Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Side 6
6 Fréttir Vikublað 27.–28. október 2015
H Á R Þ Y K K I N G A R M E Ð F E R Ð
H Á Þ R Ó U Ð O G M A R G P R Ó F U Ð
Fæst í apótekum um land allt,
í Hagkaup og á heimkaup.is
Sviðsstjórar látnir fara
„Af minni hálfu er engin kergja varðandi þessa ákvörðun“
T
veimur sviðsstjórum Strætó var
sagt upp störfum um miðjan
mánuðinn og hafa þeir þegar
látið af störfum. Áður hafði
sviðsstjóri akstursþjónustu fyrirtækis-
ins látið af störfum á sviptingasömu ári
hjá fyrirtækinu. „Framkvæmdastjór-
inn er tiltölulega nýtekinn við og hann
vill setja sín fingraför á rekstur fyrir-
tækisins,“ segir annar þeirra starfs-
manna sem nú hverfur á braut.
Ber engan kala til fyrirtækisins
Sviðsstjórarnir sem um ræðir eru
Júlía Þorvaldsdóttir, sem var yfir
farþegaþjónustusviði fyrirtæk-
isins, og Einar Kristjánsson,
sem var yfir nýstofnuðu sam-
göngusviði. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Jóhannes Svavar
Rúnarsson, staðfesti brotthvarf tví-
menninganna í samtali við DV. Jó-
hannes vildi ekki tjá sig um mál-
efni einstakra starfsmanna en sagði
þó að ekki væru fyrirhugaðar nein-
ar skipulagsbreytingar. „Við munum
auglýsa störfin á næstunni,“ segir Jó-
hannes.
Einar Kristjánsson segist ekki bera
neinn kala til fyrirtækisins vegna
ákvörðunarinnar. „Þetta er innan-
hússmál. Framkvæmdastjórinn vel-
ur að gera breytingar og af minni
hálfu er engin kergja varðandi þessa
ákvörðun. Hann [Jóhannes Svav-
ar Rúnarsson] er tiltölulega nýtekinn
við og hann vill setja sín fingraför á
rekstur fyrirtækisins,“ segir Einar.
Jóhannes var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Strætó í byrjun árs en
hann tók við starfinu af Reyni Jóns-
syni sem hafði glatað trausti stjórnar
fyrirtækisins. Áður starfaði Jóhannes
sem sviðsstjóri rekstrarsviðs Strætó.
Í vetur var rekstrarsviðið sameinað
skipulagssviði og var nýja sviðið nefnt
samgöngusvið. Áðurnefndur Ein-
ar Kristjánsson var í forsvari fyrir hið
nýja svið í stuttan tíma áður en hann
lét af störfum. n bjornth@dv.is
Jóhannes Svavar Rúnarsson Fram-
kvæmdastjórinn segir að störfin verði auglýst.
B
resk stjórnvöld beittu sér
fyrir því að ráðgjafar alþjóð-
lega fjárfestingabankans
JP Morgan myndu láta af
allri aðstoð sinni við Seðla-
banka Íslands og færu af landi brott
samhliða því að þau beittu hryðju-
verkjalöggjöfinni á Ísland og frystu
eignir Landsbankans í Bretlandi.
Í setningarræðu sinni á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins síð-
astliðinn föstudag sagði Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, að „einna lægst lögð-
ust“ Bretar í Icesave-deilunni þegar
„alþjóðlegum banka sem var hér
til þess að koma okkur til aðstoðar,
veita okkur ráð, var sagt af bresk-
um stjórnvöldum að láta nú af því
og koma sér úr landi af því að Ís-
lendingar væru undir hryðjuverka-
löggjöf.“
Bjarni tilgreindi ekki hver bank-
inn væri en samkvæmt heimildum
DV er um að ræða fjárfestingabank-
ann JP Morgan. Var bankinn helsti
ráðgjafi Seðlabankans í kjölfar falls
íslensku bankanna og gegndi meðal
annars lykilhlutverki við að koma á
eðlilegri greiðslumiðlun við útlönd.
Ekki hefur áður verið upplýst um
þennan þátt breskra stjórnvalda í
deilum þeirra við Íslendinga eftir að
tilkynnt var um það hinn 8. október
2008 að hryðjuverkalöggjöfinni
hefði verið beitt gegn Íslandi.
