Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
asson á Lokinhömrum í Auðkúluhreppi. Þau voru einsetufólk.
Einnig ræddi hann við Rögnu Aðalsteinsdóttir á Laugabóli. Á
Austurlandi var Ragnar Jónasson á Hrafnabjörgum í Jökulsár-
hlíð símavinur. Ragnar spurði jafnan margs og hallaði því oft á
Hjörleif því hann veitti meiri fréttir og upplýsingar úr héraði
en hann fékk í staðinn.
Hjörleifi lét vel að skrifa sendibréf, var pennafús. Um skeið
skrifaðist hann á við fólk í þrem heimsálfum. í Ástralíu skrif-
aðist hann á við Arinbjörn Guðmundsson skákmeistara og
rennismið, en kona hans er Ragnheiður Jónsdóttir frá Gils-
bakka. I Ameríku var Steinunn Jónsdóttir frænka hans öldruð,
frá Syðstu-Grund, þá búsett í Kanada, pennavinurinn, og í
Svíþjóð Kerstin Svensson frá Söráker.
Einhvern sumardag 1972 tók Hjörleifur þrjá fótgangandi
ferðamenn upp í bíl sinn í Hólminum en hann var einn á ferð.
Þar voru á ferð þrjár sænskar blómarósir. Þeirra erindi var að
skoða náttúru landsins og einkum fuglalífið og því var för
þeirra heitið að Mývatni. Er þau komu að Kjálkavegamótum
og leiðir áttu að skilja fannst Hjörleifi vart forsvaranlegt að
skilja þær eftir því hann vissi að þeim gekk illa að fá bíla til að
taka sig upp í, og gat það í og með verið vegna þess að þær
voru þetta margar og báru allstóra bakpoka. Því hélt Hjörleif-
ur áfram með þær norður í Bakkasel. Þar taldi hann þær betur
staddar en í Silfrastaðafjalli, bæir framundan sem hægt var að
leita til ef annað brygðist.
Hjörleifur átti ekki von á að heyra eða sjá þær sænsku meyjar
meir, en vonaði að ferð þeirra greiddist sem best. Síðan er það að
Hjörleifur fær jólakort og bréf frá einni hinna sænsku stúlkna,
Kerstinu Svensson. Þar með hófust bréfaskipti þeirra sem
héldust meðan bæði lifðu. Þess skal getið að eftir fráfall Hjör-
leifs óskaði Kerstin eftir að fá bréf sín er hún sendi Hjörleifi,
og gekk það fram. Hún hafði jafnvel í huga að gefa bréf þeirra
út á bók. Það sýnishorn af bréfum þeirra, sem hér fylgir var
fengið frá Kerstinu en hún varð góðfúslega við beiðni um að
70