Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 6
Vikublað 1.–3. september 20156 Fréttir
GÓLFMOTTUR
Við leigjum út gólfmottur í anddyri.
Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu
ræstingakostnað.
Við sækjum og sendum.
Fáðu verðtilboð!
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k .
bilo@bilo. is • w w w. b i l o. i s
Skoðaðu heimasíðuna okkar
ww
w.
bi
lo
.is
Ef
þú
er
t í b
ílahugleiðingum?
... með okkur!
FRÁ KR. 48.900
Skráð á fram-
hjáhaldsvef
Þóra Margrét Baldvinsdóttir,
eigin kona Bjarna Benediktsson-
ar fjármálaráðherra og formanns
Sjálfstæðisflokksins, segir í stöðu-
uppfærslu á Facebook-síðu sinni
að þau hjón hafi heyrt um hinn
umdeilda vef Ashley Madison
árið 2008 og ákveðið að skrá sig
inn á hann fyrir forvitnissakir.
Gamalt tölvupóstfang Bjarna
Benediktssonar, bjarniben@n1.is,
var eitt þeirra tölvupóstfanga
sem komu út úr hinum fræga
Ashley Madison-leka en vefsíðan
markaðssetti sig sem hinn
fullkomna vettvang til að stunda
framhjáhald.“
Þóra Margrét segir í
stöðuuppfærslunni að þeim
hjónum hafi borist margar
ábendingar um að nú sé talsvert
rætt manna í milli um að gamalt
netfang Bjarna tengist gögnum
af Ashley Madison-vefnum
sem dreift hefur verið á netinu.
„Svona getur forvitnin leitt
mann í gönur. Við heyrðum um
þennan umdeilda vef í erlendum
fréttum fyrir um 7 árum (2008).
Í framhaldi af því skoðuðum
við vefinn fyrir forvitnissakir, en
til þess þurfti að fylla út þar til
gert form, skrá netfang, erlent
póstnúmer og fleira sem við
gerðum í algjörum hálfkæringi og
af léttúð. Við höfum aldrei síðan
farið inn á þennan vef,“ segir Þóra
Margrét og bætir við að ekki hafi
aldrei greitt fyrir skráninguna.
Skoðuðu húsnæði
undir Sparibankann
n Sparifélagið vill Sparisjóð Norðurlands n Horfir til fyrrverandi höfuðstöðva MP
I
ngólfur H. Ingólfsson, fjármála-
ráðgjafi og einn eigenda Spari-
félagsins hf., fór í lok síðustu
viku með hóp erlendra fjárfesta í
skoðunarferð um fyrrverandi höfuð-
stöðvar MP banka við Ármúla vegna
áforma félagsins um að opna úti-
bú sparisjóðs á höfuðborgarsvæð-
inu. Félagið hefur unnið að stofn-
un Sparibankans síðustu fimm ár og
bíður nú ákvörðunar Samkeppnis-
eftirlitsins um samruna Landsbank-
ans og Sparisjóðs Norður lands.
„Við erum að skoða samstarf við
þrjá ólíka hópa erlendra fjárfesta og
einn þeirra var staddur hér á landi
í síðustu viku og þá vildi svo til að
MP banki var búinn að færa sína
starfsemi niður í Borgartúnið. Við
smeygðum okkur þarna inn til að
sýna þessum fjárfestum húsnæðið
og að þarna væru allir innviðir sem
Sparibankinn þyrfti.“
Útibú í Reykjavík
DV sagði í júníbyrjun frá því að
Sparifélagið hygðist leggja fram til-
boð í alla stofnfjárhluti Arion banka
í AFLi sparisjóði, stærsta sparisjóði
landsins. Að sögn Ingólfs hafði fé-
lagið þá sent bankanum gögn um að
það hefði til að bera nægan fjárhags-
legan styrk til að fá efnt kaup tilboð
sitt. Sparifélagið vildi þá einnig
komast inn í eigendahóp Spari-
sjóðs Norðurlands, auka eigið fé
sjóðsins, og sameina hann og AFLi.
Sama dag og fréttin birtist heimil-
aði Samkeppniseftirlitið samruna
Arion banka og AFLs en stofnun-
in hafði áður gert samkomulag við
bankann um að 99,3% eignarhlutur
hans skyldi seldur í opnu söluferli.
Rúmum tveimur vikum síðar var til-
kynnt að vinna við samruna Lands-
bankans og Sparisjóðs Norðurlands
væri hafin vegna óvissu um framtíð
sjóðsins.
„Við erum enn að horfa til
Sparisjóðs Norðurlands enda hef-
ur Samkeppniseftirlitið enn ekki
samþykkt samrunann. Ef það sýn-
ir sig að það eru aðrir aðilar á
markaðnum heldur en stóru bank-
arnir sem geta lagt inn aukið eig-
ið fé í sparisjóðinn og bjargað hon-
um þá ber Samkeppniseftirlitinu að
gefa þeim tækifæri til að sanna sig.
Við viljum opna útibú sparisjóðsins
í Reykjavík og þess vegna vorum við
að skoða þetta húsnæði í Ármúlan-
um. Við viljum bjarga sparisjóðn-
um og setja inn í hann aukið eigið
fé, hundruð milljóna króna. Ég held
því að niðurstaðan geti ekki verið á
annan veg en að við fáum tækifæri
til að sýna hvað við getum,“ segir
Ingólfur.
Skoða annað húsnæði
Ingólfur segir eigendur Sparifélags-
ins einnig skoða annað húsnæði
undir Sparibankann. Aðspurður
hvaðan erlendu fjárfestarnir koma
segir Ingólfur ekki tímabært að
greina frá nöfnum þeirra eða þjóð-
ernum.
„Hópurinn samanstendur annars
vegar af hluthöfum í Sparifélaginu og
erlendum fjárfestum sem hafa verið að
vinna með okkur. Þar er um þrjá ólíka
hópa að ræða og það er full snemmt
að segja hver af þessum hópum verð-
ur fyrir valinu. Þeir hafa allir áhuga á
að koma að stofnun Sparibankans
sem yrði fjármálastofnun á landsvísu,“
segir Ingólfur og heldur áfram:
„Sparibankinn, vinnuheitið sem
við höfum notað þrátt fyrir að svo
geti farið að hann muni heita eitt-
hvað annað á endanum, er tilvísun í
sparisjóðina. Við viljum skapa þessa
persónulegu nánd og þjónustu sem
þeir eru þekktir fyrir og erum opin
fyrir samstarfi við þá sparisjóði sem
eftir eru. Við ætlum að fara inn á
þessa litlu staði sem bankarnir eru að
draga sig út úr en verðum þá ekki með
svipaða tegund af útibúum og gömlu
bankarnir voru eða eru með,“ segir
Ingólfur. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Húsnæðið Fasteignin sem eigendur Sparifélagsins skoðuðu í lok síðustu viku stendur við Ármúla 13a og er í eigu Eik fasteignafélags. MP
banki var þar áður til húsa og þar áður höfuðstöðvar SPRON. Mynd: Rakel ÓSk SiGuRðaRdÓttiR