Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Page 26
22 Lífsstíll Vikublað 1.–3. september 2015 Fæst í Lyfjum & Heilsu Austurveri og í Kringlunni og á heimkaup.is Dreymir þig um að grennast? DRAUMAR GETA RÆST MEÐ LYTESS ÞRÍÞÆTT ÁHRIF: - Grennir - Stinnir - Minnkar appelsínuhúð Sleep & Slim kvartbuxurnar minnka ummál þitt á 10 nóttum Uppáhaldshárvörurnar mínar og ráðleggingar n Hugsaðu vel um hárið n Þurrsjampó er snilld fyrir ræktardurga n Liðir í hár M ér finnst alltaf einstak­ lega gaman að fá fyrir­ spurnir eins og um það hvernig ég huga að hár­ inu mínu, varðandi förðun, æfingar og annað slíkt. Ég tek því gjarnan sem miklu hrósi og svara því sem ég get svarað. Ég hef í gegnum tíðina fengið spurningar um það hvernig ég hugsa um hárið mitt, vegna þess að ég mæti í ræktina á nánast hverjum degi. Það er ekki talið æskilegt að þrífa hárið á hverjum degi, bæði fer það illa með hárið og því fylgir mikil vinna. Ég er mjög meðvituð um það að þrífa ekki hárið á hverjum degi, en reyni að gera það þriðja hvern dag ef ég hef tök á. Einnig tek ég inn vítamín til þess að halda hár­ inu heilbrigðu og fer ekki oft í litun. Þegar ég fer í litun set ég oft­ ast nær einungis lit í rótina til þess að passa vel upp á hárið og svo særi ég endana annað hvort skipti. Hárgreiðslukonan mín, hún Auð­ ur á 101 Hárhönnun, er með yfir­ höndina í þessum málum. Ég er einmitt mjög ánægð með þá þróun sem tíðkast í hártísk­ unni í dag, t.d. það að klippa hárið beint, þannig að það sé ekki slitið í endana. Ég gerði slíkt í febrúar fyrr á árinu og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Hárið varð mun heil­ brigðara fyrir vikið. Vona að þessar upplýsingar komi öðrum til góða, Þangað til næst, Ale Ræktardurgur. n Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com  Þurrsjampó Þetta hér er eiginlega „must-buy“ fyrir aðra ræktardurga sem vilja fara vel með hárið sitt. Þurrsjampó gerir þér kleift að komast hjá hárþvotti endrum og eins. Þetta er sem sagt úði sem frískar upp á fitugt hár og gerir þér kleift að sleppa því að þrífa það á hverjum degi. Ég mæli með að keypt sé slíkt sjampó fyrir þinn hárlit. Algjör snilld til að redda sér inn á milli.  Bleikfjólublátt sjampó Þetta sjampó er algjör snilld fyrir þær sem eru ljóshærðar. Hér á landi er svo mikill kísill í vatninu að fallegu ljósu lokkarnir eiga til að gulna þegar á líður. Þá er Þetta sjampó er einmitt málið. Ég nota mitt um það bil tvisvar sinnum í mánuði. Þegar ég nota það set ég vel af því og leyfi því að liggja í hárinu í um þrjár mínútur, áður en ég skola það úr. Sjampóið gefur hárinu fallegan ljóma og dregur úr gula tóninum.  Sjampó, næring og olía Mér finnst mjög gaman að prufa mig áfram þegar kemur að sjampói og hárnæringu. Ég held ég hafi prufað alla línuna frá þessu merki þar sem það er í miklu uppáhaldi. Ég enda alltaf á að fara aftur í þessa týpu, þar sem það veitir hárinu fallega fyllingu og ilmar mjög vel. Þegar ég þurrka á mér hárið eftir þvott, set ég hárolíu í endana til þess að næra það og veita því fallega áferð.  Liðir í hár Mér finnst ótrúlega gaman að setja liði í hárið mitt þegar ég vil vera fín og geri það oft um miðja viku. Til þess nota ég krullujárn sem er frekar mjótt (17 mm) og er frá Babyliss. Ég set nokkra liði inn á milli til þess að gefa hárinu fallega hreyfingu, til þess að liðirnir fái að njóta sín sem best þá nota ég einungis mjög létta útgáfu af hárlakki. Ég hugsa að ég muni deila með ykkur á næstunni, hvernig ég set liðina í hárið ásamt öðrum skemmtilegum upplýsingum, þannig endilega fylgist með.  Djúpnæring Þennan maska nota ég til þess að djúpnæra hárið. Hárgreiðslukonan mín ráðlagði mér þennan í samræmi við hárið mitt. Hann nota ég um það bil tvisvar í mánuði og leyfi honum að liggja í smá tíma í hárinu, áður en ég skola hann úr. „Ég er mjög með- vituð um það að þrífa ekki hárið á hverj- um degi , en reyni að gera það svona þriðja hvern dag ef ég hef tök á.  Allar vörurnar Hér má sjá þær hárvörur sem eru til á heimili Ræktar- durgsins. Ég tek þó fram að þetta eru ekki þær vörur sem ég nota alla daga. Sumar nota ég einungis einu sinni í mánuði. Einnig vil ég taka fram að þetta eru allt vörur sem ég hef keypt mér sjálf og ekki fengið gefins. Hér á síðunni tek ég hverja vöru fyrir sig. S amkvæmt nýrri japanskri rannsókn ættirðu ekki að leggja í vana þinn að horfa á heilar sjón­ varpsseríur í einu. Ekki ef þú stefnir á að lifa löngu lífi. Vísindamenn við Osaka­há­ skólann í Japan komust að því að einstaklingar sem horfa á sjónvarp í fimm klukkustundir eða meira daglega eru sex sinnum líklegri til að deyja af völdum blóðtappa. Þetta kemur fram í Telegraph. Niðurstöð­ ur rannsóknarinnar gefa til kynna að konur og menn á aldrinum 40 til 79 ára sem horfa á sjónvarp lengur en í fimm klukkustundir eru tvisvar sinnum lík­ legri til að deyja af völdum blóðtappa en þeir sem horfa skemur en í tvær og hálfa klukkustund daglega. Enn fremur kom fram í rannsókninni að þeir sem horfa svona lengi og eru yngri en sex­ tugt eru sex sinnum líklegri til að fá blóðtappa og deyja. Vísindamenn telja að hreyf­ ingarleysi tengt sjónvarpsglápi sé hluti af útskýringunni. Blóð­ tappi geti myndast í fæti sem sé ekki hreyfður í langan tíma og hindrað blóðflæði. Í umfjöllun um rannsóknina í Independent kemur fram að niður­ stöðurnar séu mikilvægar á tímum þar sem fólk niðurhali gjarnan heilum sjónvarpsseríum til að horfa á í einum rykk. Þar kemur einnig fram að ólík­ legt sé að munur sé á hreyfingarleysi tengdu sjónvarpsglápi eða hreyfingar­ leysi tengdu tölvunotkun. Í niðurstöðum rannsóknarinn­ ar kemur fram að best sé að fara eftir sömu ráðleggingum og flugfarþegar í langflugi fái; það er að standa reglulega upp og drekka nóg af vatni. n Ekki glápa of lengi Of mikið gláp drepur Mundu að standa upp og drekka vatn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.