Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 9
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
eftir GUNNAR ODDSSON íFlatatungi,
Nafnarnir á Gilsbakka
Meginhluta síðustu aldar bjuggu á Gilsbakka í Austurdal
Hjörleifur Jónsson og síðar Hjörleifur Kristinsson sem mátti
kalla uppeldis- eða fósturson Hjörleifs Jónssonar. Þáttur þessi
mun að meirihluta fjalla um Hjörleif Kristinsson. Þó tel ég
rétt að geta Hjörleifs Jónssonar nokkuð og aðstæðna og um-
hverfis sem Hjörleifur Kristinsson ólst upp við og mótuðu við-
horf hans og gerð öðru fremur. En sem kunnugt er á „fjórð-
ungi“ að bregða til fósturs.
Hjörleifur Jónsson fæddist á Gilsbakka 2. ágúst 1890. For-
eldrar hans voru Aldís Guðnadóttir og Jón Jónsson, skáld,
smiður og bóndi á Gilsbakka. Aldís var seinni kona Jóns á
Gilsbakka. Um ætt Jóns á Gilsbakka vísast til þáttar af Jóni
eftir Hjörleif Kristinsson, sem er prentaður í Skagfirðingabók 2,
frá 1967.
Eins og fyrr getur var Aldís Guðnadóttir seinni kona Jóns og
var aldursmunur þeirra mikill, eða 39 ár. Aldís var dóttir
Guðna Guðnasonar bónda í Villinganesi og Ingiríðar Eiríks-
dóttur bónda á Breið, Þorsteinssonar. Alsystkini Aldísar á
Gilsbakka voru: Jórunn seinni kona Eiríks bónda í Sölvanesi,
Guðmundssonar, Eiríkur bóndi í Villinganesi, Guðríður fyrri
kona Stefáns bónda á írafelli, Sveinssonar, Guðlaug kona Ólafs
Jóhannssonar sjómanns á Sauðárkróki og Guðrún kona Brynj-
ólfs Eiríkssonar frá Skatastöðum, kennara og bónda á Gils-
bakka og víðar. Hálfbróðir þeirra systkina, samfeðra, var
Guðni bóndi á Miðvöllum í Svartárdal.
7