Skagfirðingabók - 01.01.2004, Side 51
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
prests, taldi öll tormerki á að slíkt tæki myndi auðvelda þeim
reikninginn eða flýta fyrir. Ræddu þeir málið góða stund. Loks
stóð Hjörleifur upp og sagði: „Það er þá best að ég fari og fái
vélina lánaða í þeirri von, að hún tefji ekki mikið fyrir.“ Að
nokkrum tíma liðnum kemur hann aftur og með vélina og
færir Sigfusi hana, sposkur á svipinn. Ekki er að orðlengja að
vélin reyndist vel og eftir þetta sótti Hjörleifur hana á hverju
vori og skilaði henni aftur og hafði gaman af.
Prófdagarnir á vorin voru 3^4. Þetta voru einstakir dagar.
Eftir að nemendur voru farnir heim var unnið fram eftir degi,
ofitast fram á kvöld, stundum fram á nætur. Tíminn skipti ekki
máli, bara að það væri kaffi á könnunni. Eitt kvöldið spurði
Hjörleifur Jóhönnu: „Kemur þú á morgun, eða Sigfús?“ „Ætli
Sigfús komi ekki“, svarar hún. „Það er gott“, sagði Hjörleifur,
„þá verður ekki eins mikil vinnuharkan!" En þeir sátu oft með
kaffibollana og pípurnar sínar, presturinn og prófdómarinn, og
ræddu hin ýmsu mál og fór vel á með þeim.
I prófin og úrvinnsluna var tekinn sá tími sem þurfti, ekki
flanað að neinu og ætíð vandað til verka. Það voru forréttindi
að hafa Hjörleif sem prófdómara og fá tækifæri til að vinna
með honum. Er embættið var lagt niður vorið 1974, að loknu
skólaári, hvarf merkur þáttur úr starfi skólans.
Eg minnist hans með virðingu og þakklæti.
Helga Bjarnadóttir“
Hér er svo við að bæta að allsérstæður unglingaskóli starfaði
hér í sveit einn vetur. Þar má segja að Hjörleifur væri „höfuð-
paur“ þar sem hann átti bæði hugmynd að þessu skólastarfi og
sá um framkvæmdina, en Akrahreppur stóð undir kostnaði af
þessu starfi. Einn nemenda í þessum „Hjörleifsskóla" var
Benedikt Björnsson á Víðivöllum, nú arkitekt í Kópavogi.
Hann varð góðfúslega við beiðni um að rifja upp hvernig
kennslan gekk fram. Hér á eftir fer bréf Benedikts:
4 Skagfirðingabók
49