Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 91
HJÖRLEIFUR Á GILSBAKKA
ekkert að vanbúnaði og albúinn til ferðar. Erfðaskráin er all
sérstæð og því er hún birt hér:
Ég undirritaður, Hjörleifur Kristinsson, Gilsbakka,
Akrahreppi, kt. 121118-3789, sem er ókvæntur og á
ekki afkomendur, geri hér með svofellda erfðaskrá:
Allir þeir fjármunir, sem ég kann eftir mig að láta,
eftir að allur kostnaður hefúr verið greiddur, skulu
ganga til Fjallskilasjóðs Akrahrepps og vera notaðir til
eftirtalinna verkefna:
a. Að fyrirbyggja að skepnur verði úti í nágrenni Gils-
bakka, ekki síst hross á fjallabrúnum og mætti til
þess verks nota flugvél til eftirlits.
b. Til að líta eftir skógrækt minni í landi Gilsbakka,
m.a. til að fylgjast með því að girðingar um skóg-
ræktina séu í lagi.
Erfðaskrá þessa undirrita ég í viðurvist tveggja til-
kvaddra vitundarvotta og lýsi því yfir að erfðaskrá þessi
hefir að geyma minn síðasta vilja.
Reykjavík 22. september 1992
Hjörleifur Kristinsson
Við undirritaðir vottar, sem Hjörleifur Kristinsson hefur
kvatt til, til að votta undirritun sína á framanritaðri
erfðaskrá, vottum hér með, að Hjörleifur Kristinsson á
Gilsbakka, sem við þekkjum persónulega, hefir af fúsum
og frjálsum vilja, andlega heill og með fullum skilningi
á þýðingu gerningsins, undirritað með eigin hendi í
okkar viðurvist framanskráða erfðaskrá og lýst því yfir
að hún hefði að geyma sinn síðasta vilja.
d.u.s.
Hildur Helgadóttir Sigurbergur Kdrason
240361-7799 190264-4409
89