Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2015, Side 31
Vikublað 1.–3. september 2015 Menning 27 „ Íronía snertir eig- inlega alla mann- lega reynslu og flesta fleti lífs okkar og samskipta. Hágæða hunda- og kattafóður hátt kjötinnihald – ekkert kornmeti Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is O ona og Salinger er skáldsaga eftir franska rithöfundinn Frédéric Beigbeder, sem er nýkomin út í góðri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Hinn ungi Jerry Salinger, sem gengur með rithöf- undadrauma, kynnist hinni kornungu Oonu, dóttur Nóbelsskálds- ins Eugene O‘Neill. Salinger er kallaður í herinn en Oona flyt- ur til Hollywood, gift- ist Charlie Chaplin og eignast með hon- um átta börn. Salinger gerist rithöfundur og skrifar hina stórkost- legu skáldsögu Bjarg- vættinn í grasinu og verður einnig einn frægasti einfari heimsins. Beigbeder spinnur söguþráð úr fremur takmörkuðum heimildum og skáldar mjög í eyðurnar. Útkom- an er sannfærandi. Honum tekst yfir leitt vel að gæða persónur bók- arinnar lífi, og þá sérstaklega Oonu. Höfundurinn er beinlínis heillaður af hinni ungu, fögru og dulúðugu Oonu og innileg hrifning hans smit- ast til lesandans. Einfarinn Salinger verður aldrei eins athyglisverð persóna og Oona. Reyndar verður samband Oonu við Chaplin að mörgu leyti mun áhuga- verðara en samskipti hennar við Salinger. Þarna veldur nokkru að samtölin milli Oonu og Salingers eru á köflum fremur tilgerðarleg og bréf hans til hennar eru ekki með því besta í bókinni. Mögnuð- ustu kaflar bókarinnar hverfast þó í kringum Salinger. Hann kynntist hryllingi seinni heimsstyrjaldar og kom í útrýmingarbúðir nasista. Hann sá skelfilegar hörmungar sem hann jafnaði sig aldrei á. Þarna eru lýs- ingar Beigbeder bein- línis sláandi. Beigbeder er að skrifa skáldsögu en hætt er við að margir lesendur gleymi því við lesturinn og taki hana sem sannleika svo til- finningarík er frásögn höfundar. Það má vel velta því fyrir sér hvort kynnin af Oonu hafi raun- verulega haft jafn djúpstæð áhrif á Salinger og Beigbeder telur. Því verður hins vegar ekki neitað að hann hefur skrifað áhugaverða bók sem er full af athyglisverðum auka- persónum, eins og Ernest Hem- ingway, Truman Capote, frægum vinkonum Oonu úr samkvæmislíf- inu og ekki síst Eugene O'Neill sem afneitaði dóttur sinni. Beigbeder, sem er ákaflega vel skrifandi, blandar sér inni í frásögn- ina á skemmtilegan og lifandi hátt, talar til lesandans, segir frá sjálfum sér og deilir ýmsum vangaveltum sínum, eins og til dæmis um ást og aldursmun, en 36 ára aldursmun- ur var á Oonu og Chaplin, sem elsk- uðu hvort annað heitt og innilega alla tíð. Greinilegt er að höfundur hefur unað sér vel við að skrifa bókina og lesendur ættu að hafa gaman af að lesa hana. n Hin heillandi Oona Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Oona og Salinger Höfundur: Frédéric Beigbeder Þýðandi: Friðrik Rafnsson Útgefandi: Mál og menning 288 blaðsíður Frédéric Beigbeder Er ákaflega vel skrifandi. Örlögin eru í þínum höndum Dómur um tölvuleikinn Until Dawn á Playstation 4 H ryllingsleikurinn Until Dawn skartar stjörnum á borð við Hayden Panettiere og Rami Malek, sem líklega er best þekktur fyrir túlkun sína á Elliott Ald- erson í sjónvarpsþáttunum Mr. Ro- bot. Þessi athyglisverði leikur kom út á dögunum og er óhætt að segja að framleiðendur leiksins, Supermassi- ve Games, fari óhefðbundnar slóðir í nálgun sinni. Til að gera langa sögu stutta fjallar Until Dawn um hóp vina sem ákveða að halda út í óbyggðir til að heiðra minningu félaga sinna sem hurfu við dularfullar kringumstæður á sama stað, einu ári fyrr. Fljótlega læðist sá grunur að vinunum að ef til vill séu þeir ekki einir og hefst barátta upp á líf og dauða í kjölfarið. Það sem gerir Until Dawn að mörgu leyti einstakan er það að hver ákvörðun sem þú tekur hefur áhrif