Skagfirðingabók - 01.01.2004, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
þá man ég að Hrólfur tók upp hálfflösku af brennivíni. Við
tókum svona tvo, þrjá snafsa hver. Eg man aldrei eftir að vín
hafi hresst mig eins vel og þá. Og ég gæti nærri trúað að það
hafi bjargað lífi mínu. Kjarkurinn var að verða andskoti lítill
og við áttum eftir að ganga tvö fjöll; mér er það minnisstætt
hvað það hressti upp á kjarkinn og við þrömmuðum þessi fjöll.
Fyrst úr Fossárdalnum yfir í Hölknárdalinn, síðan úr Hölknár-
dalnum yfir í Geldingsárdrögin. Mér er það furðulega minnis-
stætt hvað kofinn, sem þykir nú ekkert merkis húsakynni,
hvað mér fannst það mikils virði að ná honum þarna um
kvöldið. Svo hituðum við okkur kaffi og ég man vel eftir þegar
ég var að sækja vatn í ána í tunglsljósi um kvöldið. Svo fórum
við eitthvað að reyna að sofa, en getum ekki sofnað. Þá allt í
einu fer Hrólfur að tala um að það sé líklega rétt fyrir okkur, af
því sé svo bjart tunglsljós, að fara fram í Polla um nóttina. Við
getum bara leitað Polla. Við drífum okkur þarna af stað, yfir
Geldingsána, sennilega á ís, og fram vestan við hana eða sunn-
an við, en þegar við komum fram á drögin og förum að nálgast
Polla, þykist ég sjá kindaslóðir. Eg man enn eftir því þegar ég
var að reyna að kveikja á eldspýtu til að gá að því fyrir víst
hvort þetta væru ábyggilega kindaslóðir. Og við úrskurðuðum
það að þetta væru kindaslóðir. Þar með var það niðurstaðan að
það væri ekki þorandi að fara að reyna við þær að nóttu til þótt
tunglskin væri. Svo við fórum aftur heim í kofa og fórum að
sofa. Þegar birti fórum við fram í Polla og finnum þar eina
lambá úr Eyjafirðinum, frá Gullbrekku minnir mig, og rekum
hana út á Geldingsárdrög, höfum sennilega fengið okkur ein-
hverja hressingu í kofanum. Síðan fer ég áfram með rolluna út
fjall, en Hrólfur fer út Lönguhlíð, og segir nú ekkert af ferðum
okkar fyrr en kemur út að Fossá. Þá drífum við rolluna í ána og
hún fer út fyrir en við þurftum upp í Fossárdalsdrög að sækja
kindurnar sem voru á Væthamarsskeiðunum, og svo förum við
með þær áfram niður. En líklega höfum við skilið allt draslið
eftir utan við Fossá því að við fiindum ekki kindur sem við
30