Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 18
Vikublað 1.–3. september 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Næsta atlaga Samfylkingin tilkynnti fyrir helgi um ráðningu á nýjum fram- kvæmdastjóra, Kristjáni Guy Burgess. Er honum ætlað að stýra innra starfi flokksins. Þar bíður hans ærið verk enda flokkurinn í sárum. Þótt lítið hafi heyrst af átökum innan flokksins opin- berlega, er ljóst að undiraldan er mikil. Það endurspeglast glögg- lega í kveðju sem þingmaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lagði inn á Facebook-síðu borgarstjór- ans Dags B. Eggertssonar, sama dag og tilkynnt var um ráðningu Kristjáns. „Takk fyrir góðan mál- flutning í útvarpinu í dag. Pæld- íðí hvað það væri frábært ef við ættum svona málefnalegan for- sætisráðherra.“ Ýmsir líta svo á að þessari sneið sé beint að Árna Páli Árnasyni og sýni að í bakherbergj- um flokksins eru konur og menn þegar farin að undirbúa næstu atlögu að formanninum. Jón Steinar frystur Áratugum saman hefur sú hefð ríkt í Hæstarétti að forseti réttar- ins býður dómurum, fyrrverandi dómurum og þeim sem kallaðir hafa verið til sem aðstoðardóm- arar, í kvöldverð á heimili sínu. Þessir kvöldverð- ir hafa verið í lok tímabils, þegar rétturinn fer í hlé, og í kringum ára- mót. Eftir að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gaf út bók sína Í krafti sannfær- ingar, hætti forseti réttarins að bjóða honum í kvöldverðinn. Bókin var hörð gagnrýni á réttinn og ljóst að Markús Sigurbjörnsson kann Jóni Steinari litlar þakkir. Afstaða forsetans þykir hins vegar renna stoðum undir margt sem fram kom í bókinni. Öllu snúið á hvolf Á undanförnum misserum hefur Landsvirkjun þurft að sitja undir margvíslegri gagnrýni, sem í fæst- um tilfellum stenst nánari skoðun, í skrifum manna sem virðast flestir eiga það sameig- inlegt að vera óop- inberir talsmenn alþjóðlegra álfyr- irtækja. Sú hags- munagæsla birt- ist stundum með furðulegum hætti. Þannig skrifaði Þorsteinn Þor- steinsson, markaðsrýnir og rekstr- arhagfræðingur, grein í Frétta- blaðið í síðustu viku þar sem hann sakaði Landsvirkjun um „útúr- snúninga“ þegar rætt væri um hækkun raforkuverðs í saman- burði við nágrannalöndin. Þor- steinn tiltekur meðal annars að það sé „eitt helsta verkefni eiganda Landsvirkjunar að halda verð- bólgu í skefjum.“ Þetta er undarleg staðhæfing. Hið rétta er að það er hlutverk Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika á meðan Lands- virkjun hefur það sem hitt helsta markmið að hámarka arðsemi af raforkusölu. Þ egar stór áföll verða á Íslandi bregst þjóðin við sem einn maður. Samkenndin verð- ur svo sterk að hún er allt að því áþreifanleg. Á þessum stundum er maður stoltur af því að vera Ís- lendingur. Þjóðin leggur til hliðar dægurþrasið og allir eru boðnir og búnir. Vilja taka þátt og láta gott af sér leiða. Sú mikla umræða sem verið hef- ur um holskeflu flóttamanna sem nú leita til Evrópu hefur verið hávær í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum. Það er ekki oft sem fréttamyndir hafa þau áhrif að kalla fram kökk eða jaf- vel rúmlega það. En sú sjón að sjá for- eldra með börn sín berjast í gegnum gaddavír, með lögregluþjóna og her- menn á hælunum sveiflandi kylfum og öskrandi, er eitthvað sem hreyfir við okkur öllum. Ósjálfrátt hugs- ar maður um sína eigin stöðu og barnafjölskyldurnar í kringum