Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 56
SKAGFIRÐINGABÓK
sínum, tók hann að spyrja um Gilsbakka, hvernig vegur væri
þangað og hvað langt hann ætti ófarið að þeim bæ. Veitti und-
irritaður honum svör við þeim spurningum en reyndi jafn-
framt að draga úr áhuga hans á að fara þangað. Sagði honum
sem var, að vegurinn væri fremur leiðinlegur, bóndinn þar væri
einbúi og væri nú örugglega í önnum, þar sem nú væri fyrsti
góði heyþerrisdagurinn eftir óþurrkakafla. Sagði ég manninum
að hver stund á svona dögum væri bóndanum dýrmætari en
ella og því síst gustuk að tefja menn frá verkum er þannig
stæði á. En bóksalinn tók ekki undir og þóttist ég sjá að hann
væri ákveðinn í að hitta Hjörleif og sjá Austurdalinn. Ekki er
að orðlengja það frekar, en næst þegar Hjörleifur kom greindi
hann frá fundi þeirra Helga Vigfússonar. Erindi hans var í raun
allt annað en selja bækur. Hann skýrði frá því að hann hefði
séð þátt Ómars Ragnarssonar í sjónvarpinu. A sjónvarpsmynd-
inni sá Helgi einhverja þá þéttustu og mestu álfabyggð sem
hann hafði augum litið. En það var í klettahöfðanum í Jök-
ulsárgilinu beint niður undan bænum. Uppi á þeim höfða stend-
ur skógræktargirðing neðst í túninu á Bakka. I þá girðingu var
búið að gróðursetja í áratugi. Framan í þessum höfða gengu
þeir Ómar og Hjörleifur til þess að komast í svokallaðan Dauða-
geira, sem var lengi sjálfhelda fyrir fé, en er það ekki lengur. I
Dauðageira gróðursetti Hjörleifur trjáplöntur. Þar er m.a. að
finna stafafurur sem munu vera þær vaxtarmestu, sem gróður-
settar hafa verið í Skagafirði. Hjörleif setti hljóðan við þessi
tíðindi, að „verur álfakyns“ veittu honum svo fjölmennt ná-
býli. Kunni af því ýmsar sögur að álfar gátu orðið erfiðir við-
skiptis ef þeim mislíkaði eitthvað. Eftir drykklanga stund varð
honum fyrst fyrir að spyrja sjáandann hvort álfunum væri þá
meinlaust við sig. Og Helgi svaraði: „Já, annars værir þú ekki
hér“. Létti Hjörleifi við svarið og spurði nánar um hug álfanna
til skógræktarinnar á höfðanum og umferðar hans um álfa-
byggðina er hann væri að gróðursetja í gilinu eða sýna það
gestum. Sjáandinn fullvisaði hann um að álfarnir hefðu engan