Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Qupperneq 18
Helgarblað 8.–11. maí 201518 Fréttir Vætan fraus á fötum dóttur minnar U ngt par, Davíð Kjartansson og Drífa Guðnadóttir, lenti nýverið í skelfilegri lífs- reynslu þegar bíll þeirra rann í hálku og fór út af veg- inum á Möðrudalsöræfum. Í bíln- um með þeim var 14 mánaða dóttir þeirra, Dísella Dögg. Davíð rotaðist í byltunni en þegar hann rankaði við sér var barnið hágrátandi og glerbrot og blóð út um allt. Biðin eftir hjálp var átakanleg en loks komu breskir fornbílaeigendur þeim til aðstoð- ar. Davíð stígur fram og lýsir þessari erfiðu reynslu, ekki síst til þess að koma sígildum skilaboðum á fram- færi. Beltin bjarga. „Þá hefðum við ekki þurft að spyrja að leikslokum“ „Þetta var sennilega sekúndubrot en leið eins og heil eilífð. Þarna var dulin hálka og allt í einu fann ég að ég var búinn að missa stjórn á bíln- um. Ég náði þó að stýra honum út af á því sem virtist vera skárri stað- ur. Hinum megin við veginn var stórgrýti og hefðum við oltið þar þá hefðum við ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ sagði Davíð, sem er þaulvanur að keyra í fjölbreyttum aðstæðum starfs síns vegna. „Ég hef starfað sem hótelstjóri ION undanfarið eitt og hálft ár og hef því daglega þurft að keyra Nesja- vallaleiðina og Mosfellsheiðina, oft við mjög skrautlegar aðstæður. Ég taldi mig því færan í flestan sjó en þarna sköpuðust afar lúmskar að- stæður sem erfitt var að ráða við,“ bætir hann við. Andlitið á kaf í vatn „Við fórum nokkrar veltur áður en að ég rotaðist í stutta stund. Ég man hins vegar skýrt að á einum tímapunkti fór andlitið á mér á kaf í vatn og þá brá mér rosalega. Þegar ég ranka við mér erum við á hvolfi, vatn að leka inn í bílinn og dóttir mín hágrátandi. Fyrstu við- brögð voru að bjarga barninu, það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð. Ég man að ég var hræddur um að dóttir mín væri að kafna í beltinu þar sem hún hékk í stólnum sín- um, hvort sem það er rökrétt eða ekki. Ég náði að teygja mig til henn- ar, losa beltið og koma henni í fang móður sinnar. Þá fór ég að skoða mig betur um og sá að allar rúður voru mölbrotnar og við öll skorin og blóðug. Ullarpeysa dóttur minn- ar var útötuð í blóði og þá helltist yfir mig hræðileg tilfinning,“ segir Davíð. Vindurinn nísti inn að beini Davíð var sjálfur marinn og blóðug- ur en á Facebook-síðu sinni sagði hann að heildaráhrifanna hefði ekki farið að gæta fyrr en nokkuð var um liðið. Fjölskyldan var á leiðinni í stutta heimsókn til tengdafor- eldra Davíðs sem búa á Neskaup- stað þegar slysið átti sér stað. Að sögn Davíðs hugsuðu þau strax um að gera einhverjum viðvart en það þyrmdi yfir þau þegar í ljós kom að símar beggja lentu ofan í vatni og voru gagnslausir. „Það var við- bjóðslegt veður, ískalt og rosalegur vindur sem nísti inn að beini. Mér varð ekki um sel þegar ég sá vætuna bókstaflega frjósa á fötum dóttur minnar.“ „Við vorum bara föst“ Eitt það óþægilegasta var vatnið sem að vætlaði inn í bílinn. „Ég vissi ekk- ert á hvaða undirlendi við vorum. Var bíllinn á hvolfi ofan í vatni eða ekki? Ég sá vatnið vætla inn í bíl- inn en áttaði mig fyrst um sinn ekki á því hvort við værum að sökkva eða ekki,“ sagðir Davíð. Vatnið var um metri á dýpt en ísinn hélt þeim blessunarlega uppi og fljótlega var ljóst að þau væru ekki að sökkva sem var mikill léttir. Aðstæðurnar í bílnum voru hins vegar slæmar. „Við vorum bara föst, eina leiðin út var í gegnum mölbrotnar rúð- ur. Rokið og nístandi frostið átti greiða leið að okkur og við vorum orðin talsvert hrakin. Þá tók einhver n Lentu í skelfilegri bílveltu n Bretar komu til bjargar Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þetta var sennilega sekúndubrot en leið eins og heil eilífð „Fyrstu viðbrögð voru að bjarga barninu, það voru eigin- lega ósjálfráð viðbrögð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.