Skagfirðingabók - 01.01.2004, Page 96
SKAGFIRÐINGABÓK
sem átti að sjá um ráðninguna. Ég vildi fá aðra ferðina fría,
30 krónur á viku og fá að slá þegar rigndi, ekki raka í rign-
ingu. Ekki gekk það saman með okkur.
Það var auglýst úr Flóanum. En mér var ráðið frá því; þar
væru slæmar engjar. Þá var auglýst frá Eyri í Flókadal, átti ég
að hitta þann er auglýsti á vissum stað í bænum. Fékk ég nú
með mér vinstúlku mxna, Guðnýju Jóhannesdóttur Lynge, og
fórum við að hitta náunga þennan. Hét hann Lárus Guð-
mundsson. Var það ungur maður, mikill á lofti; gaf hann í
skyn í hvaða skólum hann hefði verið, eins og það kæmi
kaupavinnu nokkuð við. Gekk fram af okkur hvað maðurinn
var montinn. Ekki gat ég fengið að slá þar, svo við kvöddum.
Nú heimsótti mig maður frá Hrappsstöðum x Laxárdal í Dala-
sýslu. Hét hann Jón og var hreppstjóri Laxdælinga. Hafði ég
verið káupakona hjá honum 1918 og líkaði mér þar vel. Þar
hafði ég fengið að slá og þótti það kostur að ég dró minn ljá
sjálf. Karlinn var orðinn gamall og þótti betra að raka. Það
þótti ekki fullgild kaupakona við Breiðafjörð sem ekki kunni
að slá. En nú þurfti hann mig ekki allan sláttinn, en son hans
Sigtrygg, sem bjó á sömu jörðinni, vantaði stúlku að nokkru.
Ég hafði líka verið í kaupavinnu hjá Sigtryggi 1918 og borg-
uðu þeir báðir meira en ég setti upp. Hjá Sigtryggi og konu
hans voru þá tvö ung börn og þurfti ég að hafa annað þeirra að
nóttunni. Var það mjög óvært og hafði af mér svefn, svo ég
vildi ekki eiga við það.
Ég fór því að hitta Guðnýju og ræða málin. Þar sá ég í blaði
auglýsingu frá Skagfirðingi sem vantaði kaupakonu. Það væri
ekki galið að taka það til athugunar; ef ég færi þangað fengi ég
að sjá Drangey og margt nýtt. Ekki voru nema tvö ár síðan ég
skreið úr hreiðrinu við Breiðafjörð. Það væri vissulega gaman
að sjá sig dálítið um í veröldinni.
Meðan við erum að ræða þetta er bankað. Þegar út er komið
standa þar tveir menn, er þar kominn Skagfirðingurinn og
maður með honum. Kemur þá í ljós að bæjarmaðurinn þekkti
94