Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 46
Helgarblað 21.–24. ágúst 201546 Menning Viskan í gelgjunni Tuttugu unglingsstelpur eru í aðalhlutverkum í dansverkinu GRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur Þ etta er svo flottur aldur. Það er einhver rómantísk, nostalgísk þrá eftir þessum unglingsárum hjá mér,“ segir Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur, sem vinnur verkið GRRRLS um og með unglings- stelpum fyrir danshátíðina Reykja- vík Dance Festival sem hefst í dag, þriðjudaginn 24. ágúst. Hátíðin er skipulögð í samstarfi við alþjóðlegu leiklistarhátíðina Lókal og er sameiginlegt þema há- tíðanna í ár upp á enska tungu: „Ev- ery body‘s spectacular“ eða „Allir eru flottir“. Verk Ásrúnar er eitt af þeim verkum sem er skapað sér- staklega fyrir hátíðirnar í ár. Allir geta dansað Ásrún útskrifaðist af danslistabraut Listaháskólans árið 2011 og hefur undanfarin ár getið sér gott orð fyr- ir lífleg og framsækin þátttökuverk og dansverk þar sem hún vinnur með ólærðum dönsurum. Árið 2013 vann hún þjóðdans í samtali við bæjarbúa í Reykjavík og hefur í kjölfarið unnið svipuð verk- efni á Akureyri, Varsjá og í Færeyj- um. Í ár vann hún verkið Stjörnu- stríð 2, sem var opnunaratriði Barnamenningarhátíðar í Reykja- vík, með hópi barna sem öll eru bundin í hjólastól. „Þau voru geggj- aðir dansarar!“ segir hún. Þá má taka fram að fyrr á árinu hlaut hún Menningarverðlaun DV fyrir þátt- tökuverkið Church of Dancy sem hún vann með nágrönnum sínum á Njálsgötu í Reykjavík. „Útgangspunkturinn í þessum verkum hefur verið að allir geti dansað. Það geta nefnilega allir dansað! Ég held að þetta hafi fyrst byrjað sem uppsteytur hjá mér gegn þeirri brjáluðu þjálfun sem dansarar þurfa að fara í gegnum. Hún er svo mikil og erfið og hefur ekki endilega góð áhrif. Mig langaði að prófa að vinna ekki með þannig fólki – því ég hafði alltaf unnið með þannig fólki og er sjálf þannig fólk. Mig langaði að sýna að þú þarft ekki þessa brjáluðu þjálfun til að dansa, en það byggir náttúrlega að hluta til á því að verkin sem ég geri krefjast ekki mikillar tæknilegrar færni,“ segir Ásrún. Unglingsstelprrr Í nýjasta verki sínu, GRRRLS sem verður frumflutt í Gamla bíói 29. ágúst næstkomandi, rannsakar Ás- rún unglingsárin og hvað það þýðir að vera unglingsstelpa. „Í vetur hef ég verið að kenna þrettán til fimmt- án ára stelpum í Listdansskóla Ís- lands, þar sem ég lærði sjálf þegar ég var yngri. Ég hef orðið fyrir svo miklum innblæstri frá stelpunum. Mér hefur þótt svo gaman að kenna og finnst þær svo flottar að ég bara varð að gera eitthvað,“ segir Ásrún. „Það er ekki svo langt síðan ég var unglingsstelpa sjálf svo ég man ennþá frekar vel eftir því. En það er eitthvað svo magnað hvað þessi unglingsár eru fljót að líða. Maður sér að þau eru strax að klárast þegar þau eru rétt byrjuð. Mig langaði að ná einhvers konar mynd af þessu,“ segir hún. Finnst þér unglingsstelpurnar sem þú ert að vinna með vera ólíkar þér þegar þú varst unglingsstelpa? „Nei, nefnilega ekki. Þegar ég var unglingur var ekki komið Snapchat og Instagram og allt það, svo ég hélt að þær yrðu allt öðruvísi, en þetta er algjörlega það sama. Unglingsstelp- ur í dag eru alveg eins og unglings- stelpur voru þegar ég var unglingur í kringum árið 2000.“ Um tuttugu unglingsstelpur flytja dansverkið og tóku þátt í að setja það saman. „Ég mætti ekki með neinar fastmótaðar hugmyndir. Til að byrja með vorum við bara að leika okk- ur og kynnast í dansspuna og leik- spuna. Þær hafa svo unnið saman í minni hópum og búið til efni. Svo fór ég að taka saman það sem hef- ur virkað og dýpkað suma hluti sem þær hafa komið með. Þarna eru bæði textar frá mér og þeim, þannig að þær eru algjörlega meðhöfundar verksins,“ segir Ásrún. Samstaða og áhugaverðir líkamar Ásrún segir að sterk bylgja femín- isma hjá ungum konum í íslensku samfélagi hafi einnig haft áhrif á það hvern- ig hún nálgað- ist verkið. „Það hefur verið mik- ið feminískt brjálæði og mikil femínistat- íska í gangi. Það er frá- bært og rosalega kúl, en mig lang- aði að athuga hvernig yngri stelpur – sem eru ekki komnar úr að ofan á Twitter eða komnar í Reykjavíkur- dætur – upplifa þetta,“ segir Ásrún. Finnst þeir eins og unglings- stelpurnar séu mikið að pæla í þessum málum? „Þær eru ekk- ert rosalega meðvitaðar. En það er kannski ágætt. Þær eru náttúr- lega mjög ungar, næstum því börn ennþá, og finna greinilega ekki fyr- ir miklu ójafnrétti í sínu daglega lífi,“ segir hún. „En ég fann svo- lítið fljótt að þema verksins væri samstaða og samkennd. Það byrj- ar mjög snemma hjá stelpum. Þær eru flokkur sem stendur saman og á sviðinu eru þær ofboðslega sterkar og flottar. Þær standa bæði fyrir sinn litla flokk og flokk allra unglingsstelpna í heiminum.“ Þetta tímabil, eða ástand, sem unglingsárin eru einkennast meðal annars af því að líkaminn er að breyt- ast hratt og maður er að prófa sig áfram í lík- amstján- ingu svo maður get- ur ímynd- að sér að það sé skemmti- legt að skoða þetta í gegnum dansformið – sem er svo líkamlegt. „Já. Á þessum árum er fólk með mjög áhugaverða líkama, hlutföll- in eru skringileg og stjórn á lík- amanum er oft svolítið öðruvísi en hjá fullorðnum. Það er með mjög áhugaverða líkamsbeitingu. Stelpurnar eru mjög mismunandi, þótt þær séu 13 ára getur munað metra á þeim í hæð, og alls kon- ar svoleiðis. Sumar eru algjör- ir spagettí líkamar, aðrar ekki. En samt er eitthvað sem þær eiga allar sameiginlegt,“ segir Ásrún. n „Unglings- stelpur í dag eru alveg eins og unglingsstelpur voru þegar ég var unglingur í kring- um árið 2000 Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Samstaða Unglingsstelpurnar eru ólíkar en standa þétt saman. Unglingsstelpur Ásrún rannsakar unglingsárin í dansverkinu GRRRLS sem verður frumsýnt á Reykjavík Dance Festival. Myndir ÞorMAr ViGnir GUnnArSSon og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.