sig. Margir deildu myndum af drukknuð- um börnum í flæðarmáli á ókunnri strönd. Á sama tíma birtu íslenskir foreldrar myndir af börnum sínum við Tjörnina, í Heiðmörk eða á öðrum hefðbundnum sunnudagsstöðum. Íslenskur almenningur lætur að sér kveða í þessu máli og hundruð manna hafa þegar lýst yfir vilja til að aðstoða flóttafólk með beinum hætti. En fyrst þarf íslenska ríkisstjórn- in að taka af skarið. Það er því mjög athyglisvert að fylgjast með ráðherr- um taka þann pól í hæðina að við eig- um að taka við fleiri flóttamönnum. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hyggst skipa nefnd ráðherra til að fara yfir þetta. Sú nefnd mun skila tillögum sínum til ríkis- stjórnarinnar. Vonandi bera þær til- lögur merki um það hjartalag og þann vilja sem almenningur hefur keppst við að láta í ljós síðustu daga. Einstaka hjáróma rödd heyrist um að við eigum ekki að taka við fleiri flóttamönnum, þrátt fyrir þetta ástand. Þar ber hæst rökin að frekar eigi að ráðast að rót vandans eða að mikið sé um fólk á Ís- landi sem ekki getur séð sér farborða. Fyrri rökin eiga ekki við. Ef horft er til Sýrlands, þá ríkir borgarastyrjöld í landinu. Neyðarástand þar sem 300 þúsund manns hafa látið lífið. Það er nánast sami fjöldi og íslenska þjóð- in. Síðari röksemdinni má svara með þeim hætti að þó að við bjóðum fleiri fjölskyldum skjól á Íslandi útilokar það ekki að við hjálpum líka okkar fólki sem farið hefur halloka. Sýnum stórhug og samkennd í verki. Marg- földum þann fjölda flóttamanna sem við ætlum að veita skjól. Tökum þeim opnum örmum og hjálpum þeim að vinna úr áfallinu. Hér með er skorað á ríkisstjórn Íslands að fara að vilja þjóðarinnar. n Virkjum samkenndina og bjóðum heim Þóra Margrét Baldvinsdóttir, um ævintýri þeirra hjóna á Ashley Madison. – DV Svona getur forvitnin leitt mann í gönur Erindi jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Kjallari J öfnuður, jafnrétti og sam- hjálp eru grunngildi jafnaðar- stefnunnar og einnig þau gildi sem mynda undirstöður vel- ferðarkerfisins. Almannatryggingar, heilsugæsla, húsnæðismál, skatt- ar og menntastefna eiga að mynda eina samofna heild sem stuðlar að hagsæld og farsælu mannlífi. Jafnað- arstefnan leggur áherslu á að þessi heildarmynd sé skýr og að allir hlut- ar hennar sinni vel því hlutverki að skapa réttlátt og gott samfélag fyrir alla. Þegar jafnaðarmenn meta stöð- una í íslensku samfélagi um þessar mundir, blasir við að erindi þeirra er ærið. Stoðir velferðarkerfisins gliðna nú þegar að almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum og einstæðir for- eldrar og öryrkjar eiga í fjárhagsleg- um erfiðleikum, þegar æ fleiri börn búa við fátækt, þegar greiðsluþátt- taka einstaklinga í heilbrigðisþjón- ustu er of mikil, ungt fólk getur ekki komið sér þaki yfir höfuðið eða leigt á eðlilegum kjörum, sköttum er létt af þeim ríkustu, fjöldatakmarkanir eru í framhaldsskólum og kostnað- ur vegna menntunar eykst. Við slík- ar aðstæður verða jafnaðarmenn að láta hendur standa fram úr ermum! Almannatryggingar Lög um almannatryggingar gera ráð fyrir að bætur hækki með ákvörðun í fjárlögum, miðað við vísitölu eða almennar kjarabætur. Þrátt fyrir þessi lagaákvæði hlýtur það að vera skýlaus krafa að bætur almanna- trygginga hækki í takt við lágmarks- laun þegar þau hækka hlutfallslega meira en aðrir launataxtar. Það er óásættanlegt að þeir sem