Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
ins, virti fyrir sér gróðurfar og fénað í hlíðum og þar sá hann
nýjan landnema í flóru Dalsins sem var ullblekill (Coprinus
comatus), sveppur sem gjarnan vex í vegköntum. Má segja að
hann gerði ekki endasleppt í náttúruskoðun.
Allt það sumar og raunar lengur hafði hann kennt þyngsla
fyrir brjósti sem ágerðust og oft fylgdu hitaköst. Hann hafði
farið til læknis og fengið fúkkalyf en vildi ekki láta mynda
lungun. Vildi heldur eiga sinn grun um hvað að honum gengi,
en fá þá staðfestingu sem röntgenmynd kynni að sýna. Innan
fárra daga var för hans beint á Landspítalann í Reykjavík, og
þar dvaldi hann uns yfir lauk. Snorri Ingimarsson vinur hans
og sérfræðingur í krabbameinslækningum leit jafnan til hans
og því var dvölin þar bærilegri en ella.
Einar í Flatatungu leit til hans á spítalann en þá var búið að
segja honum að hann væri með lungnakrabbamein. Hann hafði
fengið dauðadóminn. Raunar varð hann feginn að honum var
sagt hverskyns var, því að hann sá hvað lækninum sem bar frétt-
ina létti mikið er hann hafði komið þessu frá sér. Kann það
einnig að hafa valdið lækninum kvíða hver viðbrögð sjúklings-
ins yrðu, en Hjörleifur fékkst lítt um tíðindin, eins þó að lífs-
líkur teldust frekar í dögum en vikum.
Eg, sem þennan þátt tek saman, talaði daglega í síma við
Hjörleif á Landspítalanum meðan hann var málhress. Af þeim
samtölum þóttist ég finna að honum létti einnig við að fá
„dauðadóminn“. Honum virtist léttara yfir fólkinu sem annað-
ist hann og honum varð auðveldara að hafa uppi spaug og létt-
ara hjal. Hann var snortinn af því hvað þetta góða fólk, sem
hann þekkti annars ekki, lét sér annt um líðan hans. Svo átti
hann eftir verk sem bráðan bug varð að vinda að, þar sem tím-
inn var naumur. Til þessa verks leitaði hann aðstoðar Halldórs
Jónssonar sýslumanns á Sauðárkróki. Halldór brást vel við og
ritaði eftir hans munnlegu fyrirmælum erfðaskrá og sendi hon-
um á Landspítalann, sem Hjörleifur undirritaði í votta viður-
vist og sendi til baka til Halldórs sýslumanns. Nú var honum
88