Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Blaðsíða 22
Vikublað 1.–3. september 20154 Gæludýr - Kynningarblað Náttúrulegar vörur fyrir dýrin Lifandi og skemmtilegt umhverfi í Dýrabæ D ýrabær selur vörur fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. Lögð er áhersla á vörur sem unnar eru úr náttúrulegum hráefnum án aukaefna, svo sem rotvarnar- og litarefna. Hjá Dýrabæ er lögð mik- il áhersla á að bjóða upp á vörur sem viðhalda heilbrigði og vellíð- an dýranna og því eru allar vörur í búðunum valdar af mikilli kost- gæfni. Fyrirtækið var stofnað í des- ember 2001 og verður því 14 ára á þessu ári. Verslanir Dýrabæj- ar eru þrjár, í Kringlunni, Smára- lind og Reykjanesbæ ásamt útibúi í verslun AMH á Akranesi. Einnig er dreifing á Akureyri á hunda- og kattamat sem Dýrabær flytur inn. Dreifingaraðili á Akureyri er Ragn- ar Þorgrímsson. Umhverfismeðvitað fyrirtæki Dýrabær vinnur eftir umhverfis- stefnu fyrirtækisins og er virðing fyrir umhverfinu, dýrum og nátt- úru landsins þeim hjartans mál. Lögð er áhersla á að umgangast bæði dýr og náttúru af virðingu og markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi með náttúrulegar, um- hverfisvænar og aukaefnalausar vörur fyrir gæludýr og uppfylla lög og reglugerðir á sviði umhverfis- mála. Auk þess að bjóða upp á umhverfisvænar vörur kappkostar Dýrabær að hafa snyrtimennsku í fyrirrúmi og flokka allan úrgang og rusl úr verslunum sinum. Vellíðan dýranna er ekki síður mikilvæg og er fyrirtækið dýravænn staður þar sem er lögð áhersla á lifandi og skemmtilegt umhverfi. Starfsfólk verslananna er svo ávallt reiðubúið að veita ráðgjöf og hvetur eigendur gæludýra til þess að gæta þrifnað- ar í kringum dýrin og gæta þess að þau valdi ekki óþrifnaði með um- gengni sinni. Fjölbreytt úrval á hagstæðu verði Dýrabær býður upp á fjölbreytt úrval af vörum á mjög hagstæðu verði. Hunda- og kattamatur sem boðið er upp á er af háum gæðum og eru í gæðaflokkunum Ultra Premium, Super Premium og Premium. Fóðurtegundir fyrir hunda og ketti sem fást í verslun- um Dýrabæjar eru Barking Heads, Meouwing Heads, Bosch, Sana- belle, Canagan, AATU, Regal, Nat- ures Menu, Calibra, Royal Canin, ásamt ferskfóðri frá Hundahreysti. Fóðurtegundir fyrir fugla, hamstra, naggrísi, kanínur og degu eru Excel og Lolo. Mikilvægur hluti þess að velja fóður fyrir dýrið sitt er að kynna sér innihald og efnagrein- ingu fóðursins. Þessar upplýsingar eru allar aðgengilegar á vefsíðu Dýrabæjar, www.dyrabaer.is en starfsfólk verslananna veitir einnig ráðgjöf og aðstoð. Að auki er boð- ið upp á fríar prufur af þurrfóðri og þannig er gæludýraeigendum auð- velduð leitin að hinu réttu fóðri. Áhersla Dýrabæjar hefur alltaf verið lögð á hágæða og náttúru- legar vörur. Gjarnan er sagt „við erum það sem við borðum“ og það á líka við um gæludýrin okk- ar. Opnunartímar og símanúmer verslananna má finna á vefsíðunni www.dyrabaer.is en þar má einnig finna upplýsingar um vörur og þjónustu. Aðalsíminn er 511-2022 og netfangið er dyabaer@dyra- baer.is n Góð þjónusta Starfsfólk verslananna er svo ávallt reiðubúið að veita ráðgjöf. Mynd ÞorMar ViGnir GUnnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.