðar. Við erum ekki að missa
af neinu svo þetta er mjög afslapp-
að og þægilegt. Það er engin utan-
aðkomandi pressa að þurfa að vera
annars staðar. Þetta er svo algörlega
það sem við viljum vera að gera.“
Feimin og hlédræg
Þegar Olga var á hápunkti ferils síns
var hún alþekkt andlit hér á landi.
„Ég hef aldrei fílað það að vera þekkt
andlit og sem betur fer hefur dreg-
ið úr því með árunum. Maður finn-
ur það á íþróttakrökkunum; ungar
fótboltastelpur og -strákar vita ekk-
ert hver ég er. Mér leið aldrei vel
með að vera þekkt því ég er frekar
þessi feimna týpa sem gengur með-
fram veggjum þótt það hafi lagast
með aldrinum. Eflaust var ég leið-
togi inni á vellinum en þar er ég allt
önnur og gjörólík týpa og ekki leng-
ur feimin og hlédræg. Athyglin sem
ég hef fengið hefur samt alltaf verið
á jákvæðum nótum. Ég get ómögu-
lega munað eftir einu einasta nei-
kvæðu atviki,“ segir hún og neit-
ar því að áreitið hafi verið eitthvað
meira þegar hún kíkti út á lífið. „Þá
hef ég örugglega bara fengið nokkra
bjóra fyrir að vera ég. Frekar en hitt.
Mér fannst bara stundum eins og
fólk væri að pæla í mér og fannst
það óþægilegt en það voru örugg-
lega óþarfa áhyggjur. Ætli flestum sé
ekki nokkuð sama hvað maður er að
gera.“
Strákar virðast merkilegri
Þótt Olga sé sjálf hætt að keppa
fylgist hún með boltanum. „Ég reyni
að horfa á alla landsleiki og allt sem
viðkemur Íslandi. Það höfðar til mín.
Ég hef fulla trú á fótboltastelpunum
okkar. Þær hafa verið í smá lægð en
ég held að þær eigi eftir að koma
sterkar inn áður en langt um líð-
ur.“ Hún viðurkennir að kynjaslag-
síða fjölmiðlanna fari í taugarnar á
henni. „Í hvert skipti sem ég opna
blöðin pirrast ég á þessu þótt þetta
hafi nú breyst mikið til batnaðar
miðað við hvernig þetta var. Í dag
er samt ennþá sláanlegur munur og
skilaboðin eru engin önnur en þau
að strákar séu merkilegri en stelpur.
Árið 2015 skilur maður þetta ekki.“
Hlaupa fyrir Kolfinnu
Olga og Pálína ætla að hlaupa í
Reykjavíkurmaraþoninu um helgina
fyrir Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna. „Hlaupið leggst alveg
ótrúlega vel í mig og aldrei jafn vel
og í ár. Við höfum fundið mikinn
meðbyr og það eru komnir yfir 30
hlauparar í hópinn Áfram Kolfinna
Rán, vinir og vandamenn og aðrir
sem við þekkjum minna en eru til-
búnir að hjálpa okkur að safna sem
mestum pening fyrir þetta félag. Við
erum svo ótrúlega þakklátar að við
getum ekki lýst því með orðum. Þeta
gefur manni svo mikinn styrk. Við
stefnum á að hlaupa báðar og planið
er að amma og Kata frænka verði
með litlu dömurnar á hliðarlínunni.
Draumurinn er að geta tekið þær
með í Lækjargötunni og ef Kolfinna
er nógu hress, fara allar fimm yfir
marklínuna. Hetjan í þessu öllu
saman er náttúrlega Kolfinna Rán.“
Passa upp á þreytuna
Aðspurð viðurkennir hún að erf-
iðleikarnir hafi áhrif á samband
þeirra Pálínu. „Að því leyti að þetta
hefur þjappað okkur meira saman.
Auðvitað er þreytustigið hærra og
dagarnir miserfiðir en ég held að
við höfum aldrei verið jafn nánar og
einmitt núna. Við pössum vel upp á
hvíldina því ef foreldrarnir eru út-
hvíldir og tilbúnir í átökin verður
þetta auðveldara fyrir veika barnið.
Svo pössum við okkur að ræða
saman og tala um það hvernig okk-
ur líður því við viljum að Kolfinnu
og hinum börnunum líði sem allra
best. Við tökum einn dag í einu,“
segir hún og játar því aðspurð hvort
þær hafi fundið til sektarkennd-
ar. „Eftir greininguna fórum við að
hugsa til baka, hvort við hefðum
verið sofandi á verðinum með þessa
kúlu. Það var einhvern veginn allt á
fullu, Pálína ófrísk og svo eftir að litla
barnið kom snerist allt um það. Vor-
um við kannski ekki að veita þessu
nógan gaum? Auðvitað þýða svona
pælingar ekkert og læknar hafa oft
sagt okkur að það hefði litlu skipt
þótt við hefðum komið strax um
páskana fyrst dreifingin var engin.
Annars hefði maður líklega nagað
sig í handarbökin.“
Olga og Pálína voru báðar í
fæðingarorlofi þegar veikindin
komu upp og samkvæmt Olgu hafa
vinnuveitendur sýnt þeim mikinn
stuðning. „Við verðum vissulega fyr-
ir tekjutapi en þá þarf maður bara
að lifa öðruvísi og halda fastar um
budduna. Annars er þetta lítið farið
að reyna á fjárhagslegu hliðina enn-
þá og við hugsum ekkert um það.
