Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 94
FORLOGIN KALLA
FRÁSÖGN AGNESAR GUÐFINNSDÓTTUR
BJÖRN JÓNSSON fyrrverandi skólastjóri skrdði
Agnes Guðfinnsdóttir fæddist á Víghólsstöðum á Fellsströnd 5.
mars 1897, alsystir Björns Guðfinnssonar prófessors og málfræð-
ings. Hún ólst upp á Kjallaksstöðum á Fellsströnd, en fluttist um
tvítugt til Reykjavíkur. Vorið 1921 réð hún sig sem kaupakonu
hjá Jóni Jóhannessyni, sem þá var í Húsey í Vallhólmi. Vorið
1922 fluttust þau að Glaumbæ, giftu sig og hófú búskap. Árið
1927 keyptu þau Ytra-Skörðugil og bjuggu þar uns Jón andaðist,
1957. Agnes var síðan hjá börnum sínum, Birni og Unni, sem
ráku félagsbú á Ytra-Skörðugili til 1967, er fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur. Þar dó Agnes 14. maí 1987. Agnes var stálminnug,
hagmælt og kunni frá mörgu að segja, eins og fram kemur í þess-
um þætti, sem skráður er af syni hennar.
Ritstj.
Vorið 1921 hafði ég ákveðið að fara í kaupavinnu. Sumarið áður
hafði ég verið í fískvinnu í Melshúsum á Seltjarnarnesi. Mér
leiddist fiskvinnan. Það sem mér fannst skást við Melshúsa-
vinnuna var að ég og önnur stúlka, Jóna frá Nesi, fengum að
slá túnið og það var lítill bátur þar sem ég rændi á kvöldin og
reri út á sjóinn. Eg þorði ekki að hafa stelpurnar með, það voru
svo mikil læti í þeim. Einu sinni var verið að lesta skip með
fiski, hét það Huginn eða Muninn, ég man ekki hvort var. Það
var fullt af körlum á bryggjunni þegar ég tók bátinn, það voru
bryggjusmiðir er voru að vinna þarna. Strákur einn spurði
hvort hann mætti vera með, en ég neitaði. Stökk hann samt
niður í bátinn og fauk nú heldur í mig. Sagði ég að hann
skyldi þá sýna að hann kynni að róa. Settumst við svo undir
92