Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Qupperneq 17
Vikublað 1.–3. september 2015 Fréttir Erlent 17
efasemdir sínar þar um. „Það er verið
að reyna að rugla í okkur með því að
segja að verksmiðjunni hafi verið lok
að. Ég var þarna fyrir nokkrum dög
um síðan. Sömu bílunum var lagt
þarna fyrir utan, sama fólkið,“ segir
hún.
Tilbúið blogg spákonu
Savchuk lýsir andrúmsloftinu á
vinnustaðnum sem ströngu, mikil
leynd hafi verið ríkjandi yfir starf
seminni. Samskipti hafi verið lítil
milli deilda og starfsmenn keppst við
að klára dagskvótann fyrir birtingu
á internetinu og á athugasemdum.
Hún vann á tólf tíma vöktum í sér
stakri bloggdeild og skrifaði færslur
fyrir tilbúna einstaklinga; rússneskan
hermann á eftirlaunum, úkraínskan
karlmann og spákonu að nafni
Cantadora.
Savchuk og félagar þurftu að varast
að láta uppi of augljósan áróður, held
ur koma að pólitískum athugasemd
um innan um annað í bloggfærsl
um sínum svo ásýnd bloggsins virtist
sannferðug. Þau þurftu að velja póli
tísk viðfangsefni af daglegum lista
sem þeim var fenginn og innihélt
fimm til sjö fréttir um Bandaríkin,
Úkraínu og Rússland.
Spákonan Cantadora skrifaði að
allega um veðrið, töfra og heilun
araðferðir. Annað veifið læddi hún
hins vegar pólitískum athugasemd
um inn í færslur sínar. Í einni þeirra
talaði hún um að vinur sinn í Úkraínu
vildi koma til Rússlands, hún þyrfti
að horfa í kristalskúlu til að sjá hvað
hann gæti til bragðs tekið. „Frétt
irnar frá Úkraínu fela í sér stöðugt
streymi skilaboða um hvernig verið
er að eyðileggja tilveru fólks, hvernig
sorg og dauði fylgja hverri stórskota
hríðinni og loftárárásinni sem gerð
er,“ skrifaði hún. „Sem betur fer hafa
æðri máttarvöld fullvissað mig um að
úkraínskir flóttamenn finni nýtt sér
nýtt heimaland þar sem allir eru glað
ir og öruggir, í Rússlandi.“
Aðrar deildir fyrirtækisins sendu
frá sér fréttir eða athugasemdir á aðr
ar fréttir og efni sem birtist á sam
félagsmiðlunum, eins og Facebook
eða rússneska samfélagsmiðlinum
VK.
Yfirmenn vöruðust uppljóstranir
Bloggara þurftu að taka myndir af
vinnu sinni og hlaða inn í ákveðið eft
irlitskerfi. Í lok vinnudags fylltu þeir
út eyðublöð þar sem kom fram hve
marga aðdáendur eða fylgjendur þeir
hefðu, hve mikið væru lesnir, hversu
margar athugasemdir þeir hefðu
fengið og skrifað. Léleg frammistaða
þýddi stöðulækkun innan fyrirtækis
ins. „Bloggararnir voru þeir svölustu.
Ef þeir stóðu ekki undir þeim kröfum
sem gerðar voru til þeirra voru þeir
færðir niður um stöðu og látnir skrifa
athugasemdir undir dulnefnum á
samfélagsmiðlunum, sem er lægsta
staðan innan fyrirtækisins,“ segir
Savchuk.
Að sögn Savchuk voru yfirmenn
tröllaverksmiðjunnar meðvitaðir um
hættuna af uppljóstrunum og öll raf
ræn samskipti voru færð á innra net
ef bloggari lak tölvusamskiptum út
úr fyrirtækinu. Þegar blaðamenn
mættu á skrifstofur fyrirtækisins var
starfsmönnum þess skipað að yfir
gefa ekki bygginguna. Ef þeir gerðu
það var þeim skipað að segjast vinna
við sölu á skrifstofuvarningi,“ sagði
Savchuk.
Obama er óféti
Nýlega birti vefmiðill á vegum tröll
anna fréttir um rall sem bar yfirskrift
ina „Obama er óféti“. Í fréttinni sagði
blaðamaðurinn Andrei Soshnikov:
„Obamagjörningurinn er dæmi um
hvernig tröllaverksmiðjan hefur far
ið frá því að vera miðstöð bloggara
og þeirra sem skrifa athugasemdir
á samfélagsmiðlunum í að verða að
einhverju öðru.“ Andrei Soshnikov er
búsettur í Sankti Pétursborg og hefur
skrifað hvað mest um starfsemi fyrir
tækisins.
„Nú er verið að leggja niður vef
miðil fyrirtækisins sem gefur sig út
fyrir að vera ópólitískur því hann er
áhrifalítill og dýr. Áherslan er lögð
á laða til sín hæfileikafólk sem gerir
skapandi hluti og virðist vera ópóli
tískt. Í myndböndum er venjan hins
vegar orðin sú að hið saklausasta
afþreyingarefni breytist á örskots
stundu í pólitískan gjörning. Það
svínvirkar enda laða þessi hópar að
sér fjölmarga fylgjendur.“
Á meðal myndbandanna er
myndband ungrar, snoppufríðrar
konu, Kristinu Fink. Á milli þess að
búa til myndbönd sem tileinkuð eru
animefígúrum, tölvuleikjum og of
urhetjum boðar Kristin ágæti rúss
neskra stjórnvalda og Pútíns. Í einu
myndbanda hennar, sem kallast Put
in versus Shao Kahn, er Rússlands
forseti gerður að bardagakappa sem
berst gegn illmenni úr tölvuleikjun
um Mortal Kombat.