þurfa að reiða sig á bætur almannatrygginga verði að lifa á launum sem eru lægri en lægsti launataxti gefur á vinnu- markaði og fái auk þess hækkun bót- anna mun seinna en aðrir. Heilsugæsla Þeir sem þurfa á heilbrigðisþjón- ustu að halda hér á landi greiða sjálfir yfir borðið samtals um 30 milljarða króna á ári sem er hlutfalls- lega mun meira en nokkur önnur Norður landaþjóð. Heilbrigðiskerfið þarfnast styrkingar en ekki á kostn- að sjúklinga. Við viljum traust op- inbert heilbrigðiskerfi. Lausn vand- ans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunveru- lega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigð- isstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörf- um sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Húsnæðismál Afar slæmt ástand er á húsnæðis- markaði og harðast kemur það nið- ur á ungu fólki og leigjendum. Hús- næðisráðherrann boðar breytingar til batnaðar en þær hafa látið á sér standa. Meðal aðgerða sem grípa þarf til við lausn vandans eru nýjar húsnæðisbætur sem tryggja leigj- endum sambærilegan stuðning og veittur er þeim sem búa í eigin hús- næði og finna leiðir til að halda aft- ur af hækkunum á leiguverði. Gera fólki sem kaupir íbúð eða búsetu- rétt í fyrsta sinn og tekjulágu fólki kleift að fjármagna kaupin. Breyta reglum til að auðvelda sveitarfélög- um kaup á félagslegum íbúðum og vinna að samkomulagi við sveitar- félögin og aðila vinnumarkaðarins um veitingu stofnstyrkja til leigufé- laga sem skuldbinda sig til langtíma- reksturs á leiguhúsnæði. Við núver- andi ástand má ekki una lengur. Skattar Ríkissjórnin lofaði einfaldara skatt- kerfi. Í því fólust engin loforð um réttlátara skattkerfi enda hafa ný- legar aðgerðir þeirra létt sköttum af ríkasta fólkinu í landinu. Skattar gegna ekki aðeins því hlutverki að afla ríkissjóði tekna heldur einnig því mikilvæga hlutverki að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Þrepaskiptur tekjuskattur skilar báðum hlutverk- unum. Góðar barnabætur jafna auk þess stöðu barnafólks. Menntastefna Aldurstengdar fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla tóku gildi um ára- mótin. Þá var fólki 25 ára og eldri, vís- að í bóknám í einkaskóla með ærn- um tilkostnaði sem verður til þess að færri munu afla sér menntunar. Það er óhagstætt bæði fyrir einstak- lingana og samfélagið. Snúa verður af þeirri braut og auðvelda aðgengi að námi hvar sem er á landinu óháð aldri og efnahag nemenda. Jafnaðarmenn þurfa að tala hátt og skýrt og vinna markvisst að því að auka tiltrú þjóðarinnar á jafnað- arstefnunni. Undir merkjum hennar fáum við afl til að tryggja aukna hag- sæld, réttlæti og farsælt mannlíf. n „ Jafnaðarmenn þurfa að tala hátt og skýrt og vinna mark- visst að því að auka tiltrú þjóðarinnar á jafnaðar- stefnunni. Anna Hulda Ólafsdóttir sýndi magnaða takta í brúðkaupi sínu og Gunnars Hilmarssonar. – DV Við erum engir dansarar Birgir Axelsson skrúðgarðyrkjumeistari um lífið í líkama síðhærðs karlmanns. – DV Það er fjölbreytt, krefst lítils viðhalds og kostnaðar „Margir deildu myndum af drukknuðum börnum í flæðarmáli á ókunnri strönd. Á sama tíma birtu íslenskir foreldrar mynd- ir af börnum sínum við Tjörnina, í Heiðmörk eða á öðrum hefðbundnum sunnudagsstöðum. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is MyND SKJÁSKOt/INDEPENDENt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.