Afdrifaríkur fundur með
JP Morgan
Þrír fulltrúar JP Morgan, sem störf-
uðu allir á vegum bankans í London,
komu hingað til lands sunnudaginn
5. október 2008, daginn áður en
neyðarlögin voru samþykkt á Al-
þingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis um aðdraganda og orsak-
ir falls íslensku bankanna 2008 er
greint frá fundum sem ráðgjafar
JP Morgan – Michael Ridley, John
Bergendahl og Gary Weiss – áttu
með Seðlabankanum og fulltrú-
um ríkisstjórnarinnar sama dag
og þeir komu til landsins. Í rann-
sóknarskýrslu Alþingis segir meðal
annars að „ákveðin kaflaskil“ hafi
orðið varðandi afstöðu ráðherra
„til stöðu íslenska bankakerfisins“
á fundi sem þeir áttu með ráðgjöf-
um JP Morgan aðfaranótt mánu-
dagsins 6. október. Á þeim fundi
útskýrðu sérfræðingar JP Morgan
að ekki yrði hægt að bjarga bönk-
unum og því ráðlögðu þeir að Al-
þingi myndi samþykkja sem fyrst
sérstakar heimildir fyrir stjórnvöld í
því skyni að vernda innlenda starf-
semi viðskiptabankanna.
Fjórði starfsmaður JP Morgan
bættist í ráðgjafahópinn á Íslandi
6. október en sá sem fór fyrir hópn-
um var Bretinn Michael Ridley.
Samkvæmt heimildum DV var það
á fundi í Seðlabanka Íslands síðla
dags hinn 8. október, sama dag og
Bretar höfðu beitt hryðjuverka-
löggjöfinni, þar sem ráðgjafar JP
Morgan fengu þau skilaboð frá hátt-
settum yfirmanni í bankanum að
bresk stjórnvöld hefðu farið fram á
það að þeir myndu láta af allri að-
stoð sinni við íslensk stjórnvöld
og fara af landi brott samstundis.
Í kjölfar þessa símtals, samkvæmt
upplýsingum DV, viku ráðgjafar JP
Morgan af fundinum með Seðla-
bankanum og fóru upp á hótel-
herbergi. Þeir mættu hins vegar
skömmu síðar aftur til fundar upp
í Seðlabanka eftir að hafa ákveðið
að láta ekki undan þrýstingi breskra
stjórnvalda.
Komu í veg fyrir meiri skaða
Fjárfestingabankinn og ráðgjafar
hans gegndu sem fyrr segir lykil-
hlutverki á næstu vikum og mánuð-
um við að aðstoða Seðlabanka Ís-
lands í að koma greiðslumiðlun
Íslands við útlönd í eðlilegt horf.
Til marks um hversu umfangsmik-
il ráðgjöf JP Morgan var þá greindi
Morgunblaðið frá því hinn 8. ágúst
árið 2009 að kostnaður Seðlabank-
ans vegna sérfræðiráðgjafar fjár-
festingabankans á síðasta ársfjórð-
ungi 2008 hefði numið rúmlega
milljarði króna. Sagði í fréttinni ekki
víst „að tekist hefði að halda greiðsl-
umiðluninni við útlönd jafn greiðri
og raun varð á eftir hrun viðskipta-
bankanna þriggja ef ekki hefði kom-
ið til sérfræðiráðgjafar bankans.“
Þá kom fram í grein sem
Tryggvi Pálsson, þáverandi fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Seðla-
bankans, birti á vef Landsbankans í
nóvember 2011 að mestu erfiðleik-
arnir á þessum tíma hafi verið að
endurvekja greiðslumiðlunina við
útlönd. Hún hafi nánast stöðvast í
upphafi vegna þeirrar óvissu sem
skapaðist við fall bankanna en að-
gerðir breskra stjórnvalda juku
mjög á þann vanda. „Seðlabankinn
fékk JP Morgan bankann til að ann-
ast milligöngu um að koma greiðsl-
um til skila. Sú aðstoð var dýr en
skaðinn fyrir íslenskt athafnalíf
hefði verið margfalt meiri ef lengur
hefði dregist að koma aftur á eðli-
legri greiðslumiðlun við útlönd.“ n
Bretar vildu helsta ráðgjafa
Seðlabankans af landi brott
Sama dag og hryðjuverkalöggjöfinni var beitt þrýstu bresk stjórnvöld á að JP Morgan hætti að aðstoða Ísland
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Ráðgjafi Seðlabankans
JP Morgan gegndi lykilhlut-
verki við að aðstoða Seðla-
banka Íslands í að koma
greiðslumiðlun Íslands við
útlönd í viðunandi horf eftir
fall fjármálakerfisins 2008.
Mynd SigtRygguR ARi