Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 10
SKAGFIRÐINGABÓK
Guðni í Villinganesi faðir Aldísar var sonur Guðna Vil-
hjálmssonar bónda í Tungukoti á Kjálka. Vilhjálmur var orð-
lagður maður fyrir næmi og minni. Pétur prófastur Pétursson
á Víðivöllum segir um Vilhjálm: „Hann hafði skarpar skiln-
ingsgáfur og svo mikið næmi, að hann gat, fyrripart ævi sinn-
ar, munað nokkurn veginn orðrétt heila predikun. En til bú-
skapar var hann miður laginn." Guðni í Villinganesi, afi Hjör-
leifs Jónssonar, var röskur maður og vinsæll „fleytingsbóndi"
en ekki talinn skörungur. Hann var fulltrúi Lýtingsstaða-
hrepps í „kláðaverðinum“ við Blön'du 1858. Um hann var
kveðið, en um höfund veit ég ekki:
Guðni smalinn gagnlegur,
Guðna talinn niðji.
Þessi valinn varðmaður
vera skal hinn þriðji.
Yfir klungur sagt er sá
söðullung að noti.
Stáls var ungur freyrinn frá
Flatatungukoti.
Þessar vísur benda til að Guðni hafi verið vel ríðandi, röskur á
hesti og ósérhlífinn.
Hjörleifur Kristinsson lýsir Aldísi svo í þættinum af Gils-
bakka-Jóni: „Aldís var tæplega meðalkona á hæð, fríðleiks-
kona, ráðdeildarsöm og nýtin en stórgjöful. Hún var harðdug-
leg og féll aldrei verk úr hendi." Hjörleifur var eina barn for-
eldra sinna sem upp komst. Annað barn þeirra hjóna dó í fæð-
ingu. Aldís og Jón á Gilsbakka, meðan hans naut við, ólu upp
þrjú börn að meira eða minna leyti, en þau voru: Aldís Sveins-
dóttir, Eiríkssonar frá Skatastöðum, Jón Brynjólfsson, Eiríks-
sonar frá Skatastöðum, systursonur Aldísar, og Aldís Jórunn
Guðnadóttir frá Miðvöllum, Guðnasonar hálfbróður Aldísar.
8