Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 13
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
Hjörleifur kann að hoppa glannalega.
Illa líst mér á hann þá
ofaní snýst hann klettagjá.
Á yngri árum var Hjörleifur léttur dansmaður. Dansmennt
barst mun fyrr x Austurdal en ætla mætti um svo afskekkta
sveit. Sigurbjörg Jónatansdóttir húsfreyja á Merkigili 1859—
70 með fyrri manni sínum, er jafnvel talin fyrsta konan í
Skagafirði er steig dans svo vitað sé. Dansmennt mun hún hafa
lært hjá dönskum kaupmannshjónum. Má segja að hið
merkasta samfélag hafi dafnað í Austurdal frá því fyrir miðja
nítjándu öld og fram á miðja 20. öld.
Guðmundur bóndi á Ábæ reisti þar kirkju og flutti kirkjuvið-
inn frá Akureyri um Nýjabæjarfjall og bjó uppgangsbúi. Á Ábæ
orti Símon Dalaskáld rímur, þá smali hjá Guðmundi, lítt eða ekki
skrifandi, en Guðmundur bóndi var skrifari fyrir smalann. Seinna
kvaðst Símon á við Jón á Gilsbakka og áttust þeir illt við í
kveðskapnum. Á Skatastöðum bjó Eiríkur Eiríksson góðu búi.
Þar dafnaði söngur og músík og voru synir hans og afkomend-
ur þeirra kunnir á því sviði. Á Merkigili bjó Jóhann Höskuld-
ur Jónsson, ásamt konu sinni, Sigurbjörgu Jónatansdóttur sem
áður var nefnd. Heimilið rómað fyrir rausn og myndarskap.
Kláfferju var snemma komið á Jökulsána undan Skatastöð-
um, eða 1856. Og ekki sxðar en 1887 óska ábúendur þessara
þriggja jarða eftir 200 króna styrk úr sýslusjóði til endurbygg-
ingar kláfsins, sem að vísu fékkst ekki í það sinn.
„Goðdalir mér gáfu best, gott er fólk í Dölum“ orti prófastur
séra Jón Hallsson, prestur í Goðdölum 1848-59- Séra Jón
Hallsson hafði setið í öllum betri brauðum héraðsins, Felli,
Glaumbæ, Miklabæ og Reynistað. Því má segja að það gefi
vitnisburði hans um Dalina og dalafólkið aukið vægi. Inn í
þennan menningar- og mannheim Dalanna fæddist Hjörleifur
Jónsson. Þar ólst hann upp, tók út þroska sinn og eyddi ævinni
sem bóndi og skáld.
11