„Álit Vesturlandabúa á Rússlandi
breyttist gjörsamlega þegar Pútín
varð forseti. Þeir fóru að virða okk
ur. Pútín nýtur virðingar, ekki Shao
Khan,“ segi Fink í myndbandinu.
„Völd hans eru byggð á virðingu, ekki
ótta.“
Í öðru myndbandi Fink má sjá
mann í gervi ofurhetjunnar Spider
Man fremja ódæðisverk á götum
Sankti Pétursborgar. Fink eltir hann
og reynir að stöðva hann. Að lok
um nær hún að fletta grímunni af
honum og afhjúpar þar með Barack
Obama puttabrúðu. „Það ert þú, ófét
is Obama,“ segir hún með hryllingi og
kýlir brúðuna.
Myndbandinu af Spider Man var
eytt þegar fjölmiðlar vestanhafs fjöll
uðu um málið.
Höfðar til nörda
„Á meðan þekkt nettröll halda áfram
iðju sinni og tröllafærslur halda
áfram að birtast á fréttasíðum kúpl
ar það Rússa, sem eru ágætlega færir
á internetinu, frá raunveruleikanum.
Á sama tíma furða þeir sig á því hvers
vegna ríkisstjórnin gengur svo langt í
að viðhalda ímynd sinni,“ segir Sos
hnikov. Hann segir verkefni á borð við
myndbönd Fink boða nýjung í starfi
nettrölla. Rekinn sé pólitískur áróður
með lúmskum hætti.
„Markhópurinn er ekki lengur
bara íþróttakrakkar sem hljóta ríkis
styrki eða þjóðræknar ungliðahreyf
ingar. Það virðist reynt að höfða til
nörda sem elska vestræna tölvuleiki
og ofurhetjur. Í baráttunni um hug
unga fólksins eru rússnesk stjórnvöld
staðráðin í að heltast ekki úr lestinni.
Eins og staðan er núna eru trölla
myndbönd á toppi allra lista og
því fylgja margir fylgjendur,“ seg
ir Soshnikov, „og síðan, á einhverj
um tímapunkti, munu þeir byrja með
pólitíska efnið fyrir alvöru.“ n
„Í baráttunni
um hug
unga fólksins eru
rússnesk stjórn-
völd staðráðin í
að heltast ekki úr
lestinni.
„Ef þeir
stóðu ekki
undir þeim kröf-
um sem gerðar
voru til þeirra voru
þeir færðir niður
um stöðu.
Lyudmila Savchuk, fyrrverandi starfsmaður Tókst að draga tröllin fram í dagsljósið. MYnd JOHn deLacOur, TwiTTer
Pútín Ætlar sér að ná til unga fólksins.
Savushkina-gata 55 Þar sem starfsemin er til húsa.
Verðlaunaðir
fyrir hand-
tökuna
Lögreglumennirnir sem hand
tóku manninn sem grunaður er
um sprengjutilræðið í Bangkok í
Taílandi þann 17. ágúst fá vegleg
peningaverðlaun fyrir.
Breska ríkisútvarpið, BBC, hef
ur eftir yfirmanni lögreglunnar þar
í landi að mennirnir fái sem nem
ur rúmum tíu milljónum króna.
Búið var að heita peningaverð
launum í þeirri von að þau leiddu
til handtöku sökudólgsins en yfir
maður lögreglu, Somyot Pumpan
muang, segir að lögreglumennirn
ir hefðu sjálfir aflað upplýsinga
sem leiddu til handtökunnar. Tutt
ugu létust í sprengingunni.
Maðurinn sem var handtek
inn á dögunum er 28 ára og fannst
búnaður til sprengjugerðar við
húsleit á heimili hans. Hand
tökuskipun hefur verið gefin út á
hendur 26 ára konu sem grunuð
er um að hafa skipulagt tilræðið.
Lést 50 árum
eftir slysið
Átta ára drengur slasaðist alvar
lega þegar hann varð fyrir bif
reið í Pennsylvaníu í júlí 1965.
Það var ekki fyrr en á dögun
um, 50 árum síðar, að meiðsli
sem drengurinn hlaut í slysinu
drógu hann til dauða. Maðurinn,
Richard Albright, náði aldrei full
um bata eftir slysið og kemur
fram í dánarvottorði að Albright
hafi látist af slysförum. Albrigt,
sem var 58 ára þegar hann lést,
lamaðist og brotnaði illa í slys
inu og segir dánardómstjóri, Eric
Minnich, að enginn vafi leiki á að
meiðsli sem hann hlaut í slysinu
hafi dregið hann til dauða.
Í viðtali við Morning Call seg
ir Minnich að sjaldgæft sé að slys
dragi fólk til dauða svo löngu síð
ar eins og í tilviki Albright.
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is