Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 40
Helgarblað 21.–24. ágúst 201540 Lífsstíll
Göldrótt súpa og
gómsætur humar
Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550
info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
n Menntaskólarnir byrja n Vinkonur fullar tilhlökkunar n MH kósí og heimilislegur skóli
Þ
að er stórt skref að byrja í
menntaskóla. Alvaran tekur
við og kröfurnar verða meiri.
Margir nýnemar með eft-
irvæntingar- og kvíðahnút
í maganum tóku sæti á skólabekkj-
um menntaskólanna í vikunni. Þar
á meðal voru Gunnhildur Lovísa
Snorradóttir og Hekla Baldursdótt-
ir. Stelpurnar voru sérlega jákvæðar
eftir fyrstu tvo dagana í nýjum skóla
og fullar tilhlökkunar fyrir komandi
misserum.
„Við höfum þekkst frá því á fyrsta
ári í grunnskóla og vorum báðar í
Háteigsskóla, sem er frekar lítill og
verndaður skóli. Þetta er því stórt
stökk enda er hér fullt af nýju fólki,
öðruvísi nám og margt spennandi
fram undan í félagslífinu,“ segir Gunn-
hildur Lovísa, sem hefur alltaf stefnt á
Menntaskólann við Hamrahlíð líkt og
foreldrar hennar gerðu á sínum tíma.
„Ég ætlaði alltaf í MR en svo leist mér
svo vel á MH eftir skólakynninguna.
Mér finnst andrúmsloftið hér afslapp-
að, kósí og heimilislegt. Svo finnst mér
gott að hafa möguleika á því að klára
stúdentsprófið á þremur árum,“ segir
Hekla.
Margt nýtt fólk
Gunnhildur Lovísa er skráð á listdans-
braut en henni finnst frábært að geta
fléttað saman námið sitt og áhugamál.
Þá valdi Hekla almenna braut og segir
það mikilvægt að geta valið braut sem
lokar ekki á neina möguleika þar sem
hún er óviss um hvar hennar áhugi
liggur.
„Enn sem komið er finn ég ekki
mikinn mun á náminu, ég var búin
að búa mig undir stórt stökk en í fljótu
bragði sýnist mér þetta vera bara eðli-
legt framhald af grunnskólanum. Fé-
lagslega virðist þetta þó vera mikið
stærra. Hér er svo mikið úrval af fólki,“
og Gunnhildur tekur undir með vin-
konu sinni enda finnst henni kunnug-
leg andlit á hverju horni.
„Já! Mér finnst svo margt fólk
hérna. Ég er í lúðrasveit og dansi og
þekki margt fólk í gegnum það og allt
í einu er hér samansafn úr rosalega
ólíkum áttum. Ég er alltaf að hitta fólk
sem ég kannast við.“
Pínu stress
Vinkonurnar eru sammála um að þær
hafi verið tilbúnar í þessar breytingar
og að þær hafi báðar verið farnar að
þrá eitthvað nýtt og spennandi.
„Þetta hefur alveg verið stressandi
og við báðar búnar að vera hræddar
um að vera allt í einu einar einhvers
staðar eða á röngum stað og röngum
tíma.“
Og Gunnhildur tekur undir: „Já, ég
er nokkrum sinnum búin að fá svona
„Ahhhh ... hvar er stofan mín?!“
Það eru blendnar tilfinningar að
byrja í nýjum skóla, bæði spenna og
smá kvíði. En það er nokkuð víst að
nýnemarnir Hekla og Gunnhildur
Lovísa verða ekki í nokkrum vand-
ræðum með að feta sig í þessum nýju
aðstæðum enda fullar af metnaði og
tilhlökkun. n
„Þetta hefur alveg
verið stressandi og
við báðar búnar að vera
hræddar um að vera allt í
einu einar einhvers stað-
ar eða á röngum stað og
röngum tíma.
Húmor og gott kaffi getur fært þér nýja vini
Góð ráð fyrir nýtt upphaf
Ert þú að byrja í nýjum skóla/nýrri vinnu? Það getur verið í senn óþægilegt og spennandi.
Hér koma nokkur ráð sem geta nýst þér félagslega á nýjum vettvangi:
n Stundum eru orð óþörf, lítið bros getur brotið ísinn. Oft er nóg að sýna öðru fólki
áhuga með litlu brosi. Flestir virka þannig að ef þú sýnir þeim áhuga, þó ekki nema með
augngotu, sýna þeir áhuga til baka.
n Spurningar um grundvallarþætti á borð við aldur og fyrri störf, fjölskylduhagi eða
áhugamál geta kallað á frekari umræður.
n Láttu vaða! Það er oft auðveldara að hörfa en að mæta á fyrsta ballið eða starfs-
mannahittinginn. Þótt þér kunni að þykja það óþægilegt eða stressandi mun það
vafalaust borga sig að sýna þig og sjá aðra utan vinnu eða skóla. Kynni utan vinnu/skóla
skila dýpri vináttu heldur en dagleg samskipti á vinnustað/skóla.
n Átt þú þér sérstöðu sem getur nýst vinnustaðnum/skólafélögunum vel? Ef þú ert til
dæmis sérstaklega góð/-ur í að hella upp á kaffi getur þú kynnt sérstöðu þína með því að
færa nýjum félögum vandaðan kaffibolla.
n Vertu vakandi fyrir þeim húmor sem tíðkast. Er þetta húmor sem þú kannt að meta?
Getur þú tekið þátt með því að taka þátt í húmornum sem þú skynjar? Það er fátt meira
bætandi fyrir móral í hóp en góður húmor, ef þú getur með einhverjum hætti bætt hann
er þér borgið!
n Vinnusemi skiptir máli félagslega jafnt sem náms- og starfslega. Ef fólkið í kringum
þig sér að þú ert að leggja þig fram, hefur metnað fyrir námi og starfi og ert klár á
ákveðnum sviðum mun það vekja eftirtekt þeirra.
n Vertu þú sjálf/-ur! Það mun skila þér mestum og bestum árangri til lengdar.
„Ahhhh ... hvar
er stofan mín?“ Gunnhildur Lovísa og Hekla Spenntar fyrir nýju skólaári!
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
skrifar