Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
1910—1950, V, bls. 161—164). Foreldrar Kristins voru Jóhann
Jónasson bóndi á Miðsitju og Margrét, dóttir Jóns bónda á
Kárastöðum í Hegranesi, Skúlasonar bónda og skálds á Ög-
mundarstöðum. Margrét á Miðsitju, amma Hjörleifs, var talin
vel hagmælt (sjá Skagfirzkar æviskrár 1890—1910, II, bls.
125—126). Jónas faðir Jóhanns á Miðsitju var sonur séra Jóns
Jónssonar á Miklabæ (sjá Skagfirzkar ceviskrdr 1850-1890, I).
Kona Jónasar og langamma Hjörleifs var Hólmfríður Guð-
mundsdóttir bónda á Læk í Viðvíkursveit, Jónssonar bónda á
Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, Jónssonar læknis í Viðvík, Pét-
urssonar.
Jóhann á Miðsitju og Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti á
Seyðisfirði voru systkinasynir. Hjörleifur vissi vel af frændsemi
við þá Jóhannessyni en hafði lítt orð á. Þó var hann farinn að
kalla Matthías Johannessen „Matthías frænda", einkum hin
síðari ár, en þá fyrst taldi hann Matthías kveða frambærilega.
Hjörleifur hafði hið besta dálæti á Jóhanni afa sínum og sagði
af honum sögur.
Einhverju sinni er Jóhann var við sjóróðra við Eyjafjörð, þá
ungur maður, veittist hvalfiskur að skipinu og mátti engu
muna að bátnum hvolfdi undir þeim. Þeir félagar tóku lífróð-
urinn til lands en hvalurinn elti þá og gerði árásir á bátinn svo
oft lá við að illa færi. Til lands var þó náð heilu og höldnu „og
þá var ég sveittur" hafði Hjörleifur eftir afa sínum. Spurður
um hvaða hvalskepna þetta hefði verið svaraði karl: „Þetta var
illhveli!" og stóð ekki á svarinu.
Ekki rengdi Hjörleifur að afi sinn hefði svitnað í lífróðrinum
því hvort tveggja var að Jóhann var ósérhlífinn og harðfylginn
sér og svo heitfengur að einstakt var. „Hann svitnaði jafnvel
við að borða skyrhræring" sagði Hjörleifur. Jóhann á Miðsitju
var mikill sjálfstæðismaður. Þær pólitísku skoðanir höfðuðu
lítt til sonarsona hans og þegar Þorbjörn Kristinsson gekk
ungur að árum í Framsóknarflokkinn orti Magnús Gíslason á
Vöglum vísu er ég læt fljóta hér með, því að Hjörleifur hafði á
22