Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Page 8
8 Fréttir Vikublað 1.–3. september 2015
Ósáttur við raðirnar
á Keflavíkurflugvelli
n Austurrískur ferðamaður skrifaði kvörtunarbréf n Rétt komst inn í vélina
A
usturríkismaðurinn Ger-
ald Giesswein sendi stjórn-
endum Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar tölvupóst á
dögunum þar sem hann
kvartaði yfir þeim löngu biðröðum
og töfum sem hann upplifði þar um
miðjan ágúst.
Hann segir að það hafi tekið rúm-
ar tvær klukkustundir að tékka sig
inn, fara í gegnum vegabréfaskoðun
og í gegnum öryggisleitina. Hann
komst inn í flugvélina á sömu mín-
útu og hún átti að fara í loftið en þá
tók við þrjátíu mínútna seinkun.
Hann bætir við að margir starfsmenn
flugvallarins hafi hvorki hreyft legg
né lið til að reyna að flýta fyrir.
Hneykslanleg upplifun
„Ástæðan fyrir þessari óásættanlegu
og hneykslanlegu upplifun er augljós-
lega léleg stjórnun og einnig að fjölda
starfsmanna er haldið í algjöru lág-
marki,“ skrifaði Giesswein, sem hefur
heimsótt Ísland reglulega í yfir áratug.
„Ég kom á flugvöllinn klukkan
08.15 um morguninn til að vera viss
um að ég hefði nægan tíma til að
tékka mig inn, versla aðeins, fá endur-
greiðslu virðisaukaskatts vegna þess
sem ég hafði keypt á Íslandi og til að
fá mér góðan morgunverð. Á tveimur
klukkustundum hefði þetta verið vel
mögulegt á flugvelli sem er vel rek-
inn. En ekki í Keflavík,“ skrifaði Gies-
swein, sem átti pantað flug klukkan
10.20 fimmtudaginn 13. ágúst.
Reiðir ferðamenn
Þegar hann ætlaði að tékka sig inn
hjá AirBerlin voru aðeins tvær inn-
skráningarstöðvar opnar og hreyfð-
ist röðin lítið sem ekkert í 40 mínútur.
„Þegar fólk var byrjað að reiðast voru
þrjár stöðvar opnaðar í viðbót og röð-
in byrjaði að hreyfast,“ skrifaði hann.
Fyrirtækið Isavia rekur Flugstöð Leifs
Eiríkssonar en í tilviki Air Berlin er
innritunin í höndum flugþjónustuað-
ilanna, Airport Associates.
Röðin mjakaðist áfram
Þegar kom að öryggisleitinni voru
„hundruð manna“ í biðröð, að sögn
austurríska ferðamannsins. „Þarna
var klukkan orðin 09.20 og ég var langt
frá því að komast að. Þrátt fyrir þenn-
an fjölda farþega sem beið voru að-
eins tvær stöðvar opnar og röðin rétt
mjakaðist áfram. Þegar klukkan var
orðin 10 var ég orðinn hræddur um
að ég myndi missa af fluginu, þannig
að ég fór úr röðinni beint að öryggis-
hliðinu. Þá urðu hinir farþegarn-
ir reiðir en ég sagði þeim að ég væri
orðinn of seinn,“ greindi Giesswein frá
og var í framhaldinu beðinn af starfs-
manni um að fara aftur í röðina.
Starfsfólk ljósmyndað
Þá segist hann hafa áttað sig á því að
starfsfólkið á svæðinu hafi ekki verið
að gera nokkurn skapaðan hlut, held-
ur einungis staðið og fylgst með. „Fólk
byrjaði að kalla á þetta starfsfólk af
hverju það færi ekki að vinna í staðinn
fyrir að gera ekki neitt og sumir tóku
ljósmyndir af því. Þetta varð til þess
að tvær stöðvar til viðbótar voru opn-
aðar. Ég og margir aðrir stoppuðum
alla þá starfsmenn sem við gátum náð
tali af og kvörtuðum yfir þessu lélega
skipulagi. Hið áhugaverða var að allir
sem við töluðum við sögðust vonast til
þess að sem flestir myndu kvarta yfir
ástandinu vegna þess að þeirra vinnu-
aðstæður væru óásættanlegar.“
Spurning um aðra stjórnendur
Giesswein segist átta sig á því að
ferðamennska sé orðinn stór hluti af
íslenskum efnahag. Þess vegna þurfi
þjónusta fyrir farþega á flugvellin-
um að lagast til mikilla muna og sem
allra fyrst. „Ef núverandi stjórnendur
ráða ekki við þetta ættu að mínu mati
einhverjir aðrir að koma í þeirra stað
eða þá að flugvöllurinn verði seldur
fólki sem getur það, eins og raunin
er á flugvöllum í Austurríki, Þýska-
landi og annars staðar í Evrópusam-
bandinu.“
Fékk afsökunarbeiðni
Í svari Isavia við bréfi Austurríkis-
mannsins er hann beðinn afsökunar
á óþægindunum. „Þetta sumar hefur
verið krefjandi fyrir okkur. Við höf-
um fengið fleiri farþega en búist var
við og okkur tókst ekki að þjálfa nógu
margt starfsfólk til að taka á móti öll-
um farþegunum. Við höfum átt erfitt
með að bregðast við umferðinni um
miðjan morguninn,“ segir í svarinu
frá Kristínu S. Þórarinsdóttur verk-
efnastjóra, en stækkun flugstöðvar-
innar er í undirbúningi.
60 nýir starfsmenn ráðnir
Hún biðst einnig afsökunar á því
hvernig starfsfólkið brást við. Far-
þegar eigi ekki að heyra um starfsskil-
yrði þess eftir að hafa þurft að bíða í
biðröð og næstum því misst af fluginu.
Einnig bætir hún við að til standi að
ráða 60 nýja starfsmenn til að koma í
veg fyrir kringumstæður sem þessar í
framtíðinni.
Samkvæmt Guðna Sigurðssyni,
upplýsingafulltrúa Isavia, hafa
biðraðir í öryggisleit sjaldan farið yfir
30 mínútur í sumar. „40 mínútur er
langur tími og okkur þykir mjög leitt
þegar fólk þarf að bíða svona lengi, en
þetta getur gerst, sérstaklega ef margir
farþegar koma á sama tíma, t.d. þegar
nokkrar rútur koma í flugstöðina á
sama tíma,“ segir hann.
„Það eru fáir flugvellir í heiminum
sem hafa þurft að takast á við um 20%
farþegaaukningu á hverju ári undan-
farin ár. Þetta eru vaxtarverkir sem við
erum að kljást við og þetta tekur tíma,
en við erum að gera allt sem við get-
um til þess að minnka biðraðir í góðri
samvinnu við alla rekstraraðila á vell-
inum.“ n
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
„Hið áhugaverða
var að allir sem
við töluðum við sögðust
vonast til þess að sem
flestir myndu kvarta yfir
ástandinu vegna þess
að þeirra vinnuaðstæður
væru óásættanlegar.
Gerald Giesswein Er
ekki par hrifinn af þróun
mála í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar.
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Eldhúsvaskar og tæki
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Bol-834 80x48x18cm
þykkt 0,8mm
11.990
Bol-604 48x43x18cm
Þykkt stáls 0,8mm
7.490
(fleiri stærðir til)
Bozz - Eldhústæki
4.590
Bol-897 66x43x18cm þykkt 0,8mm
11.490
Bol-871 48x cm þvermál
Þykkt stáls 0,8mm
6.990
Cisa 41860
Eldhústæki
7.490
Cisa 43840
Eldhústæki
7.490