Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 75
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
fóru með þeim í gönguferð og gáfu þeim gott stækkunargler.
Sigríður systir þeirra hringdi í mig í dag og bauð mér í afmæl-
ið sitt, en hún verður 5 ára á morgun.
Eg hitti Þóru og fékk henni allt sem þú hafðir skrifað um
peysurnar og þýðingu frá Helgu. Hún mun gera allt sem hún
getur til að peysurnar verði eins og óskað er, en það getur farið
eftir því hvernig heyskapurinn gengur þar, hve fljótt hún verð-
ur búin. Samt ættu báðar peysurnar að verða til fyrir jól. Til
þess að verðið á peysunum verði ekki of hátt þá þurfa þær að
sléppa við toll. Það verður líklega að líta svo út að ég sendi þér
þær sem gjöf. Við verðum svo bara að sjá, hvernig þetta geng-
ur. Þóra hefur gaman af að prjóna þessar peysur. Hún bað mig
að skila til þfn kærri kveðju sinni.
Ég skrifa ekki meira núna. Ætla með bréfíð til Helgu, um
leið og ég fer í afmælið til Siggu litlu. Með kærri kveðju til
ykkar allra og þakkir til þín fyrir margra ára vináttu.
Hjörleifur
E.S. Það er ekki rétt að safna fleiri peysupöntunum fyrr en sést,
hvernig gengur með þessar. Sauðburðurinn gekk mjög vel,
enda var tíðin góð.
Söráker 11. ágúst 1991
Kæri Hjörleifur. Þökk fyrir síðasta bréf.
Nú er sumarið brátt liðið. Þegar ágúst er á enda byrjar haust
hér í Svíþjóð, sérstaklega í norðri. Þar koma oft fyrstu frost-
næturnar strax um miðjan ágúst. Eftir því sem árin líða líður
sumarið hraðar, rétt eins og árin. Veturinn hér var mildur og
snjóléttur, tvisvar gerði mikil stórviðri, í janúar og í apríl.
Sumarið hefur verið gott, en vorið kalt og rigningasamt.
I sumar höfum við siglt og gengið á fjöll. Ættingjar hafa
verið í heimsókn og við höfum einnig gefið okkur tíma til að
heimsækja móður mína í Stokkhólmi. Mats og Erik eru nú 12
73