Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Síða 30
Vikublað 1.–3. september 201526 Menning
Dalshrauni 13
220 Hafnarfirði
Sími 565 2292
Settu fókusinn á
Þýsk gæði í gegn
Sumarútsalan
hafin í Hjólaspretti
20 - 50% afsláttur af völdum hjólum
Þyrnum
stráð lífshlaup
Hin hálu
þrep, eftir
Bjarna Bern-
harð, er kom-
in út. Bókin
greinir frá
einstöku
og þyrnum
stráðu lífs-
hlaupi höfundarins sem hef-
ur verið áberandi í reykvísku
borgarlandslagi undanfarna
áratugi. Hann hefur selt ljóða-
bækur sínar á horni Pósthús-
strætis og Austurstrætis allt frá
árinu 2003. Í bókinni eru auk
textans 22 persónuleg ljóð og
27 litljósmyndir af málverkum
eftir höfundinn.
Önnur misheppnuð
atlaga að fjórum fræknu
Þ
að voru margar viðvörunar-
bjöllur sem fóru í gang þegar
tíðindi bárust af þessari mynd.
Bjartsýnismenn bentu á að fáir
hafi haft trú á Heath Ledger sem Jó-
kernum, en aldeilis haft rangt fyrir sér.
Og FF byrjar svo sem ágætlega. Miles
Teller er betri Reed en sá sem var síð-
ast og Kate Mara mun betri Sue Storm
en Jessica Alba. Bæði fá nóg að gera
og eru kraftar þeirra notaðir á hug-
vitsamlegan hátt. Einnig er reynt að
útskýra hvers vegna allir í hópnum
fá mismunandi ofurkrafta, en það er
lógískur galli á teiknimyndasögunum.
Ef maður samþykkir að bestu vísinda-
menn í heimi séu allir 19 ára gaml-
ir er uppbyggingin spennandi, mað-
ur er forvitinn um þennan nýja heim
sem þeir finna og það er léttir að sjá
Ameríkumynd þar sem klára fólkið er
ekki illmennin.
En í seinni hlutanum fer allt úr-
skeiðis. Myndin hættir að vera vís-
indaskáldsaga og verður týpísk ofur-
hetjumynd, keyrt er hratt í gegnum
allar klisjurnar og illmennið ákveður
að útrýma jörðinni með geimgeisla
eins og lög gera ráð fyrir. Ant-Man
tókst betur upp með að láta sér detta
eitthvað nýtt í hug, en svo er ekki hér.
Megingalli myndarinnar er þó að
hún er of mikil endurgerð á hinni mis-
heppnuðu mynd frá 2005 frekar en að
sækja í blöðin. Fantastic Four-blöðin
búa yfir einhverjum besta skúrki
teiknimyndasögunnar í Dr. Doom,
en af einhverjum ástæðum hafa kvik-
myndaútgáfur hingað til kosið að
breyta honum svo mikið að hann
missir marks. Þetta hefur verið hið
ágætasta bíósumar, en endar því mið-
ur á lágpunkti. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Fantastic Four
IMDb 4,0 RottenTomatoes 8% Metacritic 27
Handrit og leikstjórn: Josh Trank
Aðalhlutverk: Miles Teller, Kate Mara og
Michael B. Jordan
100 mínútur
Fantastic
Four
Lágpunktur
kvikmynda-
sumarsins
Kúgunartæki og/eða byltingartól
n Íronían er viðfangsefni nýjasta heftis Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar HÍ
Í
mjög stuttu máli er hægt að
segja að íronía lýsi misræmi
á ytri og innri merkingu, á því
sem sagt er og raunverulega
meint. En að því sögðu snert-
ir íronía eiginlega alla mannlega
reynslu og flesta fleti lífs okkar og
samskipta,“ segir Kristinn Schram,
lektor í þjóðfræði, sem ásamt Jóni
Ólafssyni ritstýrir nýjasta hefti
Ritsins, tímarits Hugvísindastofn-
unar Háskóla Íslands, en að þessu
sinni er það tileinkað íroníunni.
