Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 22
SKAGFIRÐINGABÓK
og bónda í Merkigarði, og konu hans Þóru Kristjánsdóttur.
Kristrún dó 18. apríl 1950. Börn þeirra urðu: Aldís Torfhild-
ur, fædd 1942, Jón Helgi, fæddur 1943, Þórdís Sigurbjörg,
fædd 1947, Kristrún Jóhanna Ásdís, fædd 1948. Öll eiga þau
afkomendur og maka. Fyrir hjónaband átti Kristrún fjórar
dætur: Elínu Ingvarsdóttur og Sigrúnu og Ragnheiði Jónsdæt-
ur. Ólust þær upp á Gilsbakka, með móður sinni og stjúpa. En
Birna Jónsdóttir ólst upp hjá föður sínum í Réttarholti. Sjá
nánar í Skagfirskum ceviskrdm 1910-1950, III, bls. 148-152.
Allmörg síðustu árin dvaldi Hjörleifur á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki. Hann naut góðrar umönnunar og leið ekki illa,
en þrótturinn var farinn. Hann var mikið heimsóttur af sínu
vandafólki, vinum og gömlum grönnum. Nafni hans Kristins-
son heimsótti hann nær vikulega. I einni slíkri, sem var ein-
hver sú síðasta sem hann náði góðu sambandi við hann, virtist
hann óvenju hress. Yngri Hjörleifur nefndi þá við nafna sinn
hvort hann hefði ekki gaman af og getu til að koma með sér
frameftir. Hann gæti hvort heldur legið eða setið í bílnum eftir
því sem hentaði betur. Langt væri nú síðan hann hefði komið
heim. Ekki vildi hann eiga við það, sagðist nýbúinn að fara
fram fyrir Á (Norðurá). Þetta þótti þeim yngri skrítið og
spurði hvernig hann hefði farið og ekki hefði hann komið í
Bakka. Það kvað hann rétt vera, hann hefði farið á bíl og ekki
lengra en í Tungu. Þá varð nafna hans að orði: „Og hver
keyrði?“ „Það voru einhverjir framliðnir.“ Við þetta svar þótt-
ist Hjörleifur sjá að algert rugl væri komið á nafna sinn og
felldi talið. Að stundu liðinni sá hann mjög eftir að hafa ekki
rætt þetta frekar. Hvað vissi hann eða aðrir um það hvað gerð-
ist þegar menn lægju sem kallað er meðvitundarlausir eða
meðvitundarlitlir? Hvar var sjálfið þá statt? Gat það ekki átt
sér stað að menn hefðu í því ástandi samband eða stundardvöl
handan landamæranna?
Nokkrum dögum síðar var Hjörleifur Jónsson allur. Hann
andaðist 9- apríl 1985, borinn til grafar að Silfrastöðum, að
20