Við ætlum bara að komast í gegnum
þetta og það kemst ekkert annað að.
Peningahliðin reddast alltaf.“
Útrás fyrir reiðina í boltanum
Olga verður fertug í haust en hefur
þrátt fyrir ungan aldur tekist á við
sinn skerf af erfiðleikum. Ekki aðeins
missti hún foreldra sína fyrir aldur
fram heldur missti hún einnig elsta
bróður sinn. „Hann var skipstjóri
og féll útbyrðis sem var upphaf-
ið að veikindum hjá honum. Hann
varð aldrei sami maður eftir það.
Þegar kona hans lést vegna lækna-
mistaka blossuðu veikindin upp aft-
ur. Það var svakalegur skellur fyrir
hann en þau áttu fjögur börn. Hann
jafnaði sig aldrei og endaði á því að
svipta sig lífi. Þetta var mjög sorglegt
allt saman. Hann var dásamlegur
maður og ég held að allir sem hann
þekktu myndu staðfesta það. Hann
bara gat ekki meira,“ segir Olga sem
hefur ekki orðið reið og sár þrátt fyr-
ir mótlætið. „Ég hef örugglega losað
mig við reiði og spennu í boltanum.
Líklega hef ég fengið útrás þar. Það
er oft sagt að það sé mismikið lagt á
fjölskyldur en ég veit ekki af hverju
ég ætti að sleppa frekar en aðrir.
Þetta hefur allt saman verið partur af
lífi mínu og öll þessi áföll hafa styrkt
mig sem persónu og sem karakter.
Ég held að minn persónuleiki ein-
kennist svolítið af þessu. Fyrir vikið
er ég ekki mikið fyrir veraldleg gæði
og dauða hluti. Fólk skiptir mig máli.
Við systkinin eru náin og höld-
um vel hópinn. Bræður mínir búa í
Keflavík en systur mínar, sem gengu
mér báðar í móðurstað, eru í Set-
berginu eins og ég. Við erum að-
eins tvær mínútur að labba á millli.
Við systurnar tölum saman daglega
og strákarnir eru reglulega með.
Svona áföll gera það að verkum að
fólk stendur saman. Það koma aldrei
upp nein vandamál í fjölskyldunni
sem ekki er hægt að leysa. Við vinn-
um frekar saman eins og ein mann-
eskja, það er bara farið í málin og
þau kláruð.“
Taka slaginn á jákvæðninni
Þá daga sem Kolfinna er í lyfjagjöf
býr Olga hjá henni á sjúkrahúsinu.
„Dagurinn í gær var mjög þung-
ur fyrir hana. Hún svaf í 13 tíma og
byrjaði svo daginn í dag á að gubba
og ég hélt að þetta yrði erfiður dag-
ur en við vorum fljótlega komnar
niður á leikstofu. Þar lék hún sér í
klukkutíma en þá sá maður að það
dró af henni svo við fórum aftur upp
í herbergi og upp í rúm. Maður sér
augljóslega hvað orkan þverr. Þess-
um stóru gjöfum fylgir ógleði svo
lystin er lítil og einu lyfinu fylgja
aukaverkanir í útlimum, sköflungi,
höndum og kjálka og það er greini-
legt að hún finnur fyrir því. Hún
er oft viðþolslaus og gólar af og til
upp yfir sig. Ég hef tekist á við ým-
islegt en held að þetta verkefni sé
það erfiðasta hingað til. Ég hugsa oft
á dag hvað ég væri til í að geta leg-
ið þarna í hennar stað og tekið frá
henni verkina og alla þessa upplif-
un. Það er ekkert verra en að horfa
á barnið sitt kveljast en geta ekkert
gert. Það eina sem við getum gert er
að takast á við þetta verkefni með
jákvæðni og bjartsýni. Við ætlum
að sigrast á þessu saman. Ég er 170
prósent viss um það. Kolfinna er svo
sterklega byggð og hraust týpa. Hún
er svo mikill nagli og það gerir það
að verkum að maður er svona bjart-
sýnn. Hingað til hefur hún svarað
öllum lyfjagjöfum vel og það gerir
mann jákvæðan. Eina spurningin
er hversu langan tíma þetta tekur en
við gefum okkur þann tíma sem til
þarf.“ n
Ferill Olgu
Færseth
Knattspyrnan
Breiðablik
n Íslandmeistari 1992
n Ísland-s og bikarmeistari 1994
KR
n Íslandsmeistari 1997, 1998, 1999
og 2002
n Bikarmeistari 1999 og 2002, 2007
og 2008
IBV
n Bikarmeistari 2004
Olga er markadrottning Íslands
Körfuboltinn
Keflavík
n Íslandsmeistari 1992, 1993, 1994
n Bikarmeistari 1993 og 1994
Breiðablik
n Íslandsmeistari 1995
Olga spilaði 16 landsleiki með
íslenska körfuboltaliðinu.
„Mig hef-
ur aldrei
langað til að
verða ófrísk
og hef talið
mér trú um að
ég sé ekki gerð
til að ganga
með barn
Systur Kolfinna og Melkorka eru góðar vinkonur. Mynd ÞoRMaR VIgnIR