Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 92
SKAGFIRÐINGABÓK
Líklega er það einsdæmi að fjallskilasjóður sé arfleiddur. Eins
og sjá má er það tvennt sem honum er hugstætt á banabeði og
hann vill að fjármunir hans gangi til. Þegar hugað er að fyrra
verkefninu er rétt að rifja upp eftirleitarsöguna af honum og
Hrólfi á Stekkjarflötum, sem birt er í þessum þætti, er þeir
fundu hestinn á Afréttarfjallinu, ósjálfbjarga og nær dauða en
lífi. Þeim félögum auðnaðist að bjarga skepnunni og koma
henni til byggða. Ljóst má vera að þetta atvik hefur fest svo í
vitund hans, að á banabeði leitast hann við að tryggja eða í það
minnsta að minnka líkur þess að skepnur líði slíka nauð á því
svæði sem hann var vanur að leita. Jafnframt felst í þessu
ákvæði erfðaskrárinnar von hans um, að áfram verði að finna í
Akrahreppi manndóm og vilja til þess að sinna því hlutverki
sem hann rækti með sóma í hálfa öld. Síðara ákvæðið sýnir hvað
honum var kær skógarlundurinn sem hann ræktaði á Gilsbakka
og nafni hans átti raunar upptökin að.
I síðasta blaðaviðtali Hjörleifs sem Elín Pálmadóttir átti við
hann helsjúkan rúmum mánuði áður en til tíðindanna dró,
kemst hann svo að orði er hann ræðir um skógræktina: „Að
planta trjám er það besta sem hægt er að gera. Það sé ég núna.
Þegar allt er á niðurleið þá eru trén á uppleið." Því vildi hann
reyna að vernda það sem var á „uppleið“ og héldi áfram að
dafna, þótt hann lyki hinstu göngum.
Eftir að lokið var að ganga frá ráðstöfun eignanna með lög-
mætum hætti, fjaraði ört út sá lífsvilji sem til staðar var meðan
ólokið var síðasta verkinu. Fjórum dögum fyrir andlátið átti
undirritaður síðasta símtalið við hann. Þá var mjög af honum
dregið og hann þurfti að tala með hvíldum. Hugsunin var eigi
að síður skýr og ljós. Hann hafði lengi verið efasemdarmaður
og trúði vart á líf eftir dauðann lengst af ævinni, sló engu föstu
þar um. Jafnframt var hann hræddur við dauðann. I þessu síð-
asta samtali var sá ótti á bak og burt, frekar að hann hlakkaði
til en kviði fyrir umskiptunum. Efasemdirnar voru horfnar,
vissan um framhald komin í staðinn. Hvernig það yrði var
90