Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Page 28
24 Fólk Vikublað 27.–28. október 2015
Útgáfuboð Útlagans
Jón Gnarr fagnaði með félögum
Á
dögunum fagnaði Jón Gnarr
útgáfu nýjustu bókar sinnar,
Útlagans, með húllumhæi
á Kex Hostel. Góðir gestir
mættu í Gym & Tonic-salinn, þáðu
léttar veitingar og hlustuðu á upp-
lestur höfundar. Ljósmyndari
DV var á staðnum og smellti af
nokkrum myndum. n
ragga@dv.is
Höfundurinn Spessi, Jón Gnarr
og Kristín Þorsteinsdóttir, sam-
starfskona hans af 365 miðlum.
Góðir gestir Hér sjáum við borgarstjórann,
Dag B. Eggertsson, og konu hans, Örnu Dögg
Einarsdóttur, í djúpum samræðum.
Bókamenn Páll Valsson mætti með hattinn
og í bakgrunninum sést íbygginn Egill Örn
Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.
Hressar á Kexi Ilmur Kristjánsdóttir og
Þórunn Sveinsdóttir voru hressar og kátar í
útgáfuboðinu.
Rusl verður að fjársjóði
n Skiptimarkaður á Loft hostel n Dino sjálfboðaliði vinnur að sjálfbærni n Elskar Ísland
D
ino Ðula er frá pínulitlum
smábæ í Króatíu en kom til
Íslands á vegum verkefnis
sem kallast Green Hostels
project og er stýrt af alþjóð-
legu farfuglasamtökunum, Hostell-
ing International, á Íslandi. Þau eru
hluti af áttunda hópnum sem kem-
ur til Íslands á vegum verkefnis-
ins og dvelja á landinu í ár við sjálf-
boðastörf. Dino er einn þeirra sem
standa fyrir skemmtilegum við-
burðum á Loft hostel, sem hvetja til
endurnýtingar og sjálfbærni.
Skiptimarkaður
„Swap till you drop“ er heiti á við-
burði sem hefur verið haldinn
reglulega á Loft hosteli síðustu tvö
árin. „Þetta er vinsælasti viðburður-
inn sem við stöndum fyrir. Hundruð
gesta hafa mætt þangað með sitt
„drasl“ sem hefur umsvifalaust
breyst í fjársjóð einhvers annars við
eigendaskipti. Flestir eiga svo mikið
af fötum og bókum sem þeir eru
hættir að nota eða hafa ánægju af.
Með viðburðinum veitum við fólki
tækifæri til að láta þessa hluti öðlast
nýtt líf á nýjum heimilum.“
Næsti „Swap till you drop“-við-
burður verður haldinn á Loft hostel
í Bankastræti miðvikudaginn 28.
október kl. 16.30. Reglurnar eru ein-
faldar – hver sem er getur mætt með
hrein föt og bækur og tekið með sér
heim það sem hugurinn girnist frá
öðrum þátttakendum. Engir pen-
ingar skipta um hendur og sjálf-
boðaliðarnir koma því sem afgangs
verður í hendur Rauða krossins.
Blaðamaður og ferðalangur
Dino hafði lengi dreymt um að
komast til Íslands. „Ég kláraði
meistaragráðu í blaðamennsku í
Zagreb og byrjaði að ferðast um
heiminn. Ég var búinn að búa í ár á
Spáni áður en ég fékk tækifærið til
að koma hingað. Ég sá fyrir algjöra
tilviljun auglýsingu um starf sjálf-
boðaliða og sótti strax um.“ Dino er
ánægður með lífið á Íslandi. „Tím-
inn hér er búinn að vera stórkostleg-
ur. Ísland hefur mikil áhrif á mig, ég
finn innblástur til að gera alls kon-
ar nýja hluti og er búinn að ferðast
út um allt. Ég er búinn að sjá öll dýr
sem búa á eyjunni, seli, lunda, hvali,
refi, kindur og hesta, og svo marga
fossa og regnboga að það hlýtur að
vera einhvers konar met.“ Fyrir utan
að hafa ferðast mikið um landið er
Dino byrjaður að prjóna lopapeysu,
búinn að læra á bíl og dansar í Há-
skóladansinum. „Ég er búinn að gera
svo margt nýtt hérna og á ennþá hálft
ár eftir af dvölinni.“
Sjálfboðaliðarnir standa líka
fyrir „Up-cycling café“ og viðburði
sem kallast „Once upon a human“.
Í endurnýtingarkaffið er hægt að
mæta og læra að búa til töskur úr
gömlum fötum, veski úr gömlum
djúsfernum og fleira, en „Once
upon a human“ er viðburður þar
sem fólk hittist og segir hvað öðru
sögur. Allar nánari upplýsingar
er að finna á Facebook-síðu Loft
hostels. n
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
„Tíminn hér
er búinn að vera
stórkostlegur.
Dino Ðula Þetta er
ekki innsláttarvilla í
eftirnafninu, eðið er
þó borið fram eins og
„dj“ í þessu tilfelli.