Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Page 24
20 Menning Vikublað 27.–28. október 2015
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Hin ástsæla
Mómó
Hin fræga barnabók Mómó
eftir Michael Ende hefur verið
endurútgefin. Mómó býr í rúst-
um hringleikahúss. Hún sankar
að sér vinum enda kann hún að
hlusta. Svo birtast grámennin
með stórhættulegt ráðabrugg.
Nýjar bækur
Örvænting
Sonju
Gildran er ný glæpasaga eftir
Lilju Sigurðardóttur. Í örvæntingu
leiðist Sonja út í eiturlyfjasmygl
og vonast til að geta búið syni
sínum gott heimili fyrir ágóðann.
En svo vekur Sonja athygli
tollvarðarins Braga.
Furðulegir atburðir
Ný barnabók Gerðar Kristnýjar fjallar um dularfullar dúkkur
G
erður Kristný hefur sent
frá sér nýja barnabók.
Hún heitir Dúkka og er
spennandi og afar vel
skrifuð saga um Kristínu
Kötlu sem eignast dúkku sem er
ekki eins blíð og góð og í upphafi
mætti ætla.
Gerður Kristný er fyrst spurð
hvaðan hún hafi fengið hug-
myndina að sögunni. „Ég var í
Iowa City fyrir ári og kom þar inn
í mikla verslunarkeðju þar sem
voru seldar dúkkur fyrir litlar
stelpur. Þær velja sér oftast dúkkur
sem líkjast þeim sjálfum. Mér
fannst þetta mjög sérstakt og lang-
aði í kjölfarið að semja bók um ís-
lenska stelpu sem fer í leikfanga-
búð og velur sér dúkku sem líkist
henni. Besta vinkona hennar á líka
svona dúkku. Dúkkurnar virðast
vera mjög eðlilegar en allt í einu
fara furðulegir atburðir að ger-
ast. Þetta er bók með eilitlu hryll-
ingsívafi en fjallar einnig um vin-
áttu og samstöðu og það að gleypa
ekki við hverju sem er heldur vera
sjálfri sér trú.“
Þú hefur ekkert á móti dúkkum, er
það?
„Ég hef alls ekkert á móti dúkk-
um. Miðað við margar aðrar stelp-
ur var ég reyndar ekkert mikið fyrir
þær, ég var meira að lita í litabæk-
ur og teikna. Ég átti dúkkur en þær
litu ekki út eins og lítil börn, held-
ur litlar konur. Þær voru eins og
Marilyn Monroe, ljóshærðar og
með stutt liðað hár sem leit út fyrir
að þær svæfu alltaf með rúllur.“
Þetta er bók þar sem nokkur óhugn-
aður er á ferðinni. Hvað þola börn
mikið af slíku?
„Ég man að þegar ég skrifaði
draugasöguna Garðinn ímyndaði
ég mér að hún væri fyrir unglinga.
Í ljós kom að hún hentaði ágætlega
10 ára krökkum og eldri. Það kom
mér á óvart. Ég og ritstjóri minn
hjá Forlaginu ræddum mikið fyrir
hvaða aldur Dúkka ætti að vera og
ákváðum að hún væri fyrir yngstu
krakkana, átta ára og eldri, en hún
hefur verið lesin fyrir allt niður
í sex ára krakka. Ætlunin var að
ganga ekki of langt í hryllingnum.
Við vildum skila aðalsöguhetjunni
í örugga höfn og lesandanum þar
með líka. Svakalegri mátti hún
ekki að vera.
Núna er ég að kenna ritlist
í Barnaskóla Hjallastefnunn-
ar í Garðabæ og sé að nemend-
ur mínir, sem eru 9–12 ára gaml-
ir, eru óðir og uppvægir í svolitla
gæsahúð. Mig langaði til að skrifa
fyrir þennan hóp stutta og laggóða
sögu með svolitlu hryllingsívafi án
þess að ganga of langt. Þarna er
enginn sem fláir aðra manneskju
og notar húðina sem samfesting,
eins og gerðist í sögu eftir tólf ára
vin minn um daginn!“
Það eru áhyggjur af minnkandi
lestri barna. Lesa börnin sem þú
kennir mikið?
„Ég verð vör við það að þeir sem
ánetjast bóklestri á unga aldri losna
ekki svo auðveldlega undan honum.
Ég er umvafin krökkum sem lesa og
flestir skólar láta börn lesa heima
hjá sér í minnsta kosti fimmtán mín-
útur á dag og síðan eru þau líka með
sögubækur í skólanum sem þau lesa
líka þar. Þegar ég hitti krakka sem
ég er að kenna er fyrsta spurningin
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Gerður Kristný „Þetta er
bók með eilitlu hryllingsí-
vafi en fjallar einnig um
vináttu og samstöðu.“
Mynd SiGtryGGur Ari
Að hafa fyrir lestrinum
Þ
að er eitthvað svo dásam-
lega 90s-legt við þessa bók.
Þegar kvikmyndapersónur
töluðu helst um bíómynd-
ir hlutu skáldsögur að beina sjón-
um að sjálfum sér. Þetta er ekki
síður merkilegt fyrir þá sök að bók
Calvinos kom fyrst út árið 1979.
Pómóið hélt innreið sína í bók-
menntirnar (sjá t.d. Paul Auster)
góðum áratug áður en það fór að
birtast af krafti á hvíta tjaldinu.
Og bók þessi býður mann vel-
kominn þegar lestur hefst, maður
kemur sér þægilega fyrir og rifj-
ar upp nautnir þess að lesa. En
þetta er í sjálfu sér einn af mörgum
blekkingarleikjum, því bókin ger-
ir allt hvað hún getur til að valda
manni hugarangri hér eftir.
Eins og margir kannski vita er
bókin samansett af endalausum
byrjunum á sögum sem hafa
engan endi. Aðeins meistari eins
og Calvino gæti gert hverja einustu
af þessum sögum áhugaverða, og
fer í gegnum ótal stíla (lipurlega
komið til skila af þýðanda), svo að
maður vill svo gjarnan sjá hvernig
þær enda.
Nei, maður fær aldrei að koma
sér þægilega fyrir. Þetta eru eins og
rofnar samfarir, eða að sjá einn þátt
af Game of Thrones án þess að fá að
halda áfram. Að lokum lærir maður
að tengjast ekki persónum of mikið,
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Bækur
Ef að vetrarnóttu
ferðalangur
Höfundur: Italo Calvino
Útgefandi: Ugla.
Þýðandi: Brynja Cortes Andrésdóttir