Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 24
Vikublað 1.–3. september 201520 Sport F yrsti leikur íslenska karla- landsliðsins í körfubolta á Evrópumótinu í Berlín verð- ur á laugardaginn þegar liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem A-landsliðið spilar á stórmóti í körfu og því er um meiriháttar við- burð að ræða. Búist við 800–1.000 Íslendingum Körfuknattleikssamband Íslands hefur selt alla þá 500 miða sem það fékk á Evrópumótið. Að sögn Stef- áns Þór Borgþórssonar, mótastjóra KKÍ, hafa margir til viðbótar verið að kaupa miða á netinu og er bú- ist við 800 til 1.000 Íslendingum á leikina fimm í höfuðborg Þýska- lands. Tólf NBA-leikmenn í B-riðli Ljóst er að við ramman reip verður að draga í fyrsta leiknum við Þjóð- verja, eins og í öðrum leikjum ís- lenska liðsins, því í röðum and- stæðinganna er hver stjarnan á fætur annarri. Samtals spila tólf leikmenn B-rið- ils í bandarísku NBA-deildinni og má þar nefna stjörnur á borð við Þjóð- verjann Dirk Nowitzki sem leikur með Dallas Mavericks, Spánverjann Pau Gasol úr Chicago Bulls og Ítal- ann Marco Belinelli úr Sacramento Kings en hann vann NBA-titilinn með San Antonio Spurs árið 2014. Fyrir utan þessa tólf leikmenn eru nokkrir aðrir úr riðlinum á mála hjá NBA-liðum en spila í Evrópu. Hávaxnir bakverðir Hæð skiptir miklu máli í körfu- bolta og hún er eitt af því sem and- stæðingarnir hafa fram yfir flesta ís- lensku strákana. Þurfa þeir því að leggja enn meira á sig í baráttunni til að eiga möguleika inni á vellinum. Bakverðir íslenska liðsins eru frekar hávaxnir, sem mun hjálpa liðinu, en stóru mennirnir eru aftur á móti lágvaxnir og það gæti valdið ýms- um vandræðum. Miklu máli skiptir að nýta hæðina á sem bestan máta og þannig getur það hentað íslenska liðinu að verjast hátt. Í vörninni þurfa leikmenn aftur á móti að spila út úr stöðum til þess að eiga í fullu tré við hávaxna andstæðingana. Meðalhæðin 196 sentimetrar DV tók saman hæðartölur íslenska liðsins og bar saman við hæð and- stæðinganna, samkvæmt vefsíðunni Eurobasket2015.org. Íslenski hópur- inn er skipaður tólf mönnum á síð- unni eins og hann á að vera en það sama er ekki hægt að segja um hin liðin. Leikmenn þeirra eru allt frá 13 upp í 23 talsins og á því enn eftir að uppfæra síðuna með endanlegum 12 manna lista. Meðalhæðin var engu að síður reiknuð út miðað við fjöld- ann í hverju liði, auk þess sem fjöldi leikmanna yfir tveimur metrum var tekinn saman. Þar kemur í ljós að íslenska liðið er það lágvaxnasta með meðalhæð- ina 196 sentimetra. Aðeins tveir leik- menn af tólf eru yfir tveimur metrum á hæð, þeir Ragnar Ágúst Nathanels- son og Pavel Ermolinskij en sá fyrrnefndi rífur meðalhæðina vel upp með sínum 218 sentimetrum. Serbarnir eru hávaxnastir með rúmlega 203 sentimetra meðal- hæð, sem er sjö sentimetrum meira en íslenska liðið býr yfir. Hinar fjór- ar þjóðirnar eru svo allar með um tveggja til fjögurra sentimetra meiri meðalhæð en Ísland. n n Evrópumótið hefst í Berlín um næstu helgi n Íslensku strákarnir lægri en andstæðingarnir Nr. Nafn Staða Hæð Félag 3 Martin Hermannsson Bakvörður 193 cm LIU University (Bna) 4 Axel Kárason Framherji 192 cm Svendborg (Danmörk) 5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson Miðherji 218 cm Þór Þórlákshöfn 6 Jakob Örn Sigurðarson Bakvörður 190 cm Boras Basket (Svíþjóð) 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 200 cm Sundsvall Dragons (Svíþ.) 9 Jón Arnór Stefánsson Skotbakvörður 196 cm Unicaja Malaga (Spánn) 10 Helgi Már Magnússon Framherji 197 cm KR 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 194 cm Trikala (Grikkland) 14 Logi Gunnarsson Skotbakvörður 192 cm Njarðvík 15 Pavel Ermolinskij Bakvörður 202 cm KR 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 198 cm LF Basket (Svíþjóð) 29 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 182 cm Sundsvall Dragons (Svíþj.) Íslenska landsliðið Freyr Bjarnason freyr@dv.is Meðalhæð liða í B-riðli 1. Serbía 203,3 cm 2. Ítalía 199,7 cm 3. Þýskaland 199 cm 4. Spánn 198,7 cm 5. Tyrkland 198,7 cm 6. Ísland 196,1 cm Fjöldi leikmanna yfir tveimur metrum Tyrkland: 10 (af 23 leikmönnum) Ítalía: 10 (af 24 leikmönnum) Serbía: 9 (af 14 leikmönnum) Þýskaland: 6 (af 13 leikmönnum) Spánn: 6 (af 14 leikmönnum) Ísland: 2 (af 12 leikmönnum) NBA-leikmenn í B-riðli Þýskaland n Dirk Nowitzki - Framherji - 213 cm - Dallas n Tibor Pleiss - Miðherji - 218 cm - Utah Jazz n Dennis Schröder - Bakvörður - 189 cm - Atlanta Hawks Serbía n Nemanja Bjelica - Framherji - 209 cm - M. Timberwolves Spánn n Pau Gasol - Framherji - 215 cm - Chicago Bulls n Nikola Mirotic - Miðherji - 208 cm - Chicago Bulls Tyrkland n Furkan Aldemir - Framherji - 207 cm - Philadelphia 76ers n Ömer Asik - Miðherji - 212 cm - New Orleans Pelicans n Ersan Ilyasova - Framherji - 208 cm - Detroit Pistons Ítalía n Andrea Bargnani - Miðherji - 213 cm - Brooklyn Nets n Marco Belinelli- Skotbakvörður - 196 cm - S. Kings n Danilo Gallinari - Framherji - 205 cm - Denver Nuggets Margur er knár þótt hann sé „smár“ M y N D K K Í / G u N N A r S v Er r IS S o N 18 2 cm 19 0 c m 19 3 cm 19 2 cm 19 7 cm 20 0 c m 20 3 cm 20 2 cm 21 8 c m 20 0 c m 19 8 c m 19 6 c m 18 8 c m 19 4 c m 19 2 cm Leikjaplan Íslands Þýskaland-Ísland 5. sept. kl. 13.00 Ísland-Ítalía 6. sept. kl. 16.00 Ísland-Serbía 8. sept. kl. 13.30 Ísland-Spánn 9. sept. kl. 19.00 Ísland-Tyrkland 10. sept. kl. 19.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.