Tvenns konar sýn á hlutina
Í heftinu er íronía bæði skoðuð
fræðilega og beitt sem tæki í fræði-
legri umfjöllun. Í ritinu birtast
meðal annars þýðingar á erlend-
um fræðigreinum tengdum íroníu
og íslenskir fræðimenn skoða
íroníu í íslenskum fornsögum,
ljóðlist og menningarsögu.
„Þrátt fyrir einlægan ásetning
um að finna heppilega þýðingu
fannst okkur við ekki getað neglt
niður neina eina. Við leyfðum því
hugtakinu íronía að lifa en notuð-
um líka ýmis íslensk hugtök sem
koma upp í hugann í tengslum við
íroníu. Til dæmis kaldhæðni og
launhæðni – sem hefur verið not-
að yfir það að fela afstöðu sína en
leggja áherslu á hana á sama tíma,
oft í formi einhvers konar kímni
eða gríns. Íronía hefur líka verið
þýdd sem ólíkindi og tvísæi – en
það hugtak sleppir kímninni al-
gjörlega. Það kemur hins vegar
að kjarna íroníunnar, því þar er
tvenns konar sýn á hlutina miðl-
að á sama tíma. Það eru tvær eða
fleiri merkingar sem standa til
boða. Þetta er því oft notað hlið-
stætt hugtakinu margræðni eða
jafnvel óræðni,“ segir Kristinn.
Kúgunartæki og byltingartól
„Rauður þráður í umfjölluninni
um íroníu er hvort hún standi í
vegi fyrir baráttunni fyrir betri
heim eða geti verið tæki til að búa
hann til,“ segir Kristinn. „Íronían
hefur ólíka virkni eftir því hvort
hún er í höndum hinna valda-
meiri eða valdaminni. Það má
nota hana til að grafa undan ríkj-
andi valdi en líka til að viðhalda
valdastöðu. Ef við tökum dæmi þá
má deila um hvort sjónvarpsþætt-
ir eins og The Simpsons, Spaug-
stofan eða áramótaskaupið geti
komið á breytingum með gagn-
rýni sinni eða hvort þeir virki þvert
á móti eins og ventill á gremju og
óánægju en svo haldi hlutirnir
bara áfram eins og þeir hafa alltaf
gert. Í heftinu erum við að reyna
að skoða hvernig skoða megi ólíka
þætti í merkingarheimi íroníunnar
sem fræðilegt viðfangsefni, tján-
ingarform og virkt afl og þá líka í
íslensku samfélagi,“ segir Kristinn.
Í heftinu eru gerðar ýmsar til-
raunir til að skapa vettvang fyrir
samtal um fyrirbærið og virkni
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Að segja eitt og meina annað Jón Gnarr og Besti flokkurinn beittu íroníu til að vekja
upp spurningar um hefðbundin stjórnmál, en í Ritinu spjalla fræðimenn við Óttar Proppé um
gildi íroníunnar fyrir stjórnmál. MynD HöRðuR SVeInSSon
Kristinn
Schram
Ritstýrir Ritinu
sem að þessu
sinni er tileinkað
íroníunni.
„Rauður þráður í
umfjölluninni um
íroníu er hvort hún standi
í vegi fyrir baráttunni fyrir
betri heim eða geti verið
tæki til að búa hann til.
Tröllin hans
Brians
Tröll - Grufl og góð ráð er bók
með texta og myndum eftir hinn
snjalla Brian Pilkington. Guð-
mundur Andri Thorsson ís-
lenskaði. Þarna birtast tröllin
hans Brians á glæsilegum mynd-
um ásamt snjöllum ráðum sem
þau langar að miðla til okkar
mannanna.
Góðgæti án
sykurs
Sætmeti án sykurs
og sætuefna er
bók eftir Nönnu
Rögnvaldardóttur.
Þar er að finna uppskriftir að
fjölbreyttu góðgæti án sykurs og
sætuefna. Meðal annars eru upp-
skriftir að grautum, tertum, sós-
um, búðingum og konfekti.