á það sem gerist á seinni stigum leiks- ins. Þetta þýðir að hægt er að spila leikinn nokkrum sinnum og upplifa eitthvað nýtt í hvert einasta skipti – jafnvel annan endi. Þetta er sérstak- lega mikilvægt upp á endurspilun- argildi þar sem Until Dawn skartar engri netspilun. Flott grafík og góð umgjörð er til lítils ef söguþráðurinn og aðal- persónurnar eru ekki trúverðugar. Því er ekki fyrir að fara í Until Dawn sem er afbragðsvel skrifaður en um- fram allt skemmtilegur tölvuleikur sem fær hárin til að rísa. Til að byrja með virkaði spilunin, hvernig þú stýrir persónunum, hálf stirðbusaleg en hún vandist furðu fljótt. Þeir sem hafa gaman af hryll- ingsleikjum ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Until Dawn. Mundu bara að hafa ljósin slökkt. Örlögin eru í þínum höndum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikur Until Dawn Metacritic 79 Tegund: Hrollvekja Spilast á: Playstation 4 Kúgunartæki og/eða byltingartól n Kristinn Schram ritstjóri segir íroníu snerta alla mannlega reynslu þess í samtímanum, fólk inn- an úr háskólasamfélaginu bregst við árásunum á ritstjórnarskrif- stofur skoptímaritsins Charlie Hebdo í byrjun ársins, lista- maður og heimspekingur ræða tengsl margræðni, áróðurs og ritskoðunar í listaverkum þess fyrrnefnda og fjórir fræðimenn bregðast við vangaveltum Óttars Proppé um notkun Besta flokks- ins á íroníu. „Það eru fjórir fræði- menn sem svara honum, meðal annars út frá málefnum fatlaðra og spyrja spurninga á borð við: hvenær skaðar íronía frekar en að vekja upp spurningar, hvenær eflir hún róttæk viðhorf frekar en að drepa þeim á dreif eða eyða þeim.“ Húmorslaus þjóðernishyggja „Íronísk samfélagsleg valdasam- ræða í dag finnur sér í síaukn- um mæli farveg innan listarinn- ar,“ segir Kristinn. En ritstjórarnir birta einmitt nokkrar myndir af listaverkum íslenskra listamanna sem þeir álíta íronísk eða óræð. Þá boðar Kristinn til samtals um meinta margræðni eða íroníu í verkum Snorra Ásmundssonar. „Hér birtist samtal sem ég átti við Snorra og Hauk Má Helga- son sem hefur tekið til um- fjöllunar verk Snorra í Reykja- vík Grape vine. Haukur taldi sig greina andgyðingleg stef í verk- inu Hatikva eftir Snorra, en Snorri lítur á verk sitt sem svar við sam- tímanum. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu um að valdníðsla, skoðanakúgun og ritskoðun verði ekki liðin. Hann álítur sig vera að beita háðinu sem viðbragði við þessu,“ segir Kristinn og bendir á að þetta sýni hversu hált fyrirbæri íronían sé enda sé oft umdeilan- legt hvort að hún sé til staðar eða ekki. „Það má eiginlega segja að þeir séu í grundvallaratriðum ósammála um hvort nokkur íronía, í skilningnum margræðni, sé yfirhöfuð til staðar í verkinu – hvort margar merkingar séu til staðar á sama tíma. Snorri sér loðna og opna óræðni, en Hauki finnst skorta þessa nauðsynlegu margræðni. Haukur bendir að sama skapi á hversu fjarverandi slík margræðni hefur oftast verið í pólitískum áróðri. Það er til dæm- is áhugavert hversu íslensk þjóð- ernishyggja – sem Snorri fjallar til dæmis um í verki sínu Fram- sóknarmaðurinn – hefur verið húmorslaus fram eftir öldinni. Þar vantar líka alla sjálfsgagn- rýni og óræða merkingu,“ útskýrir Kristinn. n „ Íronían hefur ólíka virkni eftir því hvort hún er í hönd- um hinna valdameiri eða valdaminni. Það má nota hana til að grafa undan ríkjandi valdi en líka til að viðhalda valdastöðu. Margrætt eða einfalt? Snorri Ásmundsson beitir oft nöpru háði í verkum sínum - en er háð Snorra íronískt eða fordómafullt? Alvarleiki sögunnar Í verkinu Ahh ekki vera með þennan kjánaskap fer Eva Ísleifsdóttir kómískum höndum um sjálfið og alvarleika sögunnar. Verkið er unnið upp úr vefnaðarverki frá miðöldum, sem er svo aftur endurgerð af málverki Edmunds Blair Leighton. Mynd EvA ÍSlEiFSdóTTir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.