Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 38
SKAGFIRÐINGABÓK
Þeir Hjörleifur höfðu árum saman þann sið, einkum ef þeir
hittust við skál, að ræðast við á þýsku til þess að viðhalda færni
sinni og kunnáttu í málinu. Það var svo önnur saga að þeir sem
með þeim voru og ekkert skildu höfðu litla ánægju af samtöl-
um þeirra og lögðu þeim jafnvel út sem merkilegheit sem var
þeim báðum víðs fjarri.
Náttúrufræði hvers konar var Hjörleifi þó jafnan hugstæðust
og var hann allt til síðustu ára að bæta við þekkingu sína með
náttúruskoðun og lestri fræðibóka. Jóhann Pálsson grasafræð-
ingur kynntist Hjörleifi á þeim árum er hann veitti Náttúru-
gripasafni Akureyrar forstöðu, síðar varð hann garðyrkjustjóri
Reykjavíkur. Hann skipaði Hjörleifi á bekk sjálfmenntaðra
náttúrufræðinga við hlið Hálfdáns Björnssonar á Kvískerjum
og Einars H. Einarssonar á Skammadalshóli í Mýrdal.
Sumarið 1979 tók Náttúrugripasafnið á Akureyri að sér að
vinna náttúrufarskönnun á virkjunarsvæði Héraðsvatna við
Villinganes í Skagafirði. Verkið var unnið fyrir Orkustofnun.
Aðalkönnunin fór fram 1,—10. ágúst. Niðurstöður af því starfi
birtust í ítarlegri skýrslu er Orkustofnun gaf út vorið 1982.
Höfunda skýrslunnar er getið á forsíðu, en þeir voru Helgi
Hallgrímsson, Jóhann Pálsson, Hálfdán Björnsson, Hjörleifur
Kristinsson og Þórir Haraldsson. I inngangi skýrslunnar kemst
Helgi Hallgrímsson svo að orði: „Fyrri hluta athugunartímans
(1.—5. ágúst) hafði leiðangurinn aðsetur á Gilsbakka í Austur-
dal og naut margvíslegrar fyrirgreiðslu Hjörleifs Kristinssonar
bónda þar, sem einnig tók þátt í könnunarferðum og miðlaði
óspart af sinni víðtæku þekkingu á sögu og náttúrufari þessa
svæðis. Við samningu skýrslunnar reyndist hann einnig ómet-
anleg hjálparhella."
Guðbrandur Magnússon fyrrverandi kennari á Siglufirði
kom einnig í þennan hóp ásamt konu sinni Önnu Magnús-
dóttur og Eiríki dóttursyni þeirra. „Guðbrandur Magnússon
fékkst þá við skráningu háplantna í 10x10 km reitum í inn-
dölum Skagafjarðar, og athugun á fundarstöðum surtarbrands,
36