Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Qupperneq 20
Helgarblað 8.–11. maí 201520 Fréttir Fjársvelti er að brjóta upp heilbrigðiskerfið n Vaxandi einkarekstur framkallar ný álitamál n Snýst ekki bara um að græða peninga H eilbrigðisráðherra, land- læknir og formaður Lækna- félags Íslands eru ekki and- vígir blöndun opinbers rekstrar og einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu. En í samtölum við DV gjalda þeir varhug við því að frekari vöxtur einkarekinna lækn- ingamiðstöðva dragi úr þreki og getu sjúkrahúsa eins og Landspítalans til þess að sinna hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús og miðstöð fyrir flóknar og dýrar lækningar. „Eðlilega koma alltaf upp spurn- ingar um verkefni opinbera kerfisins og fjölbreyttari rekstrarform í heil- brigðisþjónustunni. Af því að nefnd er þessi nýja þjónusta þar sem bjóða á brjóstaskurðlækningar þá kom þetta upp fyrr í vetur. Mín fyrirmæli voru þau að við héldum þessari getu og þekkingu innan Landspítalans. Við erum ekkert að fikta í því og ég hef engin áform um það,“ sagði Krist- ján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í samtali við DV. Birgir Jakobsson landlæknir tók í sama streng um þetta atriði: „Það þarf að vera skýrt hvaða hlutverk einstaka heilbrigðisstofnanir hafa. Ég held að það þurfi að hugsa það mál tvisvar ef maður ætlar að koma þjónustu, sem að mörgu leyti er hluti af hátækniþjónustu, fyrir annars staðar en á hátæknisjúkrahúsi.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, tekur í sama streng um hlutverkaskiptinguna í hátæknilækningum og bendir á að breytingar á samningum sérgreina- lækna við Sjúkratryggingar Íslands og rekstur læknamiðstöðva und- ir arðsemiskröfum fjárfesta væri nýjung innan heilbrigðiskerfisins. Samhæfing versnar – kostnað- ur eykst Vilhjálmur Arason læknir hefur í ræðu og riti fjallað um vanda heil- brigðisþjónustunnar sem hann telur að sé meiri nú en fyrir um hálfum öðrum áratug. Ein brotalömin er að hans mati vaxandi samskiptavandi og miðlun upplýsinga milli einkarekna kerf- isins og opin beru heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna. Þar viti hægri höndin ekki hvað sú vinstri sé að gera, í mörgum til- vikum vegna skorts á flæði upplýsinga um sjúkrasögu sjúklinga, læknabréf og fleira. „Í gegnum Heilsugáttina getum við vitað hvað aðrir eru að gera með sama sjúklinginn. Það er vont að þetta skuli vera í lamasessi. Ef heilsugæslan væri heilsteypt væri þetta kannski í betra lagi. Og þetta eykur kostnað og fyrirhöfn.“ Vilhjálmur bendir einnig á að eftirlit með útgjöldum þurfi að vera kerfisbundið. Mikill vöxtur innan einkarekinnar þjónustu, til dæm- is í fegrunarlækningum, geti leitt til lýðheilsuvanda síðar og kostn- aðar sem leggist á sjúkrahúsin og opinberu þjónustuna. Nefna megi gölluðu silíkon-brjóstapúðana sem urðu valdir að heilsutjóni hundraða kvenna. „Ung kona var komin með drep í brjóst vegna þess að hún hafði látið setja hring í geirvörtu. Hún kvaðst aldrei hafa látið setja hringinn ef hún hefði verið upplýst um áhætt- una. Svona tilvik lenda svo á almenna kerfinu.“ Vilhjálmur segir vanda heilbrigðiskerfisins marg- þættan og hann tengist þróuninni í átt til einka- rekstrar. „Ég sé ekki að þetta leys- ist nema með því að laga kjörin því annars brjótast menn út úr kerfinu og vilja fara í bisness og verðleggja sig í samræmi við kollega erlendis.“ Snýst ekki bara um að græða peninga Í nýútkomnu hefti Læknablaðsins ritar Magnús Baldvinsson, læknir og stjórnarmaður Læknafélagsins, grein um einkavæðingu í heilbrigðis- þjónustu. Hann segir að í rekstri sín- um og annarra í Röntgen Dom- us fái menn reglulega fyrirspurnir um hvort ekki sé hægt að borga sig framhjá biðlistum. „Ekki hefur verið opnað fyrir slíkt en það er þó vel þekkt frá nágrannalöndunum. Þar er þetta jafnvel komið enn lengra og alvanalegt er að fólk vilji borga sjálft alla upphæðina til þess að komast framhjá biðröðum. Þetta hefur síð- an aftur leitt til þess að trygginga- fyrirtæki hafa séð sér leik á borði og bjóða nú tryggingar sem dekka þennan kostnað. Nokkuð algengt er að slíkar tryggingar séu orðnar hluti af launakjörum fólks, til dæmis í Noregi. Það virðist því vera góð leið til þess að styrkja einkarekstur að takmarka um of greiðsluþátttöku ríkisins. