Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 71
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
sem búgrein. í viðtali í skólablaðinu Röskva kemst Hjörleifur
svo að orði um skógræktina: „Já ég hef afskaplega gaman af að
rækta skóg en ég hef engan skógræktaráhuga á við þá sem
lengst ganga í því. Hef t.d. aldrei orðið svo mikill skógræktar-
maður að mér hafi farið að vera illa við kindur."
Símtöl og bréfaskriftir
Hjörleifur hafði gaman af að tala í síma og lét það tíðum eftir
sér. Einkum hylltist hann til að hringja í þá sem hann vissi að
einir voru. Nær daglega hringdi hann í Pálínu á Skarðsá, Kon-
ráðsdóttur, sem lengi var þar einsetukona. Stóðu þessi samtöl
þeirra um árabil. Fyrst í stað var Pálína stirð í viðræðum, liðk-
aðist þó brátt og urðu samræður þeirra hinar ágætustu er fram
í sótti. Við nágranna sinn, Helga Jónsson á Merkigili, talaði
hann einnig daglega og tvisvar á dag eftir að Helgi var orðinn
einbúi. Höfðu þeir þann háttinn á að annar hringdi að morgni
en hinn að kvöldi. Helgi var Rangæingur, frá Herríðarhóli í
Asahreppi. Strax og hann kom í Merkigil tókst hið besta ná-
grenni með þeim Hjörleifi. Einhverju sinni fóru þeir saman í
Merkigilið til þess að handsama lamb er sest hafði að í Gilinu.
Er þeir náðu lambinu, sem var allvænn hrútur, létu þeir það í
poka og hélt Helgi á pokanum alla leið upp á veg þar sem bíll-
inn var. Sá hvorki á honum þreytu eða mæði. Við það tækifæri
sagði Hjörleifur að Helgi hefði mjög minnt á Skarphéðin
Njálsson að hreysti og atgervi.
Við einhvern í.Flatatungu talaði Hjörleifur einnig daglega,
eftir að hann varð einbúi, og þangað „tilkynnti" hann sig ef
hann fór á Dalinn, í Gilið eða í fjallgöngu, og lét svo vita af sér
þegar hann kom heim. I þessu var nokkurt öryggi og ljóst var
hvar leita ætti ef eitthvað hefði borið útaf. Nágrönnum þótti
vænt um þennan sið.
Símavini átti Hjörleifur í öðrum landshlutum. Á Vestfjörð-
um Sigríði Ragnarsdóttur á Hrafnabjörgum og Sigurjón Jón-
69