Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 27
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
það gaddfraus í koppunum í Borgargerði á þessum
árum. Þá var ekki búið að finna upp orð eins og heilsu-
spillandi húsnæði þannig að ég geri ráð fyrir að svona
húsakynni væru talin ónothæf núna.
Foreldrar Hjörleifs bjuggu í þrjú ár í Borgargerði, 1917—20.
Fluttu þá á Miðsitju og voru þar búandi í þrjú ár. Fóru þá í
Hjaltastaði þar sem þau voru búandi á fjórðungi jarðarinnar til
1930, fluttu þá til Sauðárkróks. Þau eignuðust, auk Hjörleifs,
fjóra syni sem upp komust. Þeir voru: Eiríkur, f. 24. maí 1916
á Miðsitju, Hjörleifur áður nefndur, Þorbjörn f. 17. desember
1921 á Miðsitju, Sveinn, f. 2. mars 1925 á Hjaltastöðum. Allir
voru þeir bræður vel hagorðir og kom snemma í ljós. Yngsti
bróðirinn Jökull, f. 28. ágúst 1935 á Sauðárkróki, hefur búið
við fötlun frá frumbernsku.
Á Hjaltastaðaárunum var Hjörleifur sendur einhverju sinni
með kaffi til föður síns, er sló ísastör á enginu í Hjaltastaðakíl-
um. Vildi þá svo illa til að ís brast undan honum, en faðir hans
gat bjargað drengnum án þess að mein hlytist af. Um þennan
atburð orti Eiríkur bróðir hans, sem var tveimur árum eldri,
þessar vísur:
Eitt til bar á ísastarar slætti.
Sendur var hann sóma klár
sunnudag með kaffi í flár.
Létt gekk honum leiðin ofanað Kílum.
Hélt ei svellið honum þá
svo hann í pyttinn sökkva má.
Bilt við mjög varð bóndanum við sláttinn.
Hljóp hann þá úr heyinu,
Hjörsa dró úr gatinu.
25