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara svona einfalt og fleira kemur til, fjárskortur til opinbera kerfisins hef- ur að vissu leyti sömu áhrif. Nú kann margur að halda að ef nóg fjármagn er sett í opinbera kerfið verði engin eftirspurn eftir einkarekstri og hann í raun óþarfur.“ Magnús lýkur grein sinni með eftirfarandi orðum um leið og hann lýsir áhyggjum af gæðum þjón- ustunnar: „Ég held ég geti mælt fyr- ir munn flestra sem tilheyra þeim hópi sem vinnur í „einkageiranum“ að slíkar kröfur til einkarekstrar eru æskilegar og bara til þess fallnar að auka gæði þjónustunnar og veita hinu opinbera aukna og heilbrigða samkeppni um verkefni og starfs- fólk. Því þrátt fyrir það sem margur heldur, snýst einkarekstur ekki bara um að græða peninga, við erum líka læknar.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Fjölgun einkarekinna læknastöðva Samþætt einkarekin heilbrigðis- þjónusta í Hótel Íslandi Eva ehf. er félag í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur og fleiri. Það leiddi þróunarstarfið í Hótel Íslandi og vildi meðal annars breyta starfseminni í gríðarstóru rými þar sem áður var skemmtistaðurinn Broadway. Eva á og rekur Heilsumiðstöðina sem rekur Hótel Ísland, en leigir húsið allt, 9.300 fermetra, af fasteignafélaginu Reitum hf. Reitir hafa nýverið fest kaup á Hótel Íslandi en á fyrir megnið af Kringlunni og stærstu hótelin í höfuðborginni svo nokkuð sé nefnt. Læknarnir, sem þar ætla að koma upp sérhæfðri miðstöð til kvensjúk- dómalækninga með skurðstofuaðstöðu, gera sjálfstæða samninga við Sjúkra- tryggingar Íslands og starfa eins og aðrir sérfræðilæknar, til dæmis í Domus Medica, Orkuhúsinu og víðar. Þeir hafa stofnað rekstrarfélag sem heitir Klíníkin sem að sínu leyti leigir aðstöðuna fyrir læknana í umræddum hluta hússins. Ásdís Halla segir að inn í húsið flytji fyrirtækið Sinnum ehf., sem einnig er í eigu Evu ehf. Sinnum er heimaþjónusta við einstaklinga sem vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna þurfa á hjúkrun og aðstoð að halda til að búa heima. Sinnum hefur verið til húsa við Holtsbúð í Garðabæ þar sem áður var nunnuklaustur St. Jósefssystra. Garðabær festi kaup á húsinu í apríl í fyrra með þeirri kvöð að húsið verði nýtt í þágu aldraðra, heilbrigðisþjónustu eða annarra mannúðarmála. Sinnum, sem greiðir Garðabæ 500–600 þúsund krónur í leigu á mánuði, hefur sagt leig- usamningi upp og flytur í Hótel Ísland eins og áður segir. Þess ber að geta, að í byggingunni verður áfram rekið yfir hundrað her- bergja hótel, þó þannig að nokkur þeirra verða tekin undir sjúklinga sem til dæm- is eru að jafna sig eftir skurðaðgerðir eða koma af landsbyggðinni til lækninga. Með umtalsverðum og dýrum breytingum, sem nú standa yfir, breytist nýting hússins og hlutverk þess verður nær því að geta kallast heilsuhótel. „Svona tilvik lenda svo á almenna kerfinu. Versnandi kerfi Vilhjálmur Arason: „Það er vont að þetta skuli vera í lama- sessi. Ef heilsugæslan væri heilsteypt væri þetta kannski í betra lagi.“ Heilsuhótel Í Hótel Íslandi verður nýjasta einkarekna læknamiðstöðin sem sérhæfir sig í kvensjúkdómalækningum með aðstöðu til skurðaðgerða. Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta ISHIDA WM-NANO FILMUPÖKKUNARVÉL MEÐ MIÐAVOG Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Filmupökkunarvél á borð með Uni 7 sem er nýjasta miðavog Ishida Ishida Nano hentar fyrir pökkun á ávöxtum, kjöti og fisk Hægt er að nota pökkunarvél með eða án vigtunar og prentunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.