Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 21
Vikublað 1.–3. september 2015 Gæludýr - Kynningarblað 3 Dýralæknaþjónusta Suðurlands annast stór og smá dýr Alúð og umhyggja í dýralækningum Á Stuðlum í Ölfusi er rekin stór og farsæl stofa, Dýra- læknaþjónusta Suðurlands, sem annast dýralækna- þjónustu fyrir bændur og aðra dýraeigendur á Suðurlandi. Á stofunni starfa sjö dýralæknar, þar af sérhæfa fimm sig umönnun landbúnaðardýra en tveir í um- önnun gæludýra. Á Stuðlum er rekinn spítali bæði fyrir gæludýr og hross en dýralæknar bjóða upp á vitjanir frá Hellisheiði í vestri og austur í Vestur-Skaftafellssýslu og í Vestmannaeyjum. Sólarhringsþjónusta alla daga Hjá Dýralæknaþjónust- unni starfa reyndir dýralæknar sem sinna öllum dýrum, stór- um og smáum, gæludýrum og landbúnaðardýrum. Hestaspít- alinn er vel búinn og er hægt að sinna fjölbreyttum tilfellum allt frá heilbrigðisskoðunum, til tann- lækninga og stærri aðgerða. Staf- rænar röntgenmyndatökur og blóðrannsóknir eru framkvæmd- ar á staðnum en einnig eru fram- kvæmdar speglanir, sónarskoð- anir og sæðingar. Litlu dýrin eru ekki síður mikilvæg og hjá Dýra- læknaþjónustunni er hugsað um þau af alúð og umhyggju. Þar eru framkvæmdar allar helstu aðgerð- ir og er aðstaðan til fyrirmyndar. Bólusetningar og ormahreinsan- ir eru algengt brauð, sem og tann- lækningar og blóðrannsóknir. All- ar komur dýranna eru skráðar í tölvukerfi Dýralæknaþjónustunn- ar sem heldur utan um sjúkraskrár þeirra. Dýralæknarnir sinna vitj- unum allan daga ársins, allan sól- arhringinn, á þjónustusvæði sínu. Tímapantanir fara fram í síma og er þeim sinnt samdægurs ef þær berast fyrir klukkan 10:00. Til sjávar og sveita Dýralæknar fara mánaðarlega til Vestmannaeyja. Á stofunni þar er tekið á móti gæludýrum til skoðunar og meðhöndlunar eft- ir þörfum, svo sem bólusetningar, ormahreinsanir og örmerkingar. Hægt er að taka nauðsynleg sýni og framkvæma hvolpa- og kett- lingaskoðun og fá útbúin vottorð fyrir tryggingu dýrs. Á staðnum er einnig hægt að framkvæma ein- faldar aðgerðir eins og geldingu á fress eða rakka, ófrjósemisaðgerð á læðu, tannhreinsun og fleira. Í Vestmannaeyjum er stærri dýr- um einnig sinnt og möguleiki er að framkvæma minni aðgerðir. Úrvals fóður Dýralæknaþjónusta Suðurlands rekur líka verslun með hágæða fóður, fóðurbæti fyrir hross og aðr- ar gæludýravörur. Áhersla er lögð á að bjóða bara upp á besta fáanlega fóður fyrir dýrin frá virtum fram- leiðendum. Boðið er upp á fóður- línuna frá Royal Canin og Hills fyr- ir hunda og ketti og þar með talið allar gerðir sjúkrafóðurs sem flýta fyrir og bæta bataferli. Fyrir hunda og ketti er svo einnig boðið upp á fóðrið Belcando frá þýska fram- leiðandanum Bewital sem hefur hlotið virðingu og lof út um allan heim fyrir sjálfbæra gæða fram- leiðslu. Einnig er flutt inn fóður- bætiefni frá Biofarm í Finnlandi en í þeirri vörulínu eru vörur sér- hannaðar fyrir hunda og ketti með liðvandamál. Auk fóðurs fyrir hunda og ketti má finna í versl- uninni fóður fyrir kanínur, önnur nagdýr og fugla. Dýralækningaþjónustu Suður- lands er á Stuðlum í Ölfusi en þar er einnig gæludýraverslun- in. Opnunartími verslunarinnar er frá 8.00–17.00 alla virka daga. Tímapantanir eru í síma 482-3060 og er neyðarvakt í sama númeri allan sólarhringinn. Heimasíðan er http://www.olthorol.com/dyra- laeknir/ og tölvupóstfangið er dyrasud@simnet.is. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.