Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 74
SKAGFIRÐINGABÓK
ingurinn af Siglufirði sem manna best hefur hjálpað mér til
að koma upp náttúrugripasafninu í Varmahlíð, en það á að vera
þar, en ekki hér á Gilsbakka. Þetta á að vera Náttúrugripasafn
Skagafjarðar í Varmahlíð. Þarna er nú unnið að innréttingu
fyrir safnið og safngripum komið þangað til geymslu. Hvenær
verður hægt að opna þetta til sýninga veit enginn enn.
Hér voru tvær sænskar stúlkur nýlega í tvo daga en Helga sá
þeim fyrir fæði og gistingu. Þessar stúlkur voru að rannsaka
skarfakál, Cochlearia-officinalis. Eg gekk með þeim upp á fjall
en þar er mjög smávaxið skarfakál sem hefur líklega lifað af ís-
öld, þar sem þessi hluti fjallsins hefur líklega staðið upp úr
jöklinum. Seinni daginn fór ég með þeim í gilið hér fyrir neð-
an. Ég held að þær hafi bara verið ánægðar með þessa daga í
Skagafirði. Þær voru frá Uppsala og hétu Karin Sundblad og
Kerstin Hansson.
Ég hef stundað fjallgöngur nokkuð í vor og sumar til að
kanna gróður o.fl. Hef verið heppinn með veður og í sumum
þessum ferðum hef ég fundið eitthvað, sem ekki var áður vitað
um. Hér er fullt af fjöllum, þar sem grasafræðingar eða aðrir
vísindamenn hafa aldrei stigið fæti niður. Fjallgarðurinn milli
Skagafjarðar og Eyjafjarðar er einhver hrikalegasti og minnst
kannaði fjallgarður á landinu. Hann nær frá sjó og inn undir
jökla. Þeir sem við þessi fjöll búa hafa því nóg að skoða, sem
ekki er áður búið að margskoða af öðrum, en að sjálfsögðu
kostar það bæði tíma og erfiði. Kunnugastir í þessum fjöllum
eru þeir sem hafa þurft að smala kindum og þá hver á sínu
svæði.
Vonandi á ég eftir að fara með ykkur í fjallgöngu í Trölla-
skaga, en svo kallast þessi fjallgarður einu nafni. Þess vegna
þykja mér það góðar fréttir, að Mats skuli vera byrjaður að æfa
sig.
Nú eru strákarnir í Flatatungu, synir Helgu og Gunnars,
búnir að fá mikinn áhuga á grasafræði, einkum þó Einar, sá
sem var fermdur í vor. Sænsku stúlkurnar sem ég sagði þér frá,
72